Hrafnhildur Lúthersdóttir mun í kvöld synda til úrslita í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó.
Þetta er aðeins í annað skiptið í sögu Ólympíuleikanna sem Íslendingur syndir til úrslita í sundkeppni leikanna.
Það gerðist síðast 21. september 2000 þegar Örn Arnarson keppti til úrslita í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Sydney. Síðan eru liðin fimmtán ár, tíu mánuðir og átján dagar eða samanlagt 5800 dagar.
Örn Arnarson stóð sig mjög vel í úrslitasundinu og endaði þar í fjórða sæti en hann var reyndar meira en sekúndu frá bronsverðlaunum.
Örn Arnarson hafði sett Íslandsmet í undanúrslitasundinu en hann var þá með fjórða besta tímann. Örn synti á 1:58.99 í undanúrslitunum en 1:59.00 í úrslitunum.
Bandaríkjamennirnir Lenny Krayzelburg og Lenny Krayzelburg unnu gull og silfur en Ástralinn Matt Welsh tók bronsið.Örn var aðeins einu sekúndubroti á undan Ítalanum Emanuele Merisi sem var fimmti.
Örn Arnarson hafði áður komist í undanúrslit í 200 metra skriðsundi á leikunum í Sydney þar sem hann endaði í fimmtánda sæti.
Örn Arnarson keppti líka í Aþenu 2004 og í Peking 2008 en komst ekki í gegnum undanrásir í þeim greinum sem hann keppti í þá.
Hrafnhildur Lúthersdóttir og Örn Arnarson komu bæði í gegn starfið hjá SH í Hafnarfirðingar og SH-ingar geta verið stoltir af þeirri staðreynd.
