Íslendingapartýið í París í dag hefst klukkan 18 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2016 13:30 Oft er talað um París sem borg ástarinnar og hver veit hvað gerist í Íslendingapartýi Tólfunnar í kvöld eða á morgun. Vísir/Vilhelm Tólfan hefur boðið til samsætis íslenskra stuðningsmanna á írsku kránni O’Sullivans við hliðina á Moulin Rouge í París í dag. Veislan hefst klukkan 18 og verður meðal annars boðið upp á tónlistaratriði. Arnar Friðriksson, betur þekktur sem Dvergurinn, mun munda gítarinn og þá mun rapparinn Blaz Roca stíga á svið og trylla lýðinn. O’Sullivans er mjög stór bar og leynir á sér miðað við fyrstu sýn. Inn af innganginum er nokkuð langur gangur inn í stærra rými þar sem sviðið er að finna. Íslendingar skemmtu sér konunglega á þessum slóðum fyrir og eftir 2-1 sigurinn gegn Austurríki og má reikna með góðri stemningu. Formlegri dagskrá lýkur klukkan 01 að staðartíma og minnir Tólfan á að fara ekki yfir strikið daginn fyrir leikinn, svo allir verði í góðu ástandi á morgun. Tólfan mun svo hittast á sama stað á morgun á þriðja tímanum og hita upp fyrir leikinn gegn Frökkum. Haldið verður á leikvanginn frá O’Sullivans um klukkan 18 með neðanjarðarlest. Reiknað er með því að það verði skýjað og í kringum 18 stiga hiti í París í dag, ágætt íslenskt sumarveður þar sem enginn þarf að hafa áhyggjur af sólsting eða bruna. Nokkrir forsprakkar Tólfunnar mættu til Parísar í gærkvöldi og voru vel stemmdir þegar blaðamaður hitti á þá. Tilkynningu Tólfunnar fyrir helgina í heild sinni má sjá hér að neðan.Næsti kafli í þessu mikla ævintýri okkar Íslendinga er við það að hefjast. Tólfan þakkar þjóðinni og öllum velunnurum þann mikla samhug sem okkur hefur verið sýndur. Það er mikill heiður fyrir okkur að eiga þátt í þessari gríðarlegu stemningu og jákvæðni sem íslenska þjóðin hefur sýnt umheiminum. Við megum öll vera stolt af okkur sem þjóð.Í krafti þessa meðbyrs mun Tólfan efna til einstakrar veislu í París um helgina. Nú þegar Epli, Eimskip og Björn Steinbekk hafa tryggt nokkrum meðlimum miða á leikinn mun Tólfan, í samstarfi við auglýsingastofuna 23, netmidi.is, Wow Air, Eskimo Travels og Carlsberg standa fyrir þéttri dagskrá.Á laugardag verður sannkallað Íslendingapartý á O´Sullivans by the Mill í Moulin Rouge. Dagskráin hefst um kl 18. Arnar Friðriksson, aka Dvergurinn, einn af trommurum Tólfunnar mun munda gítarinn og byrja partýið. Enginn annar en meistari Blaz Roca mun síðan stíga á svið og trylla lýðinn í gang. Dj Ghozt mun svo stýra stemningunni eitthvað fram á nótt. Við viljum þó taka fram að sunnudagur er leikdagur og því hvetjum við fólk til að huga að því og mæta fersk í baráttuna. Formlegri dagskrá mun því ljúka um kl 01:00.Á sunnudaginn munum við hittast á O´Sullivans upp úr kl. 14:00. Við endurtökum leikinn frá því fyrir leikinn gegn Austurríki og myndum blátt haf stuðningsmanna eftir endilangri götunni. Þarna þéttum við okkur saman og komum okkur í réttan gír fyrir leikinn gegn Frökkum. Við munum sannarlega gera allt sem í okkar valdi stendur til að það fari ekki framhjá nokkrum manni að stuðningsmenn íslenska landsliðsins séu mættir í ham á völlinn.Við höldum svo á Stade de France kl. 18. Látum strákana finna fyrir nærveru okkur vel fyrir leik og sýnum þeim okkar eldheita stuðning sem þeir eiga svo sannarlega skilið.Fjölmargir aðrir velunnarar hafa gert okkur kleift að þessi veisla geti farið fram og færum við þeim bestu þakkir fyrir.Mætum blá, með jákvæðni og góða skapið að vopni því það er okkar öflugasta tól. Höldum áfram að vera þjóðinni til sóma og berum virðingu fyrir leiknum, mótherjum og stuðningsmönnum andstæðingana.Áfram Ísland!!! Tólfan Kemur!!! EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Sjá meira
