Eiður: Ég er bara mannlegur Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júlí 2016 23:17 Eiður Smári spilaði síðustu tíu. vísir/vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í tapinu gegn Frakklandi í kvöld en hann þurfti að sætta sig við að sitja á bekknum allan tímann í sigrunum gegn Austurríki og Englandi. Eiður Smári gaf sér smá tíma til að ræða við íslenska fjölmiðla eftir leikinn en bað þá sérstaklega um að spyrja sig ekki hvort hann sé hættur. Vonandi þýðir það að hann sé ekki hættur. Aðspurður um tilfinninguna í brjósti leikmanna inn í klefa eftir leik sagði Eiður: „Ég held að það hafi verið mikið svekkelsi. Það sem stendur upp úr hjá mér er bara stolt eftir það sem við gerðum.“ „Það hefði verið verra að hefðum við fallið út á síðustu mínútu eða í vítaspyrnukeppni eða eitthvað svoleiðis.“ Franska liðið var 4-0 yfir í fyrri hálfleik og yfirspilaði okkar stráka sem gerðu mikið af mistökum sem þeir eru ekki þekktir fyrir að gera. „Því miður áttum við ekki séns í þessum leik. Við spiluðum ekki nógu vel. Það var ekki nógu mikil orka í okkur og við gáfum því miður of mikið af svæði. Okkur var bara refsað,“ sagði Eiður Smári. Eins og gegn Ungverjalandi ætlaði allt um koll að keyra í stúkunni þegar Eiður Smári kom inn á. Þessi þrautreyndi og markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi viðurkenndi að þetta yljar honum um hjartarætur. „Auðvitað. Ég er bara mannlegur eins og allir aðrir. Þetta var æðislegt. Það er samt svo erfitt þegar maður er að koma inn á og einbeita sér að því að hugsa um það sem er að gerast upp í stúku. En auðvitað fann ég fyrir þessu. Þetta var frábært," sagði Eiður sem þakkaði svo stuðninginn eftir leik ásamt hinum strákunum í liðinu. „Það hefði verið asnalegt að gera það ekki. Þetta er besti stuðningur sem ég hef upplifað hjá íslensku landsliðinu og ég held að við getum verið ótrúlega stolt af því hvernig stuðningurinn hefur verið, hvernig fólk hefur hagað sér og hvernig það hefur mætt á völlinn. Orkan sem við höfum fundið frá fólkinu öllu bæði hér og heima hefur verið mögnuð,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Fyrsta sinn á ævinni stoltur eftir að hafa skíttapað Ragnar Sigurðsson sagði að franska liðið hafi einfaldlega tekið það íslenska í bakaríið í fyrri hálfleik í kvöld. 3. júlí 2016 23:00 Ari Freyr: Englandsleikurinn hápunktur Ari Freyr Skúlason segir að hann muni minnast þess til æviloka að hafa spilað með Íslandi í fyrsta skipti á EM. 3. júlí 2016 22:43 Kári: Að fá á sig fimm mörk er eitthvað sem ég get ekki brosað yfir núna Kári Árnason var niðurlútur í leikslok þegar hann talaði við fjölmiðla skömmu eftir að Ísland datt út á EM í Frakklandi gegn gestgjöfunum. 3. júlí 2016 23:00 Jón Daði: Búið að vera þvílíkt ferðalag Jón Daði Böðvarsson lék fyrri hálfleikinn þegar Ísland féll úr leik fyrir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM 2016 í Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 22:51 Geggjuð ljósasýning og veisla við Eiffel-turninn eftir sigur Frakka Tugir þúsunda fögnuðu á stuðningsmannasvæðinu eftir leikinn í kvöld. 3. júlí 2016 22:27 Elmar: Ekki séð Íslendinga svona jákvæða í mörg ár Theódór Elmar Bjarnason sagði menn vera svekktir inn í klefa, en menn gætu gengið stoltir frá borði eftir frábæra frammistöðu Íslands á EM. 3. júlí 2016 22:20 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í tapinu gegn Frakklandi í kvöld en hann þurfti að sætta sig við að sitja á bekknum allan tímann í sigrunum gegn Austurríki og Englandi. Eiður Smári gaf sér smá tíma til að ræða við íslenska fjölmiðla eftir leikinn en bað þá sérstaklega um að spyrja sig ekki hvort hann sé hættur. Vonandi þýðir það að hann sé ekki hættur. Aðspurður um tilfinninguna í brjósti leikmanna inn í klefa eftir leik sagði Eiður: „Ég held að það hafi verið mikið svekkelsi. Það sem stendur upp úr hjá mér er bara stolt eftir það sem við gerðum.