Heimir: Einbeitingin ekki í lagi ef við eyðum öllum tímanum í að vera frægir Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2016 09:53 Heimir Hallgrímsson á æfingu landsliðsins í dag. vísir/vilhelm Enn bætist í fulltrúa erlendra fjölmiðla sem fylgja strákunum okkur eftir á Evrópumótinu í fótbolta en íslenska landsliðið hefur vakið heimsathygli fyrir að vinna England og komast í átta liða úrslit mótsins. Aragrúi af fjölmiðlamönnum hvaðanæva að úr heiminum var mættur á æfingu landsliðsins í Annecy í dag sem var síðasta opna æfingin með möguleika á viðtölum fyrir stórleikinn gegn Frakklandi í París á sunnudaginn. „Þetta sýnir smá hvað við erum barnalegir að halda við getum verið með Mixed Zone hérna með 8.000 sjónvarpsvélar á okkur. Við erum að reyna að gera okkar besta í að vera sýnilegir og svoleiðis. Auðvitað er þetta samt bilun,“ sagði Heimir Hallgrímsson léttur í lund(a) að vanda við Vísi á æfingunni í dag. „Við vitum það, að við erum að fara að spila við Frakka og það er stórt. Frakkar eru duglegir að fylgja sínu liði. Það eru þrjár til fjórar sjónvarpsstöðvar í gangi allan sólarhringinn með fréttir um EM þannig þetta er eðlilegt.“ Á blaðamannafundi þjálfaranna í gær sagði Lars Lagerbäck frá því að hópur leikmanna hefði mætt of seint í kvöldmat á þriðjudagskvöldið en Svíinn hafði engan húmor fyrir því að menn fylgdu ekki settum reglum. Aðspurður um þessi orð Lars í gær sagði Heimir við Vísi: „Ef þú ætlar að lesa allt sem er skrifað um íslenska landsliðið og hvern einasta leikmann myndi þér ekki duga dagurinn til þess,“ sagði Eyjamaðurinn. „Ef við ætlum að eyða öllum tímanum okkar eða öllum deginum í að að vera frægir þá erum við ekki að einbeita okkur að því sem skiptir máli. Nú er aðalatriðið að einbeita sér að Frakklandsleiknum. Það gerum við með því að ýta öllu öðru til hliðar.“ „Það er ástæðan fyrir því að við erum ekki allan daginn á blaðamannafundum eða í viðtölum. Fyrir utan þann tíma viljum við ekki vera í því. Ef við erum að gera eitthvað annað erum við ekki að einbeita okkur að því sem skiptir máli á þessum tímapunkti,“ sagði Heimir Hallgrímsosn.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34 Ragnar: Ekkert til í sögunum um Liverpool Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið einn allra besti leikmaður Íslands á EM í Frakklandi og vakið víða athygli fyrir frammistöðu sína. 30. júní 2016 09:21 Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Ungur varnarmaður upplifir væntanlega tvo af sínum stærstu draumum á næstu dögum. 30. júní 2016 07:30 Mörkin koma alls staðar að Tíu leikmenn hafa komið með beinum hætti að mörkunum sex sem Ísland hefur skorað á EM í Frakklandi með því að annað hvort að skora eða leggja upp. 30. júní 2016 06:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Enn bætist í fulltrúa erlendra fjölmiðla sem fylgja strákunum okkur eftir á Evrópumótinu í fótbolta en íslenska landsliðið hefur vakið heimsathygli fyrir að vinna England og komast í átta liða úrslit mótsins. Aragrúi af fjölmiðlamönnum hvaðanæva að úr heiminum var mættur á æfingu landsliðsins í Annecy í dag sem var síðasta opna æfingin með möguleika á viðtölum fyrir stórleikinn gegn Frakklandi í París á sunnudaginn. „Þetta sýnir smá hvað við erum barnalegir að halda við getum verið með Mixed Zone hérna með 8.000 sjónvarpsvélar á okkur. Við erum að reyna að gera okkar besta í að vera sýnilegir og svoleiðis. Auðvitað er þetta samt bilun,“ sagði Heimir Hallgrímsson léttur í lund(a) að vanda við Vísi á æfingunni í dag. „Við vitum það, að við erum að fara að spila við Frakka og það er stórt. Frakkar eru duglegir að fylgja sínu liði. Það eru þrjár til fjórar sjónvarpsstöðvar í gangi allan sólarhringinn með fréttir um EM þannig þetta er eðlilegt.“ Á blaðamannafundi þjálfaranna í gær sagði Lars Lagerbäck frá því að hópur leikmanna hefði mætt of seint í kvöldmat á þriðjudagskvöldið en Svíinn hafði engan húmor fyrir því að menn fylgdu ekki settum reglum. Aðspurður um þessi orð Lars í gær sagði Heimir við Vísi: „Ef þú ætlar að lesa allt sem er skrifað um íslenska landsliðið og hvern einasta leikmann myndi þér ekki duga dagurinn til þess,“ sagði Eyjamaðurinn. „Ef við ætlum að eyða öllum tímanum okkar eða öllum deginum í að að vera frægir þá erum við ekki að einbeita okkur að því sem skiptir máli. Nú er aðalatriðið að einbeita sér að Frakklandsleiknum. Það gerum við með því að ýta öllu öðru til hliðar.“ „Það er ástæðan fyrir því að við erum ekki allan daginn á blaðamannafundum eða í viðtölum. Fyrir utan þann tíma viljum við ekki vera í því. Ef við erum að gera eitthvað annað erum við ekki að einbeita okkur að því sem skiptir máli á þessum tímapunkti,“ sagði Heimir Hallgrímsosn.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34 Ragnar: Ekkert til í sögunum um Liverpool Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið einn allra besti leikmaður Íslands á EM í Frakklandi og vakið víða athygli fyrir frammistöðu sína. 30. júní 2016 09:21 Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Ungur varnarmaður upplifir væntanlega tvo af sínum stærstu draumum á næstu dögum. 30. júní 2016 07:30 Mörkin koma alls staðar að Tíu leikmenn hafa komið með beinum hætti að mörkunum sex sem Ísland hefur skorað á EM í Frakklandi með því að annað hvort að skora eða leggja upp. 30. júní 2016 06:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44
EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34
Ragnar: Ekkert til í sögunum um Liverpool Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið einn allra besti leikmaður Íslands á EM í Frakklandi og vakið víða athygli fyrir frammistöðu sína. 30. júní 2016 09:21
Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Ungur varnarmaður upplifir væntanlega tvo af sínum stærstu draumum á næstu dögum. 30. júní 2016 07:30
Mörkin koma alls staðar að Tíu leikmenn hafa komið með beinum hætti að mörkunum sex sem Ísland hefur skorað á EM í Frakklandi með því að annað hvort að skora eða leggja upp. 30. júní 2016 06:00