Aron: Sjáum að þjóðinni þykir enn vænt um handboltann Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 12. júní 2016 19:42 Aron í leiknum í kvöld, en hann skoraði sex mörk. vísir/stefán Aron Pálmarsson bar fyrirliðabandið í kvöld þegar Ísland vann Portúgals í fyrri leiknum í umspili um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. Þetta var þetta í fyrsta sinn sem hann leiddi íslenska A-landsliðið inn á keppnisvöll. „Það var gæsahúð. Maður var pínu smeykur við áhorfendafjöldan en ég er fáránlega stoltur að labba inn í þetta, full höll,“ sagði Aron. „Geir spurði mig hvort ég væri klár í þetta í hádeginu og svaraði því auðvitað játandi og ég viðurkenni það að ég fékk fiðring í magann. Þetta var aðeins öðruvísi en það er alveg hægt að venjast þessu.“ Umgjörðin hjá HSÍ var frábær fyrir þennan leik. Mikið um að vera fyrir áhorfendur fyrir leik og öllu tjaldað til. „Þetta var algjörlega meiriháttar. Aðstæður eru erfiðar og fótboltinn er eðlilega búinn að taka mikla athygli og maður er sjálfur mjög spenntur fyrir EM í fótbolta en HSÍ gerði þetta hrikalega vel og við sjáum að þjóðinni þykir enn vænt um handboltann,“ sagði Aron en Laugardalshöllinn var full í kvöld. „Ég bjóst við leiknum svona en þegar við náðum fimm marka forystu í seinni hálfleik þá hefði ég viljað gjörsamlega klára þá og ná sjötta, sjöunda og enda kannski þar.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 26-23 | Strákarnir fara með þrjú mörk til Portúgal „Þrjú mörk í handbolta er ekki neitt en mér finnst við vera með það betra lið að við eigum að fara til Portúgals og vinna. Við eigum ekki að reyna að verja þessi mörk en ef við förum í þannig pælingar er gott að þeir skoruðu ekki mikið. Ef við förum yfir 23 mörk þá erum við komnir með fjórða markið þannig séð. „Við eigum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum og fara í þann leik 0-0 og vinna hann,“ sagði Aron en íslenska liðið á mikið inni sóknarlega fyrir seinni leikinn og þá ekki síst í hröðum upphlaupum. „Seinni bylgjan var mjög léleg hjá okkur. Hún var óskipulögð og við hlupum illa. Við töluðum um það í hálfleik. Það var eina sem vantaði. Við fengum færin sóknarlega. Það var ekki vesenið en hann er flottur í markinu hjá þeim. „Markvarslan og vörnin var geggjuð í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik en við þurfum að vera skipulagðari sóknarlega. Manni leið ekki vel að hlaupa. Við vorum ekki nógu mikið með eitthvað í gangi en við lögum það fyrir seinni leikinn,“ sagði Aron. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Sjá meira
Aron Pálmarsson bar fyrirliðabandið í kvöld þegar Ísland vann Portúgals í fyrri leiknum í umspili um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. Þetta var þetta í fyrsta sinn sem hann leiddi íslenska A-landsliðið inn á keppnisvöll. „Það var gæsahúð. Maður var pínu smeykur við áhorfendafjöldan en ég er fáránlega stoltur að labba inn í þetta, full höll,“ sagði Aron. „Geir spurði mig hvort ég væri klár í þetta í hádeginu og svaraði því auðvitað játandi og ég viðurkenni það að ég fékk fiðring í magann. Þetta var aðeins öðruvísi en það er alveg hægt að venjast þessu.“ Umgjörðin hjá HSÍ var frábær fyrir þennan leik. Mikið um að vera fyrir áhorfendur fyrir leik og öllu tjaldað til. „Þetta var algjörlega meiriháttar. Aðstæður eru erfiðar og fótboltinn er eðlilega búinn að taka mikla athygli og maður er sjálfur mjög spenntur fyrir EM í fótbolta en HSÍ gerði þetta hrikalega vel og við sjáum að þjóðinni þykir enn vænt um handboltann,“ sagði Aron en Laugardalshöllinn var full í kvöld. „Ég bjóst við leiknum svona en þegar við náðum fimm marka forystu í seinni hálfleik þá hefði ég viljað gjörsamlega klára þá og ná sjötta, sjöunda og enda kannski þar.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 26-23 | Strákarnir fara með þrjú mörk til Portúgal „Þrjú mörk í handbolta er ekki neitt en mér finnst við vera með það betra lið að við eigum að fara til Portúgals og vinna. Við eigum ekki að reyna að verja þessi mörk en ef við förum í þannig pælingar er gott að þeir skoruðu ekki mikið. Ef við förum yfir 23 mörk þá erum við komnir með fjórða markið þannig séð. „Við eigum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum og fara í þann leik 0-0 og vinna hann,“ sagði Aron en íslenska liðið á mikið inni sóknarlega fyrir seinni leikinn og þá ekki síst í hröðum upphlaupum. „Seinni bylgjan var mjög léleg hjá okkur. Hún var óskipulögð og við hlupum illa. Við töluðum um það í hálfleik. Það var eina sem vantaði. Við fengum færin sóknarlega. Það var ekki vesenið en hann er flottur í markinu hjá þeim. „Markvarslan og vörnin var geggjuð í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik en við þurfum að vera skipulagðari sóknarlega. Manni leið ekki vel að hlaupa. Við vorum ekki nógu mikið með eitthvað í gangi en við lögum það fyrir seinni leikinn,“ sagði Aron.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða