Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2016 09:25 Leikurinn á Laugardalsvelli 1998 er mörgum í fersku minni. Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, var spurður út í heimsókn Frakka til Íslands haustið 1998 þegar þáverandi heimsmeistarar gerðu 1-1 jafntefli gegn okkar mönnum. Athygli vakti fyrir leik að leikmenn Frakka fóru margir hverjir að hlæja þegar Jóhann Friðgeir Valdimarsson söng þjóðsöng Frakka. „Ég man mjög vel eftir þessu,“ sagði Descamps. „Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með,“ bætti þjálfarinn við. Flutningur Jóhanns Friðgeirs á þjóðsöngnum var fyrir tveimur árum valinn sá versti af franska íþróttablaðinu L'Équipe. Jóhann Friðgeir var spurður út í flutninginn í viðtali á Vísi og sagðist vita vel hvers vegna þeir hefðu verið að hlæja. Þeir hefðu hegðað sér eins og kjánar. „Ég veit alveg af hverju þeir eru að hlæja, en ég get ekki sagt það.“Sjá einnig:Flutningur franska þjóðsöngsins í Laugardal sá versti„Leikurinn kom okkur aftur niður á jörðina því við svifum á bleiku skýi eftir heimsmeistarakeppnin,“ sagði Deschamps sem var fyrirliði Frakka bæði á HM 1998 og aftur á EM í Belgíu og Hollandi 2000 þar sem Frakkar unnu aftur.„Við náðum samt jafntefli en þessi leikur heyrir fortíðinni til. Við berum mikla virðingu fyrir því sem Ísland hefur gert og er að gera.“Þá bætti Deschamps við að hafa yrði í huga að íslenskir leikmenn væru ekki bara einhver lítil númer. Ísland væri með atvinnumenn í ensku úrvalsdeildinni og liðið hefði ekki náð þessum árangri fyrir tilviljun. Ísland hafi verðskuldað sigur sinn gegn Englandi. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jón Daði varð fyrir stríðni og einelti en fótboltinn bjargaði honum Móðir Selfyssingsins segir frá syninum sem hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar á EM í Frakklandi. 2. júlí 2016 08:15 EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. 2. júlí 2016 06:00 Þetta sögðu Lloris og Dechamps á blaðamannafundi franska liðsins Hugo Lloris, markvörður og fyrirliði Frakklands, og Didier Dechamps, landsliðsþjálfari, svöruðu spurningum blaðamanna fyrir leikinn gegn Íslandi annað kvöld. 2. júlí 2016 09:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, var spurður út í heimsókn Frakka til Íslands haustið 1998 þegar þáverandi heimsmeistarar gerðu 1-1 jafntefli gegn okkar mönnum. Athygli vakti fyrir leik að leikmenn Frakka fóru margir hverjir að hlæja þegar Jóhann Friðgeir Valdimarsson söng þjóðsöng Frakka. „Ég man mjög vel eftir þessu,“ sagði Descamps. „Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með,“ bætti þjálfarinn við. Flutningur Jóhanns Friðgeirs á þjóðsöngnum var fyrir tveimur árum valinn sá versti af franska íþróttablaðinu L'Équipe. Jóhann Friðgeir var spurður út í flutninginn í viðtali á Vísi og sagðist vita vel hvers vegna þeir hefðu verið að hlæja. Þeir hefðu hegðað sér eins og kjánar. „Ég veit alveg af hverju þeir eru að hlæja, en ég get ekki sagt það.“Sjá einnig:Flutningur franska þjóðsöngsins í Laugardal sá versti„Leikurinn kom okkur aftur niður á jörðina því við svifum á bleiku skýi eftir heimsmeistarakeppnin,“ sagði Deschamps sem var fyrirliði Frakka bæði á HM 1998 og aftur á EM í Belgíu og Hollandi 2000 þar sem Frakkar unnu aftur.„Við náðum samt jafntefli en þessi leikur heyrir fortíðinni til. Við berum mikla virðingu fyrir því sem Ísland hefur gert og er að gera.“Þá bætti Deschamps við að hafa yrði í huga að íslenskir leikmenn væru ekki bara einhver lítil númer. Ísland væri með atvinnumenn í ensku úrvalsdeildinni og liðið hefði ekki náð þessum árangri fyrir tilviljun. Ísland hafi verðskuldað sigur sinn gegn Englandi.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jón Daði varð fyrir stríðni og einelti en fótboltinn bjargaði honum Móðir Selfyssingsins segir frá syninum sem hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar á EM í Frakklandi. 2. júlí 2016 08:15 EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. 2. júlí 2016 06:00 Þetta sögðu Lloris og Dechamps á blaðamannafundi franska liðsins Hugo Lloris, markvörður og fyrirliði Frakklands, og Didier Dechamps, landsliðsþjálfari, svöruðu spurningum blaðamanna fyrir leikinn gegn Íslandi annað kvöld. 2. júlí 2016 09:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Jón Daði varð fyrir stríðni og einelti en fótboltinn bjargaði honum Móðir Selfyssingsins segir frá syninum sem hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar á EM í Frakklandi. 2. júlí 2016 08:15
EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. 2. júlí 2016 06:00
Þetta sögðu Lloris og Dechamps á blaðamannafundi franska liðsins Hugo Lloris, markvörður og fyrirliði Frakklands, og Didier Dechamps, landsliðsþjálfari, svöruðu spurningum blaðamanna fyrir leikinn gegn Íslandi annað kvöld. 2. júlí 2016 09:30