Þegar Vigdís forseti mætti Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 22. júní 2016 12:43 Sumarið 1996 kusu Íslendingar nýjan forseta eins og nú en tveimur dögum fyrir kjördag gerðist annað stórmerkilegt í Íslandssögunni. Lög um staðfesta samvist öðluðust gildi sem veittu sambúðarfólki af sama kyni grundvallarréttindi. Á þessum tíma voru engar gleðigöngur í ágúst og langt frá því að þjóðin væri einhuga í stuðningi sínum við réttindabaráttu hinsegin fólks enda var það alls ekki ávísun á pólitískan frama að taka sér þar stöðu. Forstöðumaður safnaðarins Betel sagði í DV daginn fyrir lögfestinguna um sorgardag að ræða og að „[s]taðfest samvist breytir því ekki að Guð hefur andstyggð á kynvillu. Staðfest samvist hreinsar engan frá synd villunnar. Staðfest samvist gerir Ísland sekt um yfirtroðslur og að hafna Guðs lögum.“ Í ræðustól Alþingis vitnaði þingmaðurinn Árni Johnsen í biblíuna og í sjálfri þjóðkirkjunni voru harðlæstar dyr þrátt fyrir velvilja einstaka presta sem fæstir þorðu að koma fram undir merkjum opinberlega. Ári síðar var reyndar kjörinn biskup sem hlustaði bæði á svartstakka og tók á móti hinsegin fólki en gerði svo ekkert markvert í málunum og var á þann veginn gagnslaus forystumaður og jafnvel verri en nokkur andstæðingur málsins, en það er önnur saga. Það var í þessu andrúmslofti sem forseti lýðveldisins, Vigdís Finnbogadóttir, þáði boð um að gerast heiðursgestur á frelsishátíð Samtakanna ´78 í Borgarleikhúsinu þar sem lagasetningunni og þýðingu hennar var fagnað. Ekki kom hún þangað til að fella sleggjudóma eða til að gefa út hástemmdar yfirlýsingar sem hristu upp í flokkapólitíkinni. Hún bara mætti og það í sjálfu sér var rammpólitískt útspil. Með blíðu brosi stillti forseti Íslands sér upp fyrir blaðaljósmyndara með jaðarsettum og smáðum minnihlutahópi og engum gat dulist að Vigdís Finnbogadóttir var vinur hinsegin fólks. Það skipti gríðarlega miklu máli fyrir homma og lesbíur inn á við og sendi út sterk skilaboð um að nýir og betri tímar væru handan við hornið. Þannig virkar áhrifamáttur forseta Íslands. Lög um staðfesta samvist og öll önnur seinni baráttumál Samtakanna ´78 urðu stjórnmálamenn á Alþingi að takast á um og samþykkja en þegar Vigdís forseti mætti á þennan vettvang mátti öllum vera ljóst að fullnaðarsigurinn yrði hinsegin fólks að lokum. Þannig hefur forsetinn áhrif og lyftir málum en Alþingi sjálf völdin. Skjáskot af vef timarit.is. Forseti Íslands á að standa fyrir það sem hún eða hann trúir á í hjarta sínu og fylgja eftir þeim gildum af sannfæringu. Forsetinn á að hafa kjark og þor til að hreyfa við þjóðinni í mikilvægum málum og vekja fólk til umhugsunar þegar hætt er við að það fljóti sofandi að feigðarósi. Aðeins þannig á forseti þess kost að vera þjóðinni fyrirmynd og verða minnst í sögunni fyrir að hafa gert það sem rétt var og satt. Andri Snær Magnason er sá forsetaframbjóðandi sem skilur áhrifamátt forseta Íslands. Hann hefur sýnt að hann þorir að lyfta málum sem aðrir vilja ekki snerta á. Andri Snær og Margrét Sjöfn kona hans eiga hugsjónir og framtíðarsýn fyrir land og þjóð og eru til þjónustu reiðubúin. Þau geta miðlað nýjum gildum og betra Íslandi áfram til annarra þjóða með sóma og reisn og markað þannig þáttaskilin sem beðið hefur verið eftir. Til þess hafa þau minn stuðning því raunverulegra breytinga hér á landi er svo sannarlega þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Guðfinnur Sigurvinsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sumarið 1996 kusu Íslendingar nýjan forseta eins og nú en tveimur dögum fyrir kjördag gerðist annað stórmerkilegt í Íslandssögunni. Lög um staðfesta samvist öðluðust gildi sem veittu sambúðarfólki af sama kyni grundvallarréttindi. Á þessum tíma voru engar gleðigöngur í ágúst og langt frá því að þjóðin væri einhuga í stuðningi sínum við réttindabaráttu hinsegin fólks enda var það alls ekki ávísun á pólitískan frama að taka sér þar stöðu. Forstöðumaður safnaðarins Betel sagði í DV daginn fyrir lögfestinguna um sorgardag að ræða og að „[s]taðfest samvist breytir því ekki að Guð hefur andstyggð á kynvillu. Staðfest samvist hreinsar engan frá synd villunnar. Staðfest samvist gerir Ísland sekt um yfirtroðslur og að hafna Guðs lögum.“ Í ræðustól Alþingis vitnaði þingmaðurinn Árni Johnsen í biblíuna og í sjálfri þjóðkirkjunni voru harðlæstar dyr þrátt fyrir velvilja einstaka presta sem fæstir þorðu að koma fram undir merkjum opinberlega. Ári síðar var reyndar kjörinn biskup sem hlustaði bæði á svartstakka og tók á móti hinsegin fólki en gerði svo ekkert markvert í málunum og var á þann veginn gagnslaus forystumaður og jafnvel verri en nokkur andstæðingur málsins, en það er önnur saga. Það var í þessu andrúmslofti sem forseti lýðveldisins, Vigdís Finnbogadóttir, þáði boð um að gerast heiðursgestur á frelsishátíð Samtakanna ´78 í Borgarleikhúsinu þar sem lagasetningunni og þýðingu hennar var fagnað. Ekki kom hún þangað til að fella sleggjudóma eða til að gefa út hástemmdar yfirlýsingar sem hristu upp í flokkapólitíkinni. Hún bara mætti og það í sjálfu sér var rammpólitískt útspil. Með blíðu brosi stillti forseti Íslands sér upp fyrir blaðaljósmyndara með jaðarsettum og smáðum minnihlutahópi og engum gat dulist að Vigdís Finnbogadóttir var vinur hinsegin fólks. Það skipti gríðarlega miklu máli fyrir homma og lesbíur inn á við og sendi út sterk skilaboð um að nýir og betri tímar væru handan við hornið. Þannig virkar áhrifamáttur forseta Íslands. Lög um staðfesta samvist og öll önnur seinni baráttumál Samtakanna ´78 urðu stjórnmálamenn á Alþingi að takast á um og samþykkja en þegar Vigdís forseti mætti á þennan vettvang mátti öllum vera ljóst að fullnaðarsigurinn yrði hinsegin fólks að lokum. Þannig hefur forsetinn áhrif og lyftir málum en Alþingi sjálf völdin. Skjáskot af vef timarit.is. Forseti Íslands á að standa fyrir það sem hún eða hann trúir á í hjarta sínu og fylgja eftir þeim gildum af sannfæringu. Forsetinn á að hafa kjark og þor til að hreyfa við þjóðinni í mikilvægum málum og vekja fólk til umhugsunar þegar hætt er við að það fljóti sofandi að feigðarósi. Aðeins þannig á forseti þess kost að vera þjóðinni fyrirmynd og verða minnst í sögunni fyrir að hafa gert það sem rétt var og satt. Andri Snær Magnason er sá forsetaframbjóðandi sem skilur áhrifamátt forseta Íslands. Hann hefur sýnt að hann þorir að lyfta málum sem aðrir vilja ekki snerta á. Andri Snær og Margrét Sjöfn kona hans eiga hugsjónir og framtíðarsýn fyrir land og þjóð og eru til þjónustu reiðubúin. Þau geta miðlað nýjum gildum og betra Íslandi áfram til annarra þjóða með sóma og reisn og markað þannig þáttaskilin sem beðið hefur verið eftir. Til þess hafa þau minn stuðning því raunverulegra breytinga hér á landi er svo sannarlega þörf.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun