Lars þráspurður um leikaraskap: „Ég er ekki sérfræðingur í leiklist“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 14:08 "Ég hef lengi sagt að ég sé ekki aðdáandi leikskapar,“ sagði Lars. Það væri hans skoðun að það ætti að vera hægt að setja menn í bann fyrir leikaraskap. Vísir/Vilhelm Portúgalskur blaðamaður spurði Lars Lagerbäck á blaðamannafundi í dag út í hver væri mesti leikarinn sem kæmi við sögu á leik Íslands og Portúgal á EM á morgun. „Það eru kannski margir, það verður að koma í ljós,“ sagði Lars. „Ég er ekki sérfræðingur í leiklist.“ Lagerbäck hefur áður tjáð sig um leikaraskap og minntist sérstaklega á Portúgalann Pepe í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á dögunum. Þá var Lars í teymi sérfræðinga í beinni útsendingu í sjónvarpi í Svíþjóð. Lars var aftur spurður út í leikaraskap á blaðamannafundinum í dag og útskýrði þá betur skoðun sína. „Ég hef lengi sagt að ég sé ekki aðdáandi leikskapar,“ sagði Lars. Það væri hans skoðun að það ætti að vera hægt að setja menn í bann fyrir leikaraskap. „Sérstaklega ef þú færð smá högg en reynir að láta lita út eins og um stórslys sé að ræða,“ sagði Lars. Það yrði góð breyting fyrir fótboltann að geta refsað mönnum sem hegði sér svo. „Ég minntist ekkert sérstaklega á portúgalska leikmenn. Þetta er úti um allt í alþjóðafótbolta,“ sagði Lars og útskýrði aðkomu sína að leik Real Madrid og Atletico Madrid í Mílanó á dögunum. „Það sáu væntanlega allir hér inni þann leik,“ sagði Lars og minntist á Pepe. „Ég er bara að benda á staðreyndir og þetta eru bara almennar pælingar mínar um leikaraskap.“ Þá bætti sá sænski við að leikirnir á EM væru ekki margir og fáránlegt ef menn fengju gul spjöld vegna þess að andstæðingar þeirra væru með leikaraskap.Fundinn í heild má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13 Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21 Aron Einar: Verðum að passa okkur að ofpeppast ekki "Við erum með þaulreyndan þjálfara sem hefur upplifað þetta margoft og hann miðlar sinni reynslu,“ segir landsliðsfyrirliðinn. 13. júní 2016 13:53 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Portúgalskur blaðamaður spurði Lars Lagerbäck á blaðamannafundi í dag út í hver væri mesti leikarinn sem kæmi við sögu á leik Íslands og Portúgal á EM á morgun. „Það eru kannski margir, það verður að koma í ljós,“ sagði Lars. „Ég er ekki sérfræðingur í leiklist.“ Lagerbäck hefur áður tjáð sig um leikaraskap og minntist sérstaklega á Portúgalann Pepe í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á dögunum. Þá var Lars í teymi sérfræðinga í beinni útsendingu í sjónvarpi í Svíþjóð. Lars var aftur spurður út í leikaraskap á blaðamannafundinum í dag og útskýrði þá betur skoðun sína. „Ég hef lengi sagt að ég sé ekki aðdáandi leikskapar,“ sagði Lars. Það væri hans skoðun að það ætti að vera hægt að setja menn í bann fyrir leikaraskap. „Sérstaklega ef þú færð smá högg en reynir að láta lita út eins og um stórslys sé að ræða,“ sagði Lars. Það yrði góð breyting fyrir fótboltann að geta refsað mönnum sem hegði sér svo. „Ég minntist ekkert sérstaklega á portúgalska leikmenn. Þetta er úti um allt í alþjóðafótbolta,“ sagði Lars og útskýrði aðkomu sína að leik Real Madrid og Atletico Madrid í Mílanó á dögunum. „Það sáu væntanlega allir hér inni þann leik,“ sagði Lars og minntist á Pepe. „Ég er bara að benda á staðreyndir og þetta eru bara almennar pælingar mínar um leikaraskap.“ Þá bætti sá sænski við að leikirnir á EM væru ekki margir og fáránlegt ef menn fengju gul spjöld vegna þess að andstæðingar þeirra væru með leikaraskap.Fundinn í heild má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13 Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21 Aron Einar: Verðum að passa okkur að ofpeppast ekki "Við erum með þaulreyndan þjálfara sem hefur upplifað þetta margoft og hann miðlar sinni reynslu,“ segir landsliðsfyrirliðinn. 13. júní 2016 13:53 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13
Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21
Aron Einar: Verðum að passa okkur að ofpeppast ekki "Við erum með þaulreyndan þjálfara sem hefur upplifað þetta margoft og hann miðlar sinni reynslu,“ segir landsliðsfyrirliðinn. 13. júní 2016 13:53