“ „Það hefði verið verra að hefðum við fallið út á síðustu mínútu eða í vítaspyrnukeppni eða eitthvað svoleiðis.“ Franska liðið var 4-0 yfir í fyrri hálfleik og yfirspilaði okkar stráka sem gerðu mikið af mistökum sem þeir eru ekki þekktir fyrir að gera. „Því miður áttum við ekki séns í þessum leik. Við spiluðum ekki nógu vel. Það var ekki nógu mikil orka í okkur og við gáfum því miður of mikið af svæði. Okkur var bara refsað,“ sagði Eiður Smári. Eins og gegn Ungverjalandi ætlaði allt um koll að keyra í stúkunni þegar Eiður Smári kom inn á. Þessi þrautreyndi og markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi viðurkenndi að þetta yljar honum um hjartarætur. „Auðvitað. Ég er bara mannlegur eins og allir aðrir. Þetta var æðislegt. Það er samt svo erfitt þegar maður er að koma inn á og einbeita sér að því að hugsa um það sem er að gerast upp í stúku. En auðvitað fann ég fyrir þessu. Þetta var frábært," sagði Eiður sem þakkaði svo stuðninginn eftir leik ásamt hinum strákunum í liðinu. „Það hefði verið asnalegt að gera það ekki. Þetta er besti stuðningur sem ég hef upplifað hjá íslensku landsliðinu og ég held að við getum verið ótrúlega stolt af því hvernig stuðningurinn hefur verið, hvernig fólk hefur hagað sér og hvernig það hefur mætt á völlinn. Orkan sem við höfum fundið frá fólkinu öllu bæði hér og heima hefur verið mögnuð,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Fyrsta sinn á ævinni stoltur eftir að hafa skíttapað Ragnar Sigurðsson sagði að franska liðið hafi einfaldlega tekið það íslenska í bakaríið í fyrri hálfleik í kvöld. 3. júlí 2016 23:00 Ari Freyr: Englandsleikurinn hápunktur Ari Freyr Skúlason segir að hann muni minnast þess til æviloka að hafa spilað með Íslandi í fyrsta skipti á EM. 3. júlí 2016 22:43 Kári: Að fá á sig fimm mörk er eitthvað sem ég get ekki brosað yfir núna Kári Árnason var niðurlútur í leikslok þegar hann talaði við fjölmiðla skömmu eftir að Ísland datt út á EM í Frakklandi gegn gestgjöfunum. 3. júlí 2016 23:00 Jón Daði: Búið að vera þvílíkt ferðalag Jón Daði Böðvarsson lék fyrri hálfleikinn þegar Ísland féll úr leik fyrir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM 2016 í Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 22:51 Geggjuð ljósasýning og veisla við Eiffel-turninn eftir sigur Frakka Tugir þúsunda fögnuðu á stuðningsmannasvæðinu eftir leikinn í kvöld. 3. júlí 2016 22:27 Elmar: Ekki séð Íslendinga svona jákvæða í mörg ár Theódór Elmar Bjarnason sagði menn vera svekktir inn í klefa, en menn gætu gengið stoltir frá borði eftir frábæra frammistöðu Íslands á EM. 3. júlí 2016 22:20 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Sjá meira
Ragnar: Fyrsta sinn á ævinni stoltur eftir að hafa skíttapað Ragnar Sigurðsson sagði að franska liðið hafi einfaldlega tekið það íslenska í bakaríið í fyrri hálfleik í kvöld. 3. júlí 2016 23:00
Ari Freyr: Englandsleikurinn hápunktur Ari Freyr Skúlason segir að hann muni minnast þess til æviloka að hafa spilað með Íslandi í fyrsta skipti á EM. 3. júlí 2016 22:43
Kári: Að fá á sig fimm mörk er eitthvað sem ég get ekki brosað yfir núna Kári Árnason var niðurlútur í leikslok þegar hann talaði við fjölmiðla skömmu eftir að Ísland datt út á EM í Frakklandi gegn gestgjöfunum. 3. júlí 2016 23:00
Jón Daði: Búið að vera þvílíkt ferðalag Jón Daði Böðvarsson lék fyrri hálfleikinn þegar Ísland féll úr leik fyrir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM 2016 í Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 22:51
Geggjuð ljósasýning og veisla við Eiffel-turninn eftir sigur Frakka Tugir þúsunda fögnuðu á stuðningsmannasvæðinu eftir leikinn í kvöld. 3. júlí 2016 22:27
Elmar: Ekki séð Íslendinga svona jákvæða í mörg ár Theódór Elmar Bjarnason sagði menn vera svekktir inn í klefa, en menn gætu gengið stoltir frá borði eftir frábæra frammistöðu Íslands á EM. 3. júlí 2016 22:20