Ragnar: Óþarfi að hafa áhyggjur af okkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2016 19:00 Ragnar Sigurðsson var léttur í Laugardalnum í dag. vísir/hanna Ellefu dagar eru þar til strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta ganga út á Stade Geoffroy-Guichard-völlin í St. Étienne og mæta Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu í fyrsta leik á EM. Undirbúningur liðsins hefur ekki gengið vel ef mið er tekið af úrslitum í vináttuleikjum. Strákarnir hafa aðeins unnið tvo leiki af síðustu átta og töpuðu nú síðasta fyrir Noregi í vináttuleik í Osló þar sem liðið spilaði alls ekki vel. „Þetta var lélegt. Það er klárt mál. Við getum alveg viðurkennt það, að við erum búnir að spila nokkra lélega æfingaleiki á undanförnu en á sama tíma er engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu,“ segir Ragnar í viðtali við íþróttadeild 365. Íslenska liðið, sem spilaði svo öfluga vörn í undankeppninni, hefur verið að fá á sig of mikið af mörkum í undanförnum leikjum. Noregur var aðeins búið að skora 0.8 mörk að meðtali í í leik í 28 leikjum áður en liðið setti þrjú á ísland. „Tvö af þessum mörkum koma úr föstum leikatriðum. Það getur alltaf gerst. Við erum að hrófla við liðinu og það voru þrír í varnarlínunni sem eru ekki fastamenn. Því tekur tíma að spila sig saman,“ segir Ragnar.Strákarnir æfa í sólinni í Laugardalnum í dag.vísir/hannaÆfingaleikir ekki eins Ragnar segir að hvernig strákarnir komu til leiks hafi haft sitt að segja gegn Noregi. Menn hafi verið að spara sig enda styttist í stóru stundina. Það er samt ekkert svo sniðugt að hans mati. „Maður er búinn að vera hugsa svo mikið um þetta að sjálfkrafa byrjar maður aðeins að passa sig. Ég var sjálfur að gera það í síðustu leikjunum í rússnesku deildinni. Það er ekkert jákvætt við það því ef maður fer að passa sig of mikið þá fer maður eins og aumingi í návígin og þá eru meiri líkur á að maður meiðist. En það er líka bara erfitt að hafa stjórn á þessu,“ segir Ragnar. Íslenska liðið hefur ekki brugðist í stórum leikjum sem skipta máli í langan tíma þannig getum við ekki treyst á að það verði áfram þannig frá og með 14. júní? „Að sjálfsögðu. Við vitum það og þið vitið öll hvað við getum. Ég segi það aftur að það er ekki það sama að spila æfingaleik og alvöru leik. Það er ekkert hægt að bera þetta saman og því er algjör óþarfi að vera með áhyggjur.“ Allt viðtalið má sjá hér að neðan. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ögmundur: Hannes er númer eitt en ég held honum á tánum Ögmundur Kristinsson lætur gagnrýni á frammistöðu sína með landsliðinu í undanförnum leikjum sem vind um eyru þjóta. 3. júní 2016 15:45 Lagerbäck skýtur á leikaraskap Portúgala og bendir þeim á Hollywood Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur hafið sálfræðistríðið gegn Portúgölum en Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik sínum á EM eftir ellefu daga. 3. júní 2016 09:30 Alfreð: Ef okkur gengur vel á EM gleymist Noregsleikurinn Alfreð Finnbogason viðurkennir að íslenska landsliðið í fótbolta hafi spilað illa í vináttulandsleiknum gegn Noregi á miðvikudaginn. 3. júní 2016 15:05 Telja að Ögmundur byrji fyrsta leik á EM frekar en Hannes Þór Byrjunarliðum allra liða EM stillt upp og þar er Ögmundur í markinu hjá Íslandi og Alfreð frammi. 3. júní 2016 10:30 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Ellefu dagar eru þar til strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta ganga út á Stade Geoffroy-Guichard-völlin í St. Étienne og mæta Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu í fyrsta leik á EM. Undirbúningur liðsins hefur ekki gengið vel ef mið er tekið af úrslitum í vináttuleikjum. Strákarnir hafa aðeins unnið tvo leiki af síðustu átta og töpuðu nú síðasta fyrir Noregi í vináttuleik í Osló þar sem liðið spilaði alls ekki vel. „Þetta var lélegt. Það er klárt mál. Við getum alveg viðurkennt það, að við erum búnir að spila nokkra lélega æfingaleiki á undanförnu en á sama tíma er engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu,“ segir Ragnar í viðtali við íþróttadeild 365. Íslenska liðið, sem spilaði svo öfluga vörn í undankeppninni, hefur verið að fá á sig of mikið af mörkum í undanförnum leikjum. Noregur var aðeins búið að skora 0.8 mörk að meðtali í í leik í 28 leikjum áður en liðið setti þrjú á ísland. „Tvö af þessum mörkum koma úr föstum leikatriðum. Það getur alltaf gerst. Við erum að hrófla við liðinu og það voru þrír í varnarlínunni sem eru ekki fastamenn. Því tekur tíma að spila sig saman,“ segir Ragnar.Strákarnir æfa í sólinni í Laugardalnum í dag.vísir/hannaÆfingaleikir ekki eins Ragnar segir að hvernig strákarnir komu til leiks hafi haft sitt að segja gegn Noregi. Menn hafi verið að spara sig enda styttist í stóru stundina. Það er samt ekkert svo sniðugt að hans mati. „Maður er búinn að vera hugsa svo mikið um þetta að sjálfkrafa byrjar maður aðeins að passa sig. Ég var sjálfur að gera það í síðustu leikjunum í rússnesku deildinni. Það er ekkert jákvætt við það því ef maður fer að passa sig of mikið þá fer maður eins og aumingi í návígin og þá eru meiri líkur á að maður meiðist. En það er líka bara erfitt að hafa stjórn á þessu,“ segir Ragnar. Íslenska liðið hefur ekki brugðist í stórum leikjum sem skipta máli í langan tíma þannig getum við ekki treyst á að það verði áfram þannig frá og með 14. júní? „Að sjálfsögðu. Við vitum það og þið vitið öll hvað við getum. Ég segi það aftur að það er ekki það sama að spila æfingaleik og alvöru leik. Það er ekkert hægt að bera þetta saman og því er algjör óþarfi að vera með áhyggjur.“ Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ögmundur: Hannes er númer eitt en ég held honum á tánum Ögmundur Kristinsson lætur gagnrýni á frammistöðu sína með landsliðinu í undanförnum leikjum sem vind um eyru þjóta. 3. júní 2016 15:45 Lagerbäck skýtur á leikaraskap Portúgala og bendir þeim á Hollywood Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur hafið sálfræðistríðið gegn Portúgölum en Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik sínum á EM eftir ellefu daga. 3. júní 2016 09:30 Alfreð: Ef okkur gengur vel á EM gleymist Noregsleikurinn Alfreð Finnbogason viðurkennir að íslenska landsliðið í fótbolta hafi spilað illa í vináttulandsleiknum gegn Noregi á miðvikudaginn. 3. júní 2016 15:05 Telja að Ögmundur byrji fyrsta leik á EM frekar en Hannes Þór Byrjunarliðum allra liða EM stillt upp og þar er Ögmundur í markinu hjá Íslandi og Alfreð frammi. 3. júní 2016 10:30 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Ögmundur: Hannes er númer eitt en ég held honum á tánum Ögmundur Kristinsson lætur gagnrýni á frammistöðu sína með landsliðinu í undanförnum leikjum sem vind um eyru þjóta. 3. júní 2016 15:45
Lagerbäck skýtur á leikaraskap Portúgala og bendir þeim á Hollywood Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur hafið sálfræðistríðið gegn Portúgölum en Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik sínum á EM eftir ellefu daga. 3. júní 2016 09:30
Alfreð: Ef okkur gengur vel á EM gleymist Noregsleikurinn Alfreð Finnbogason viðurkennir að íslenska landsliðið í fótbolta hafi spilað illa í vináttulandsleiknum gegn Noregi á miðvikudaginn. 3. júní 2016 15:05
Telja að Ögmundur byrji fyrsta leik á EM frekar en Hannes Þór Byrjunarliðum allra liða EM stillt upp og þar er Ögmundur í markinu hjá Íslandi og Alfreð frammi. 3. júní 2016 10:30