Tólfan hefur boðið til samsætis íslenskra stuðningsmanna á írsku kránni O’Sullivans við hliðina á Moulin Rouge í París í dag. Veislan hefst klukkan 18 og verður meðal annars boðið upp á tónlistaratriði. Arnar Friðriksson, betur þekktur sem Dvergurinn, mun munda gítarinn og þá mun rapparinn Blaz Roca stíga á svið og trylla lýðinn. O’Sullivans er mjög stór bar og leynir á sér miðað við fyrstu sýn. Inn af innganginum er nokkuð langur gangur inn í stærra rými þar sem sviðið er að finna. Íslendingar skemmtu sér konunglega á þessum slóðum fyrir og eftir 2-1 sigurinn gegn Austurríki og má reikna með góðri stemningu. Formlegri dagskrá lýkur klukkan 01 að staðartíma og minnir Tólfan á að fara ekki yfir strikið daginn fyrir leikinn, svo allir verði í góðu ástandi á morgun. Tólfan mun svo hittast á sama stað á morgun á þriðja tímanum og hita upp fyrir leikinn gegn Frökkum. Haldið verður á leikvanginn frá O’Sullivans um klukkan 18 með neðanjarðarlest. Reiknað er með því að það verði skýjað og í kringum 18 stiga hiti í París í dag, ágætt íslenskt sumarveður þar sem enginn þarf að hafa áhyggjur af sólsting eða bruna. Nokkrir forsprakkar Tólfunnar mættu til Parísar í gærkvöldi og voru vel stemmdir þegar blaðamaður hitti á þá. Tilkynningu Tólfunnar fyrir helgina í heild sinni má sjá hér að neðan.Næsti kafli í þessu mikla ævintýri okkar Íslendinga er við það að hefjast. Tólfan þakkar þjóðinni og öllum velunnurum þann mikla samhug sem okkur hefur verið sýndur. Það er mikill heiður fyrir okkur að eiga þátt í þessari gríðarlegu stemningu og jákvæðni sem íslenska þjóðin hefur sýnt umheiminum. Við megum öll vera stolt af okkur sem þjóð.Í krafti þessa meðbyrs mun Tólfan efna til einstakrar veislu í París um helgina. Nú þegar Epli, Eimskip og Björn Steinbekk hafa tryggt nokkrum meðlimum miða á leikinn mun Tólfan, í samstarfi við auglýsingastofuna 23, netmidi.is, Wow Air, Eskimo Travels og Carlsberg standa fyrir þéttri dagskrá.Á laugardag verður sannkallað Íslendingapartý á O´Sullivans by the Mill í Moulin Rouge. Dagskráin hefst um kl 18. Arnar Friðriksson, aka Dvergurinn, einn af trommurum Tólfunnar mun munda gítarinn og byrja partýið. Enginn annar en meistari Blaz Roca mun síðan stíga á svið og trylla lýðinn í gang. Dj Ghozt mun svo stýra stemningunni eitthvað fram á nótt. Við viljum þó taka fram að sunnudagur er leikdagur og því hvetjum við fólk til að huga að því og mæta fersk í baráttuna. Formlegri dagskrá mun því ljúka um kl 01:00.Á sunnudaginn munum við hittast á O´Sullivans upp úr kl. 14:00. Við endurtökum leikinn frá því fyrir leikinn gegn Austurríki og myndum blátt haf stuðningsmanna eftir endilangri götunni. Þarna þéttum við okkur saman og komum okkur í réttan gír fyrir leikinn gegn Frökkum. Við munum sannarlega gera allt sem í okkar valdi stendur til að það fari ekki framhjá nokkrum manni að stuðningsmenn íslenska landsliðsins séu mættir í ham á völlinn.Við höldum svo á Stade de France kl. 18. Látum strákana finna fyrir nærveru okkur vel fyrir leik og sýnum þeim okkar eldheita stuðning sem þeir eiga svo sannarlega skilið.Fjölmargir aðrir velunnarar hafa gert okkur kleift að þessi veisla geti farið fram og færum við þeim bestu þakkir fyrir.Mætum blá, með jákvæðni og góða skapið að vopni því það er okkar öflugasta tól. Höldum áfram að vera þjóðinni til sóma og berum virðingu fyrir leiknum, mótherjum og stuðningsmönnum andstæðingana.Áfram Ísland!!! Tólfan Kemur!!!
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Sjá meira