Arnar: Kannski fengið spjald ef hann hefði ekki verið með gult Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júlí 2016 21:45 Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks vísir/anton Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks var afar svekktur eftir tapið gegn ÍA á heimavelli í kvöld. Blikar hefðu getað blandað sér í toppbaráttuna með sigri en sitja í 5.sæti deildarinnar eftir tapið gegn Skagamönnum. „Ég er fyrst og fremst ósáttur með að hafa tapað hér í kvöld. Við vissum að þeir væru sterkir í föstum leikatriðum og að gefa ódýrar aukaspyrnur var eitthvað sem við ætluðum ekki að gera. Það gerist strax í upphafi og þeir skora úr föstu leikatriði. Þetta er blóðugt að tapa hér í kvöld, við hefðum getað komið okkur í góða stöðu í deildinni,“ sagði Arnar í samtali við Vísi að leik loknum. Blikar voru töluvert meira með boltann í leiknum en vantaði að skapa dauðafæri gegn sterkri Skagavörn. „Það vantaði upp á skynsemi og ákvarðanatökuna á síðasta þriðjungnum. Þessi tækifæri sem við fáum, menn þurfa að vera meira „cool“ í færunum. Þetta er það sem hefur kostað okkur hingað til, að nýta ekki færin, og svo er það nýtt að við erum að gefa svolítið ódýr mörk. Þetta mark var af ódýrari gerðinni, en ég tek það ekki af Garðari að þetta var fallegt mark og góður skalli,“ bætti Arnar við. Blikar kvörtuðu töluvert í fyrri hálfleik þegar Arnar Már Guðjónsson braut af sér skömmu eftir að hafa fengið gult spjald. Vildu þeir sjá annað gult og þar með rautt. „Það er nú oft þannig að þegar menn eru komnir á gult að þá eru dómararnir ekki að taka það upp aftur nema það sé alveg klárt. Hann fór í hann en hvort hann hefði átt að fá annað gult, það veit ég ekki. Kannski hefði hann spjaldað ef hann hefði ekki verið kominn með gult,“ sagði Arnar Grétarsson. Blikar hafa ekki unnið leik síðan 15.júní og hafa í millitíðinni fallið úr leik bæði í Evrópu- og bikarkeppni. Arnar óttaðist ekki að þetta væri byrjað að leggjast á sálina á hans leikmönnum. „Ég vona að svo sé ekki. Það er allavega ekki farið að gera það hjá mér. Það er tæp vika í næsta leik og menn þurfa heldur betur að hypja upp um sig buxurnar. Það verður hörkuleikur gegn Fjölni og þeir vilja eflaust koma til baka eftir tapið í kvöld. En við verðum bara að gjöra svo vel að fara að halda hreinu og setja nokkur mörk,“ sagði Arnar. Framherjinn knái Árni Vilhjálmsson verður gjaldgengur með Blikum í næsta leik en hann er kominn á lán til félagsins frá norska liðinu Lilleström. Arnar sagði það kærkomið að fá hann inn í hópinn. „Þú getur ímyndað þér það. Á meðan við erum ekki að nýta færin og ekki að skora þá er öll hjálp velkomin,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks var afar svekktur eftir tapið gegn ÍA á heimavelli í kvöld. Blikar hefðu getað blandað sér í toppbaráttuna með sigri en sitja í 5.sæti deildarinnar eftir tapið gegn Skagamönnum. „Ég er fyrst og fremst ósáttur með að hafa tapað hér í kvöld. Við vissum að þeir væru sterkir í föstum leikatriðum og að gefa ódýrar aukaspyrnur var eitthvað sem við ætluðum ekki að gera. Það gerist strax í upphafi og þeir skora úr föstu leikatriði. Þetta er blóðugt að tapa hér í kvöld, við hefðum getað komið okkur í góða stöðu í deildinni,“ sagði Arnar í samtali við Vísi að leik loknum. Blikar voru töluvert meira með boltann í leiknum en vantaði að skapa dauðafæri gegn sterkri Skagavörn. „Það vantaði upp á skynsemi og ákvarðanatökuna á síðasta þriðjungnum. Þessi tækifæri sem við fáum, menn þurfa að vera meira „cool“ í færunum. Þetta er það sem hefur kostað okkur hingað til, að nýta ekki færin, og svo er það nýtt að við erum að gefa svolítið ódýr mörk. Þetta mark var af ódýrari gerðinni, en ég tek það ekki af Garðari að þetta var fallegt mark og góður skalli,“ bætti Arnar við. Blikar kvörtuðu töluvert í fyrri hálfleik þegar Arnar Már Guðjónsson braut af sér skömmu eftir að hafa fengið gult spjald. Vildu þeir sjá annað gult og þar með rautt. „Það er nú oft þannig að þegar menn eru komnir á gult að þá eru dómararnir ekki að taka það upp aftur nema það sé alveg klárt. Hann fór í hann en hvort hann hefði átt að fá annað gult, það veit ég ekki. Kannski hefði hann spjaldað ef hann hefði ekki verið kominn með gult,“ sagði Arnar Grétarsson. Blikar hafa ekki unnið leik síðan 15.júní og hafa í millitíðinni fallið úr leik bæði í Evrópu- og bikarkeppni. Arnar óttaðist ekki að þetta væri byrjað að leggjast á sálina á hans leikmönnum. „Ég vona að svo sé ekki. Það er allavega ekki farið að gera það hjá mér. Það er tæp vika í næsta leik og menn þurfa heldur betur að hypja upp um sig buxurnar. Það verður hörkuleikur gegn Fjölni og þeir vilja eflaust koma til baka eftir tapið í kvöld. En við verðum bara að gjöra svo vel að fara að halda hreinu og setja nokkur mörk,“ sagði Arnar. Framherjinn knái Árni Vilhjálmsson verður gjaldgengur með Blikum í næsta leik en hann er kominn á lán til félagsins frá norska liðinu Lilleström. Arnar sagði það kærkomið að fá hann inn í hópinn. „Þú getur ímyndað þér það. Á meðan við erum ekki að nýta færin og ekki að skora þá er öll hjálp velkomin,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn