Fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron vill úrsögn Breta Sæunn Gísladóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 22. júní 2016 11:00 David Cameron forsætisráðherra fer víða þessa dagana til að skýra stöðuna. Nordicphotos/AFP Fjárfestirinn og milljarðamæringurinn George Soros sagði í gær að ef af brotthvarfi Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, yrði gæti breska pundið lækkað um að minnsta kosti fimmtán prósent og mögulega meira en tuttugu prósent. Flest áhrifafólk á Bretlandi lætur nú í sér heyra vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit sem fer fram á morgun. Til að mynda sagði Steve Hilton, fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði sagt forsætisráðherranum árið 2012 að engin leið væri að standa við kosningaloforð sem Cameron gaf fyrir þingkosningarnar í fyrra um að innflytjendum yrði fækkað niður fyrir hundrað þúsund á ári. Þetta sagði Hilton í viðtali við BBC í gær. Cameron gaf einnig sams konar loforð fyrir kosningarnar árið 2010. Hilton sagði einu leiðina til þess að ná þessu markmiði vera aðskilnað Bretlands frá Evrópusambandinu, Brexit. „Ráðgjafar sögðu okkur að svo lengi sem við værum í Evrópusambandinu gætum við ekki stýrt innflutningi. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að við förum úr sambandinu,“ sagði Hilton sem berst nú fyrir Brexit með samtökunum Vote Leave. Auk hruns á gengi pundsins búa fjárfestar sig einnig undir það að hlutabréfaverð geti lækkað um tíu prósent á hlutabréfamarkaðnum í Lundúnum. Gengi hlutabréfa og pundsins hefur hvort tveggja lækkað í aðdraganda kosninganna, sér í lagi eftir að skoðanakannanir hafa sýnt aukið fylgi við útgöngu úr sambandinu. Þá birtu aðstoðarskólastjórar 96 háskóla á Bretlandi opið bréf til Breta þar sem þjóðin var hvött til að kjósa með áframhaldandi veru innan sambandsins. „Okkar trú er sú að aðskilnaður frá Evrópu skapi erfitt andrúmsloft fyrir fjárfestingu í menntun og rannsóknum,“ segir í bréfinu. Brexit Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fjárfestirinn og milljarðamæringurinn George Soros sagði í gær að ef af brotthvarfi Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, yrði gæti breska pundið lækkað um að minnsta kosti fimmtán prósent og mögulega meira en tuttugu prósent. Flest áhrifafólk á Bretlandi lætur nú í sér heyra vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit sem fer fram á morgun. Til að mynda sagði Steve Hilton, fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði sagt forsætisráðherranum árið 2012 að engin leið væri að standa við kosningaloforð sem Cameron gaf fyrir þingkosningarnar í fyrra um að innflytjendum yrði fækkað niður fyrir hundrað þúsund á ári. Þetta sagði Hilton í viðtali við BBC í gær. Cameron gaf einnig sams konar loforð fyrir kosningarnar árið 2010. Hilton sagði einu leiðina til þess að ná þessu markmiði vera aðskilnað Bretlands frá Evrópusambandinu, Brexit. „Ráðgjafar sögðu okkur að svo lengi sem við værum í Evrópusambandinu gætum við ekki stýrt innflutningi. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að við förum úr sambandinu,“ sagði Hilton sem berst nú fyrir Brexit með samtökunum Vote Leave. Auk hruns á gengi pundsins búa fjárfestar sig einnig undir það að hlutabréfaverð geti lækkað um tíu prósent á hlutabréfamarkaðnum í Lundúnum. Gengi hlutabréfa og pundsins hefur hvort tveggja lækkað í aðdraganda kosninganna, sér í lagi eftir að skoðanakannanir hafa sýnt aukið fylgi við útgöngu úr sambandinu. Þá birtu aðstoðarskólastjórar 96 háskóla á Bretlandi opið bréf til Breta þar sem þjóðin var hvött til að kjósa með áframhaldandi veru innan sambandsins. „Okkar trú er sú að aðskilnaður frá Evrópu skapi erfitt andrúmsloft fyrir fjárfestingu í menntun og rannsóknum,“ segir í bréfinu.
Brexit Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira