Jón Daði: Fannst þetta eðlilegast í heimi Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 22:29 Jón Daði í baráttu í leiknum í kvöld. vísir/getty Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, var uppgefinn í samtali við fjölmiðla eftir frábæra frammistöðu Íslands í 1-1 jafntefli gegn Portúgal á EM í Frakklandi. „Þetta er bara frábært og miðað við andstæðinginn er þetta frábært. Við tökum 1-1 með glöðu geði," sagði Jón Daði í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Það var einfaldlega að vera aðeins agaðari og ekki hleypa þeim í þessar skyndisóknir sem við fengum á okkur oft á tíðum auðveldlega í fyrri hálfleik." „Þeir eru stórhættulegir í þeim og mér fannst við ná ágætis tökum á því. Portúgalar eru með svakalega sterkt lið og þeir voru skeinuhættir, en við náðum að halda þeim vel í skefjum." Jón Daði hljóp tæplega tólf kílómetra í fremstu víglínu Íslands, en hann var gífurlega duglegur í leiknum. „Ég er alveg búinn á því. Maður varð að hlaupa mikið og maður varð að hjálpa til því vörnin hefst á okkur Kolbeini. Það var ákveðið að gefa allt í þetta." Einhver umræða var um hvort Alfreð Finnbogason ætti að byrja frammi með Kolbeini en að endingu var það Jón Daði. Hann segist ánægður með að hafa fengið traustið. „Auðvitað er maður ánægður með það. Maður er í þessu til að byrja. Þetta er það gaman," en hann segist hafa verið með gott sjálfstraust þrátt fyrir að hafa verið að spila við leikmenn á borð við Pepe og Ricardo Carvalho. „Mér fannst þetta eðlilegast í heimi. Þetat eru auðvitað frægir kallar og allt það, en þetta eru bara leikmenn með hátt sjálfstraust og hafa náð langt á ferlinum." „Þeir eru ekkert meira en það. Þú mætir því eins og eðlilegasti maður. Þetta gefur okkur mikið og að byrja á góðum úrslitum í fysrta leik. Það gefur okkur gott sjálfstraust inn í leikinn gegn Ungverjum," sagði Jón Daði að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, var uppgefinn í samtali við fjölmiðla eftir frábæra frammistöðu Íslands í 1-1 jafntefli gegn Portúgal á EM í Frakklandi. „Þetta er bara frábært og miðað við andstæðinginn er þetta frábært. Við tökum 1-1 með glöðu geði," sagði Jón Daði í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Það var einfaldlega að vera aðeins agaðari og ekki hleypa þeim í þessar skyndisóknir sem við fengum á okkur oft á tíðum auðveldlega í fyrri hálfleik." „Þeir eru stórhættulegir í þeim og mér fannst við ná ágætis tökum á því. Portúgalar eru með svakalega sterkt lið og þeir voru skeinuhættir, en við náðum að halda þeim vel í skefjum." Jón Daði hljóp tæplega tólf kílómetra í fremstu víglínu Íslands, en hann var gífurlega duglegur í leiknum. „Ég er alveg búinn á því. Maður varð að hlaupa mikið og maður varð að hjálpa til því vörnin hefst á okkur Kolbeini. Það var ákveðið að gefa allt í þetta." Einhver umræða var um hvort Alfreð Finnbogason ætti að byrja frammi með Kolbeini en að endingu var það Jón Daði. Hann segist ánægður með að hafa fengið traustið. „Auðvitað er maður ánægður með það. Maður er í þessu til að byrja. Þetta er það gaman," en hann segist hafa verið með gott sjálfstraust þrátt fyrir að hafa verið að spila við leikmenn á borð við Pepe og Ricardo Carvalho. „Mér fannst þetta eðlilegast í heimi. Þetat eru auðvitað frægir kallar og allt það, en þetta eru bara leikmenn með hátt sjálfstraust og hafa náð langt á ferlinum." „Þeir eru ekkert meira en það. Þú mætir því eins og eðlilegasti maður. Þetta gefur okkur mikið og að byrja á góðum úrslitum í fysrta leik. Það gefur okkur gott sjálfstraust inn í leikinn gegn Ungverjum," sagði Jón Daði að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30