Eitt samfélag fyrir alla! Sema Erla Serdar skrifar 3. júní 2016 10:17 Við í Samfylkingunni erum þessa dagana að kjósa okkur nýjan formann en Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn á landinu sem velur formann sinn í allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal allra félagsmanna. Á landsfundi flokksins sem hefst á í dag verður síðan ný forysta flokksins kosin, skerpt verður á stefnumálunum og línurnar lagðar fyrir komandi Alþingiskosningar. Það eru spennandi tímar framundan. Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Breytt samfélag þýðir breyttar áherslur. Nýir tímar þýðir nýjar áskoranir. Krafan um ný stjórnmál og ný vinnubrögð í stjórnmálum hefur aldrei verið háværari og hún hefur sjaldan verið réttmætari. Það er mikilvægt fyrir þá stjórnmálaflokka sem ætla sér að ná eyrum fólksins í landinu að fylgja þeirri þróun sem á sér stað í samfélaginu. Flokkur jafnaðarmanna er engin undantekning þar á. Á sama tíma og kallað er eftir nýjum stjórnmálum og nýjum vinnubrögðum hefur krafan um sterkan jafnaðarmannaflokk sjaldan verið jafn hávær og nú og því er mikilvægt að hreyfing jafnaðarmanna svari þessum kröfum og mæti sterk til leiks í komandi kosningum svo hún komist í stöðu til þess að tryggja Íslendingum betra og jafnara samfélag, laust við sérhagsmunaöfl, spillingu, auðvaldspólitík og mismunun. Við sem hér erum og þeir sem hingað koma eiga hreinlega meira skilið en það samfélag óstöðugleika og ójöfnuðar sem við búum nú við. Jafnaðarmenn eru best til þess fallnir að byggja hér eitt samfélag fyrir alla þar sem félagslegt og efnahagslegt öryggi allra er tryggt, þar sem ungir Íslendingar vilja og geta byggt sér framtíð og þeir sem eldri eru vilja vera áfram hluti af, þar sem lífsgæði allra eru tryggð, aðgengi fyrir alla að heilsugæslu er til staðar, húsnæðismarkaðurinn er í lagi, skipting auðlinda er jöfn, atvinnulífið blómastrar, menntakerfið er til fyrirmyndar og ný stjórnarskrá mun líta dagsins ljós. Jafnaðarmenn eiga að sama skapi að halda áfram að vera í forystu í baráttunni fyrir jafnrétti, velferð og réttlæti og gegn allri mismunun, hvort sem hún er vegna uppruna, trúar eða menningar, kyns, kynhneigðar eða annarra þátta sem einkennir líf eða lífsstíl fólks. Jafnaðarmenn eiga að vera í forystu í baráttunni fyrir mannréttindum og mannúð og gegn vaxandi fordómum og hatri í íslensku samfélagi. Áskoranirnar eru margar en áskorunum fylgja tækifæri. Helsta verkefnið framundan er að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna, samfélag þar sem grundvallar lífsgæði almennings eru tryggð, þar sem fólk getur lifað mannsæmandi lífi og grunnstoðirnar eru í lagi og réttlæti, velferð og mannréttindi allra eru tryggð. Ég vil halda áfram að vinna að því ásamt öðrum jafnaðarmönnum að skapa hér eitt samfélag fyrir alla og býð mig því fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Ég veit að sameinuð mun Samfylkingin, sem stofnuð var sem umbótaafl fyrir íslenskt samfélag og til höfuðs sérhagsmunaöflunum, skipa sér fremst í flokk í því krefjandi verkefni sem framundan er. Með grunngildi jafnaðarmanna um frelsi, jöfnuð og samstöðu eru okkur allir vegir færir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni erum þessa dagana að kjósa okkur nýjan formann en Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn á landinu sem velur formann sinn í allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal allra félagsmanna. Á landsfundi flokksins sem hefst á í dag verður síðan ný forysta flokksins kosin, skerpt verður á stefnumálunum og línurnar lagðar fyrir komandi Alþingiskosningar. Það eru spennandi tímar framundan. Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Breytt samfélag þýðir breyttar áherslur. Nýir tímar þýðir nýjar áskoranir. Krafan um ný stjórnmál og ný vinnubrögð í stjórnmálum hefur aldrei verið háværari og hún hefur sjaldan verið réttmætari. Það er mikilvægt fyrir þá stjórnmálaflokka sem ætla sér að ná eyrum fólksins í landinu að fylgja þeirri þróun sem á sér stað í samfélaginu. Flokkur jafnaðarmanna er engin undantekning þar á. Á sama tíma og kallað er eftir nýjum stjórnmálum og nýjum vinnubrögðum hefur krafan um sterkan jafnaðarmannaflokk sjaldan verið jafn hávær og nú og því er mikilvægt að hreyfing jafnaðarmanna svari þessum kröfum og mæti sterk til leiks í komandi kosningum svo hún komist í stöðu til þess að tryggja Íslendingum betra og jafnara samfélag, laust við sérhagsmunaöfl, spillingu, auðvaldspólitík og mismunun. Við sem hér erum og þeir sem hingað koma eiga hreinlega meira skilið en það samfélag óstöðugleika og ójöfnuðar sem við búum nú við. Jafnaðarmenn eru best til þess fallnir að byggja hér eitt samfélag fyrir alla þar sem félagslegt og efnahagslegt öryggi allra er tryggt, þar sem ungir Íslendingar vilja og geta byggt sér framtíð og þeir sem eldri eru vilja vera áfram hluti af, þar sem lífsgæði allra eru tryggð, aðgengi fyrir alla að heilsugæslu er til staðar, húsnæðismarkaðurinn er í lagi, skipting auðlinda er jöfn, atvinnulífið blómastrar, menntakerfið er til fyrirmyndar og ný stjórnarskrá mun líta dagsins ljós. Jafnaðarmenn eiga að sama skapi að halda áfram að vera í forystu í baráttunni fyrir jafnrétti, velferð og réttlæti og gegn allri mismunun, hvort sem hún er vegna uppruna, trúar eða menningar, kyns, kynhneigðar eða annarra þátta sem einkennir líf eða lífsstíl fólks. Jafnaðarmenn eiga að vera í forystu í baráttunni fyrir mannréttindum og mannúð og gegn vaxandi fordómum og hatri í íslensku samfélagi. Áskoranirnar eru margar en áskorunum fylgja tækifæri. Helsta verkefnið framundan er að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna, samfélag þar sem grundvallar lífsgæði almennings eru tryggð, þar sem fólk getur lifað mannsæmandi lífi og grunnstoðirnar eru í lagi og réttlæti, velferð og mannréttindi allra eru tryggð. Ég vil halda áfram að vinna að því ásamt öðrum jafnaðarmönnum að skapa hér eitt samfélag fyrir alla og býð mig því fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Ég veit að sameinuð mun Samfylkingin, sem stofnuð var sem umbótaafl fyrir íslenskt samfélag og til höfuðs sérhagsmunaöflunum, skipa sér fremst í flokk í því krefjandi verkefni sem framundan er. Með grunngildi jafnaðarmanna um frelsi, jöfnuð og samstöðu eru okkur allir vegir færir.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun