Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2016 18:09 Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. Vísir/GVA Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist búa yfir mikilli reynslu og verkviti sem skipti sköpum á Alþingi og við stjórn landsins. Hann er óhræddur við að bjóða sig fram og finnur fyrir eftirspurn eftir sínum kröftum. Árni var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag og var þar spurður af því af hverju hann hygði á þingframboð en Árni tilkynnti í dag að hann myndi sækjast eftir einhverju af þremur efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir væntanlegar þingkosningar. „Ég vil ekki hopa og gefast upp. Þegar hallar á hef ég yndi af því að taka þátt í að rétta af hluti ef það er hægt. Ég hef dúndrandi reynslu og af reynslu lærir maður verkvit. Það er það sem skiptir máli á Alþingi og við stjórnun landsins. Það er reynsla og verkvit,“ segir Árni.Sjá einnig:Árni Johnsen vill aftur á þingÁrni er gagnrýninn á á núsitjandi þingmenn Djálfstæðisflokksins í kjördæminu og segir þá hafa gert aðför að sér í síðasta prófkjöri sem Árni tók þátt í og það hafi tekist. Það spili nú inn í ákvörðun Árna um að bjóða sig fram að nýju. „Hluti af þessu er að í síðasta prófkjöri var gerð aðför að mér, þrengt að mér og það heppnaðist. Ég, keppnismaður í íþróttum, þoli það illa í sjálfu sér þó ég eigi að vera umburðarlyndur. Ég vil reyna að ná vopnum mínum og leggja mína vigt á vogina og taka þátt í verkum,“ segir Árni.Hlusta má á viðtalið við Árna í heild sinni hér fyrir neðanAð lokum var Árni spurður að því hvort hann finndi fyrir eftirspurn eftir kröftum sínum og svaraði því hann játandi. „Já, ég finn það. Það kemur mér á óvart því að menn ættu kannski að vera leiðir á mér en ég er hispurslaus og þannig séð beinskeyttir og segi bara mína meiningu og stend og fell með því. Ég smjaðra ekki fyrir neinum en ég stilli upp hlutunum eins og ég held að þeir séu réttir og skila árangri og skila skemmtilegu starfi. Nóg er af leiðindapúkum í þessu öllu.“ Árni, sem er 72 ára gamall, var alþingsmaður Suðurlands 1983 til 1987 og 1991 til 2001 og svo Suðurkjördæmis frá 2007 til 2013. Árna var veitt uppreist æru árið 2006 vegna tveggja ára fangelsisdóms sem Hæstiréttur dæmdi hann í þremur árum fyrr. Við það hlaut Árni kjörgengi á ný og bauð hann sig aftur fram til þings árið 2007 og var kjörinn. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist búa yfir mikilli reynslu og verkviti sem skipti sköpum á Alþingi og við stjórn landsins. Hann er óhræddur við að bjóða sig fram og finnur fyrir eftirspurn eftir sínum kröftum. Árni var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag og var þar spurður af því af hverju hann hygði á þingframboð en Árni tilkynnti í dag að hann myndi sækjast eftir einhverju af þremur efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir væntanlegar þingkosningar. „Ég vil ekki hopa og gefast upp. Þegar hallar á hef ég yndi af því að taka þátt í að rétta af hluti ef það er hægt. Ég hef dúndrandi reynslu og af reynslu lærir maður verkvit. Það er það sem skiptir máli á Alþingi og við stjórnun landsins. Það er reynsla og verkvit,“ segir Árni.Sjá einnig:Árni Johnsen vill aftur á þingÁrni er gagnrýninn á á núsitjandi þingmenn Djálfstæðisflokksins í kjördæminu og segir þá hafa gert aðför að sér í síðasta prófkjöri sem Árni tók þátt í og það hafi tekist. Það spili nú inn í ákvörðun Árna um að bjóða sig fram að nýju. „Hluti af þessu er að í síðasta prófkjöri var gerð aðför að mér, þrengt að mér og það heppnaðist. Ég, keppnismaður í íþróttum, þoli það illa í sjálfu sér þó ég eigi að vera umburðarlyndur. Ég vil reyna að ná vopnum mínum og leggja mína vigt á vogina og taka þátt í verkum,“ segir Árni.Hlusta má á viðtalið við Árna í heild sinni hér fyrir neðanAð lokum var Árni spurður að því hvort hann finndi fyrir eftirspurn eftir kröftum sínum og svaraði því hann játandi. „Já, ég finn það. Það kemur mér á óvart því að menn ættu kannski að vera leiðir á mér en ég er hispurslaus og þannig séð beinskeyttir og segi bara mína meiningu og stend og fell með því. Ég smjaðra ekki fyrir neinum en ég stilli upp hlutunum eins og ég held að þeir séu réttir og skila árangri og skila skemmtilegu starfi. Nóg er af leiðindapúkum í þessu öllu.“ Árni, sem er 72 ára gamall, var alþingsmaður Suðurlands 1983 til 1987 og 1991 til 2001 og svo Suðurkjördæmis frá 2007 til 2013. Árna var veitt uppreist æru árið 2006 vegna tveggja ára fangelsisdóms sem Hæstiréttur dæmdi hann í þremur árum fyrr. Við það hlaut Árni kjörgengi á ný og bauð hann sig aftur fram til þings árið 2007 og var kjörinn.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16
Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10