Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júní 2016 12:55 Þeir voru þó nokkrir kjósendurnir sem vildu sjá þennan mann sem næsta forseta. Vísir Samkvæmt lokatölum í forsetakosningunum sem fram fóru á laugardaginn voru ógild atkvæði alls 1049. Vísir hafði samband við allar yfirkjörstjórnir í morgun og forvitnaðist um hvernig fólk var að ógilda seðilinn sinn en kjósendur hafa í gegnum tíðina notast við ýmsar forvitnilegar leiðir til að ógilda atkvæði. Þannig er mörgum eflaust minnisstæður kjósandinn sem kúkaði á atkvæðið sitt í fyrstu Alþingiskosningunum eftir hrun árið 2009. Eftir því sem Vísir kemst næst gekk enginn kjósandi svo langt í þetta skiptið en í ljósi landsleiksins í kvöld og mikillar ástar þjóðarinnar á landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck lék blaðamanni sérstaklega forvitni á að vita hvort hann hafi hlotið einhver atkvæði í kosningunum, en atkvæði er ógilt ef maður kýs einhvern annan en þá sem eru í framboði.Margrét Þórhildur með tvö atkvæði Skemmst er frá því að segja að uppáhalds-Svíi Íslendinga hlaut samtals vel á þriðja tug atkvæða. Einhverjir kjósendur í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi vildu sjá Lars sem forseta og í Suðurkjördæmi hlaut Heimir Hallgrímsson einnig nokkur atkvæði en hann er eins og kunnugt er frá Vestmannaeyjum. Þá hlaut Margrét Þórhildur Danadrottning að minnsta kosti tvö atkvæði og einn kjósandi taldi að forsetakosningarnar væru með öllu ólögmætar þar sem það hefði í raun verið ólögmætt að stofna lýðveldi árið 1944.Blóm og hjörtu á kjörseðlum Merkja skal með x-i, hring eða vaffi við nafn þess frambjóðanda sem maður hyggst kjósa í kosningunum. Atkvæðið er ógilt ef kjósandi gerir eitthvað öðruvísi auðkennandi merki en nokkuð var um það í öllum kjördæmum að kjósendur væru að gera hjarta við nafn frambjóðenda, broskall eða jafnvel blóm. Slíkt ógilti atkvæðið í öllum tilfellum. Hvort þarna gæti einhverra áhrifa frá emoji-köllunum skal ósagt látið en það er vissulega falleg hugsun að setja hjarta við frambjóðandann sinn. Einnig var eitthvað um það að vísur kæmu upp úr kjörkössunum en engin þeirra var nógu góð til þess að fara með samkvæmt þeim upplýsingum sem Vísir fékk. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur kosinn forseti á laugardag en hann verður á vellinum í Nice í kvöld þegar strákarnir okkar mæta uppáhaldsliði margra Íslendinga á stórmótum, Englandi. EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Samkvæmt lokatölum í forsetakosningunum sem fram fóru á laugardaginn voru ógild atkvæði alls 1049. Vísir hafði samband við allar yfirkjörstjórnir í morgun og forvitnaðist um hvernig fólk var að ógilda seðilinn sinn en kjósendur hafa í gegnum tíðina notast við ýmsar forvitnilegar leiðir til að ógilda atkvæði. Þannig er mörgum eflaust minnisstæður kjósandinn sem kúkaði á atkvæðið sitt í fyrstu Alþingiskosningunum eftir hrun árið 2009. Eftir því sem Vísir kemst næst gekk enginn kjósandi svo langt í þetta skiptið en í ljósi landsleiksins í kvöld og mikillar ástar þjóðarinnar á landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck lék blaðamanni sérstaklega forvitni á að vita hvort hann hafi hlotið einhver atkvæði í kosningunum, en atkvæði er ógilt ef maður kýs einhvern annan en þá sem eru í framboði.Margrét Þórhildur með tvö atkvæði Skemmst er frá því að segja að uppáhalds-Svíi Íslendinga hlaut samtals vel á þriðja tug atkvæða. Einhverjir kjósendur í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi vildu sjá Lars sem forseta og í Suðurkjördæmi hlaut Heimir Hallgrímsson einnig nokkur atkvæði en hann er eins og kunnugt er frá Vestmannaeyjum. Þá hlaut Margrét Þórhildur Danadrottning að minnsta kosti tvö atkvæði og einn kjósandi taldi að forsetakosningarnar væru með öllu ólögmætar þar sem það hefði í raun verið ólögmætt að stofna lýðveldi árið 1944.Blóm og hjörtu á kjörseðlum Merkja skal með x-i, hring eða vaffi við nafn þess frambjóðanda sem maður hyggst kjósa í kosningunum. Atkvæðið er ógilt ef kjósandi gerir eitthvað öðruvísi auðkennandi merki en nokkuð var um það í öllum kjördæmum að kjósendur væru að gera hjarta við nafn frambjóðenda, broskall eða jafnvel blóm. Slíkt ógilti atkvæðið í öllum tilfellum. Hvort þarna gæti einhverra áhrifa frá emoji-köllunum skal ósagt látið en það er vissulega falleg hugsun að setja hjarta við frambjóðandann sinn. Einnig var eitthvað um það að vísur kæmu upp úr kjörkössunum en engin þeirra var nógu góð til þess að fara með samkvæmt þeim upplýsingum sem Vísir fékk. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur kosinn forseti á laugardag en hann verður á vellinum í Nice í kvöld þegar strákarnir okkar mæta uppáhaldsliði margra Íslendinga á stórmótum, Englandi.
EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00