Bjarni Guðjóns með betri árangur hjá KR en pabbi sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2016 11:30 Bjarni Guðjónsson sést hér bjóða Michael Præst velkominn í KR. Vísir/Anton Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, fékk óvænta gagnrýni frá föður sínum Guðjóni Þórðarsyni eftir tap KR-liðsins út í Eyjum í 7. umferð Pepsi-deildarinnar um helgina. KR-liðið hefur aðeins unnið 2 af 8 leikjum sínum í deild og bikar á tímabilinu, er úr leik í bikarnum og aðeins í 8. sæti í Pepsi-deildinni.Sjá einnig: Bjarni um gagnrýni föður síns: Get lítið pælt í því sem honum finnst Guðjón Þórðarson þekkir það að þjálfa KR-liðið en hann gerði það í tvö tímabil á árunum 1994 til 1995. Guðjón náði ekki að gera KR að Íslandsmeisturum en liðið vann bikarinn bæði ár hans með Vesturbæjarliðið. Bjarni er á sínu öðru tímabili með KR-liðið en vegna þess að það eru spilaðir fleiri leikir nú en fyrir tuttugu árum þá vantar hann aðeins sjö leiki upp á það að vera búinn að stýra KR-liðinu í jafnmörgum deildarleikjum og faðir sinn. Það er því tilvalið að bera saman árangur þeirra feðga sem þjálfarar KR-liðsins.Sjá einnig: Guðjón Þórðarson hjólar í KR: Ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í KR vann 18 af 36 deildarleikjum, tapaði 10 sinnum undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar frá 1994-95 og fékk 62 stig eða 57,4 prósent stiga í boði. KR hefur unnið 14 af 29 deildarleikjum undir stjórn Bjarna Guðjónssonar, hefur tapað 6 leikjum og er búið ná í 51 stig í þessum leikjum eða 58,6 prósent stiga í boði. Bjarni er því enn fyrir ofan föður sinn hvað varðar hlutfallsstig í húsi en hefur þó jafnframt ekki efni á mörgum tapleikjum í viðbót ætli að hann halda sér fyrir ofan Guðjón. KR-liðið skoraði meira undir stjórn Guðjóns (1,69 mörk í leik) en undir stjórn Bjarna (1,45 mörk í leik) en fékk aftur á móti fleiri mörk á sig í þjálfaratíð Guðjóns (1,17) en í þjálfaratíð Bjarna (0,93). Það er hægt að sjá umfjöllun strákanna í Pepsi-mörkunum um mál feðganna með því að smella hér en þeir Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson voru ekki alveg sáttir með þann gamla. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, fékk óvænta gagnrýni frá föður sínum Guðjóni Þórðarsyni eftir tap KR-liðsins út í Eyjum í 7. umferð Pepsi-deildarinnar um helgina. KR-liðið hefur aðeins unnið 2 af 8 leikjum sínum í deild og bikar á tímabilinu, er úr leik í bikarnum og aðeins í 8. sæti í Pepsi-deildinni.Sjá einnig: Bjarni um gagnrýni föður síns: Get lítið pælt í því sem honum finnst Guðjón Þórðarson þekkir það að þjálfa KR-liðið en hann gerði það í tvö tímabil á árunum 1994 til 1995. Guðjón náði ekki að gera KR að Íslandsmeisturum en liðið vann bikarinn bæði ár hans með Vesturbæjarliðið. Bjarni er á sínu öðru tímabili með KR-liðið en vegna þess að það eru spilaðir fleiri leikir nú en fyrir tuttugu árum þá vantar hann aðeins sjö leiki upp á það að vera búinn að stýra KR-liðinu í jafnmörgum deildarleikjum og faðir sinn. Það er því tilvalið að bera saman árangur þeirra feðga sem þjálfarar KR-liðsins.Sjá einnig: Guðjón Þórðarson hjólar í KR: Ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í KR vann 18 af 36 deildarleikjum, tapaði 10 sinnum undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar frá 1994-95 og fékk 62 stig eða 57,4 prósent stiga í boði. KR hefur unnið 14 af 29 deildarleikjum undir stjórn Bjarna Guðjónssonar, hefur tapað 6 leikjum og er búið ná í 51 stig í þessum leikjum eða 58,6 prósent stiga í boði. Bjarni er því enn fyrir ofan föður sinn hvað varðar hlutfallsstig í húsi en hefur þó jafnframt ekki efni á mörgum tapleikjum í viðbót ætli að hann halda sér fyrir ofan Guðjón. KR-liðið skoraði meira undir stjórn Guðjóns (1,69 mörk í leik) en undir stjórn Bjarna (1,45 mörk í leik) en fékk aftur á móti fleiri mörk á sig í þjálfaratíð Guðjóns (1,17) en í þjálfaratíð Bjarna (0,93). Það er hægt að sjá umfjöllun strákanna í Pepsi-mörkunum um mál feðganna með því að smella hér en þeir Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson voru ekki alveg sáttir með þann gamla.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð