Varnarvísitala lágtekjufólks Ögmundur Jónasson skrifar 25. júlí 2016 07:00 Tillaga: Samið verði um vísitölubundið launabil. Fjármálaráðuneytið eða stofnanir sem undir það heyra semji á þann veg í kjarasamningum að lægstu föstu launagreiðslur verði aldrei lægri en þriðjungur af hæstu föstu launagreiðslum. Krafan um hækkun lægstu launa er virðingarverð og ber að styðja af alefli. Viðleitni okkar á hins vegar ekki einvörðungu að snúa að lægstu töxtum heldur að því að gera launakerfið í heild sinni réttlátara með því að tryggja að lægstu laun fylgi að lágmarki þróun hæstu launa. Ákjósanlegast væri að launabilið yrði talsvert minna en nemur þreföldum mun en með þessari launastefnu yrði engu að síður dregið úr kjaramisréttinu. Í stað þess að beðið sé eftir því að gengið hafi verið frá samningum láglaunamannsins svo smyrja megi á kjör hátekjufólksins, þá yrði nú byggð inn í kerfið eins konar varnarvísitala fyrir lægstu launin. Annar kostur og betri væri að ákveða fyrst kjör hinn hæstu og ganga að því búnu frá almennum kjarasamningum. Ella kæmi til kasta varnarvísitölunnar. Þegar vísað er til fastra greiðslna er ekki einvörðungu átt við sjálfan launataxtann heldur einnig aðrar fastar greiðslur, þ.e. hvers kyns álag og fríðindi sem flokka má til ávinnings. Sveitarfélögin verði hvött til þess að fylgja einnig þessari stefnu. Enda þótt launabilið hjá hinu opinbera sé óásættanlega mikið, þá er ranglætið hjóm eitt miðað við almenna markaðinn þar sem sjálftökumenn skammta sér í mánaðartekjur jafnvel margföld árslaun verkafólks. Með löggjöf verður þetta ekki lagað en fordæmi almannaþjónustunnar gæti orðið siðferðilegur vegvísir. Þá má ætla að samningamenn reyndu að koma ákvæðum um varnarvísitölu lágtekjufólks inn í kjarasamninga á almenna markaðnum. Viðmiðið gæti verið meðaltalslaun stjórnar Samtaka atvinnulífsins. Án öryggistappa af þessu tagi yrði víðtækt handjárnað samflot á launamarkaði alltaf á forsendum hátekjufólksins. Enda mikill ákafi þar á bæ að koma slíku fyrirkomulagi á. Síðan kæmu hátekjuskattar til sögunnar til að draga úr grófasta misréttinu sem út af stæði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Tillaga: Samið verði um vísitölubundið launabil. Fjármálaráðuneytið eða stofnanir sem undir það heyra semji á þann veg í kjarasamningum að lægstu föstu launagreiðslur verði aldrei lægri en þriðjungur af hæstu föstu launagreiðslum. Krafan um hækkun lægstu launa er virðingarverð og ber að styðja af alefli. Viðleitni okkar á hins vegar ekki einvörðungu að snúa að lægstu töxtum heldur að því að gera launakerfið í heild sinni réttlátara með því að tryggja að lægstu laun fylgi að lágmarki þróun hæstu launa. Ákjósanlegast væri að launabilið yrði talsvert minna en nemur þreföldum mun en með þessari launastefnu yrði engu að síður dregið úr kjaramisréttinu. Í stað þess að beðið sé eftir því að gengið hafi verið frá samningum láglaunamannsins svo smyrja megi á kjör hátekjufólksins, þá yrði nú byggð inn í kerfið eins konar varnarvísitala fyrir lægstu launin. Annar kostur og betri væri að ákveða fyrst kjör hinn hæstu og ganga að því búnu frá almennum kjarasamningum. Ella kæmi til kasta varnarvísitölunnar. Þegar vísað er til fastra greiðslna er ekki einvörðungu átt við sjálfan launataxtann heldur einnig aðrar fastar greiðslur, þ.e. hvers kyns álag og fríðindi sem flokka má til ávinnings. Sveitarfélögin verði hvött til þess að fylgja einnig þessari stefnu. Enda þótt launabilið hjá hinu opinbera sé óásættanlega mikið, þá er ranglætið hjóm eitt miðað við almenna markaðinn þar sem sjálftökumenn skammta sér í mánaðartekjur jafnvel margföld árslaun verkafólks. Með löggjöf verður þetta ekki lagað en fordæmi almannaþjónustunnar gæti orðið siðferðilegur vegvísir. Þá má ætla að samningamenn reyndu að koma ákvæðum um varnarvísitölu lágtekjufólks inn í kjarasamninga á almenna markaðnum. Viðmiðið gæti verið meðaltalslaun stjórnar Samtaka atvinnulífsins. Án öryggistappa af þessu tagi yrði víðtækt handjárnað samflot á launamarkaði alltaf á forsendum hátekjufólksins. Enda mikill ákafi þar á bæ að koma slíku fyrirkomulagi á. Síðan kæmu hátekjuskattar til sögunnar til að draga úr grófasta misréttinu sem út af stæði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar