„Eiður Smári var í raun mikilvægasti maður leiksins“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2016 14:15 Elmar, Heimir og Lars töluðu fallega um Eið Smára fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag. Hér er Eiður með Emil Hallfreðssyni á æfingunni. Vísir/Vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen kom ekkert við sögu í leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær en hann fékk engu að síður mikið lof frá Theodóri Elmari Bjarnasyni þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir æfingu íslenska liðsins í dag. „Það var pínu stress í upphafi leiksins en menn hristu það fljótt af sér,“ sagði Elmar en Ísland og Portúgal gerðu sem kunnugt er 1-1 jafntefli í leiknum sem var í F-riðli keppninnar. „Ég tel að hugsanlega hafi Eiður Smári verið MVP [mikilvægasti maður] leiksins. Við vorum á æfingu um daginn og hann fann að menn voru pínu strekktir. Hann safnaði því öllum saman og sagði nokkur vel valin orð sem mér fannst létta á öllum í hópnum,“ sagði Elmar enn fremur. „Ég ætla ekki að hafa eftir það sem hann sagði en það sýnir hversu mikilvægt það er að hafa mann með reynslu og mann sem aðrir líta upp til.“ Sjá einnig: Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir Þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku í svipaðan streng um mikilvægi Eiðs Smára í hópnum. „Hann er hér fyrst og fremst af því að hann er góður fótboltamaður. En reynsla hans færir okkur mikið auk þess sem að hann er virkilega góður í hópnum. Hann velur orð sín afar vel og þó svo að ég hafi ekki heyrt allt sem hann sagði þá er ég mjög ánægður með að fá svona framlag,“ sagði Svíinn. Heimir ítrekar það sem áður hefur komið fram, hversu mikilvægt er að hafa reynslubolta eins og Eið Smára í hópnum. „Það er stundum þannig með Eið Smára að það er ekki bara hvað hann segir heldur líka hvernig hann segir það. Ég trúi öllu sem kemur frá honum,“ sagði Heimir og brosti. Elmar sagði ljóst að menn hefðu mikla trú á sjálfum sér, ekki síst eftir úrslit gærkvöldsins. „Ef við gefum okkur 100 prósent í verkefnið þá getum við fengið stig gegn hverjum sem er og komið á óvart. Við höfum mikla trú á okkar hæfileikum og við vitum að við getum gert hvað sem er.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45 Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30 Bara einn sen meðal allra sonanna Eiður Smári Guðjohnsen sker sig úr meðal 23 leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta sem spilar sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir aðeins fimm daga. 9. júní 2016 08:30 Eiður Smári í úrvalsliði UEFA skipað eldri leikmönnum Eiður Smári Guðjohnsen, reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum, er í draumaliði UEFA skipuðu leikmönnum 35 ára og eldri sem taka þátt á EM. 9. júní 2016 15:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen kom ekkert við sögu í leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær en hann fékk engu að síður mikið lof frá Theodóri Elmari Bjarnasyni þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir æfingu íslenska liðsins í dag. „Það var pínu stress í upphafi leiksins en menn hristu það fljótt af sér,“ sagði Elmar en Ísland og Portúgal gerðu sem kunnugt er 1-1 jafntefli í leiknum sem var í F-riðli keppninnar. „Ég tel að hugsanlega hafi Eiður Smári verið MVP [mikilvægasti maður] leiksins. Við vorum á æfingu um daginn og hann fann að menn voru pínu strekktir. Hann safnaði því öllum saman og sagði nokkur vel valin orð sem mér fannst létta á öllum í hópnum,“ sagði Elmar enn fremur. „Ég ætla ekki að hafa eftir það sem hann sagði en það sýnir hversu mikilvægt það er að hafa mann með reynslu og mann sem aðrir líta upp til.“ Sjá einnig: Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir Þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku í svipaðan streng um mikilvægi Eiðs Smára í hópnum. „Hann er hér fyrst og fremst af því að hann er góður fótboltamaður. En reynsla hans færir okkur mikið auk þess sem að hann er virkilega góður í hópnum. Hann velur orð sín afar vel og þó svo að ég hafi ekki heyrt allt sem hann sagði þá er ég mjög ánægður með að fá svona framlag,“ sagði Svíinn. Heimir ítrekar það sem áður hefur komið fram, hversu mikilvægt er að hafa reynslubolta eins og Eið Smára í hópnum. „Það er stundum þannig með Eið Smára að það er ekki bara hvað hann segir heldur líka hvernig hann segir það. Ég trúi öllu sem kemur frá honum,“ sagði Heimir og brosti. Elmar sagði ljóst að menn hefðu mikla trú á sjálfum sér, ekki síst eftir úrslit gærkvöldsins. „Ef við gefum okkur 100 prósent í verkefnið þá getum við fengið stig gegn hverjum sem er og komið á óvart. Við höfum mikla trú á okkar hæfileikum og við vitum að við getum gert hvað sem er.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45 Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30 Bara einn sen meðal allra sonanna Eiður Smári Guðjohnsen sker sig úr meðal 23 leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta sem spilar sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir aðeins fimm daga. 9. júní 2016 08:30 Eiður Smári í úrvalsliði UEFA skipað eldri leikmönnum Eiður Smári Guðjohnsen, reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum, er í draumaliði UEFA skipuðu leikmönnum 35 ára og eldri sem taka þátt á EM. 9. júní 2016 15:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45
Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45
Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30
Bara einn sen meðal allra sonanna Eiður Smári Guðjohnsen sker sig úr meðal 23 leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta sem spilar sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir aðeins fimm daga. 9. júní 2016 08:30
Eiður Smári í úrvalsliði UEFA skipað eldri leikmönnum Eiður Smári Guðjohnsen, reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum, er í draumaliði UEFA skipuðu leikmönnum 35 ára og eldri sem taka þátt á EM. 9. júní 2016 15:00