Skoðun

Einfaldleikinn

Viðar Guðjohnsen skrifar
Við getum kosið leiðtoga af Guðs náð. Alfa stjórnmálamanna. Bismarck Íslands. Mann sem veit hvað hann vill og mun aldrei gefast upp. Þá verður fjör. Forsetinn færist heim og ef við lendum í vandræðum verðum við með leiðtoga sem mun aldrei, aldrei, aldrei svíkja þjóð sína. Davíð Oddsson.

Eða.

Við getum kosið mann sem sagði að ef við myndum ekki samþykkja Icesave myndum við einangrast eins og Norður-Kórea. Mann sem í fljótu bragði þorir ekki að styggja neinn í kosningabaráttunni og vill vera vinur allra. Þó setur hann upp á sig nöldursnúð þegar bent er á að slíkt er ómögulegt og hann dæsir þegar honum er bent á hluti sem hann þó sjálfur sagði.

Af hverju biður hann menn ekki bara afsökunar. Hann hafði skelfilega rangt fyrir sér, ekki satt? Eða er Ísland búið að einangrast eins og Norður-Kórea? Slíkur forseti mun vissulega vera rólegheitarmaður. Óumdeildur, hugsanlega ef allt leikur í lyndi. Engin leiðtogi. Og ef við lendum í vandræðum.

Treystum við honum virkilega til þess að standa í lappirnar? Eða mun hann bara verða meðvirkur, rétt eins og hann var meðvirkur í Icesave deilunni eða þegar hann kallaði neyðarlögin F*ck you foreigners lögin, þetta sagði hann, þegar hann fór á sveif með Bretum og Hollendingum. Fussumsvei. Guðni Th.

Valið er einfalt.

 




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×