Trompetleikari á fullri ferð Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. ágúst 2016 09:45 Ara Braga Kárasyni er margt til lista lagt en hann stefnir hátt bæði í tónlist og spretthlaupum. Vísir/Stefán „Ég er að spila með Mezzoforte og svo fer ég og stekk yfir að spila með Jóni Jónssyni. Ég spila líka með Stórsveit Reykjavíkur í Eldborg þannig að þetta verða ansi samanþjappaðir 3–4 tímar hjá mér þarna á Menningarnótt,“ segir Ari Bragi en gefur lítið fyrir að þetta sé mikið stress og hvað þá að hann þurfi að beita spretthlauparatrikkum til að hafa daginn af. „Á nýaflokinni Jazzhátíð Reykjavíkur var ég í ákveðnu lykilhlutverki, það var því mikið að gera hjá mér. Ég frumflutti þar nýtt efni með hljómsveitinni minni sem heitir Annes. Við erum svo að fara í stúdíó núna í byrjun september að taka það allt upp og auk þess verður tekin upp heimildarmynd um þá stúdíóferð – fólkið í djass-senunni hefur mjög gaman af því að fylgjast með hvernig æfingaferlið fer fram, þetta er svona eins og að mann langar að fylgjast með hvernig Usain Bolt æfir, ekki bara að horfa á hann hlaupa.“ Með Ara í Annes eru nokkrir af fremstu hljóðfæraleikurum landsins – þeir Einar Scheving, Eyþór Gunnarsson, Jóel Pálsson og Guðmundur Pétursson. Þetta er spunadjass þar sem Eyþór Gunnarsson, hljómborðsleikari Mezzoforte, er með alls kyns hljómborð og syntha, sér til dæmis um bassaleik fyrir bandið á græjunum sínum. Guðmundur Pétursson kemur síðan þarna inn með rafmagnsgítar þannig að yfir bandinu svífur rafmagnaður andi.Lét til skarar skríða eftir Bandaríkjadvöl En Ari er ekki við eina fjölina felldur, hann er auðvitað einnig spretthlaupari í hjáverkum og er enginn aukvisi þar þrátt fyrir að tónlistin eigi mestallan hans tíma. Hann setti nýlega Íslandsmet í 100 metra hlaupi þrátt fyrir að vera nokkuð nýbyrjaður í sportinu. „Ég byrjaði að æfa í janúar 2014. Ég fékk tækifæri til að spreyta mig einu sinni þegar ég var í námi úti í Bandaríkjunum, það var á móti gaurum sem höfðu verið í háskólaumhverfinu þar í frjálsíþróttum og ég pakkaði þeim saman – þá hugsaði ég með mér að þetta gæti verið eitthvað fyrir mig. Svo þegar ég flutti heim þá blundaði þetta í mér og ég lét bara til skarar skríða. Ég hef bara tekið þetta föstum tökum, ég fékk þjálfara sem hefur náð að ýta mér inn á rétta braut og tosa úr mér allt „potential“ sem er til staðar, held ég. Hann er rosalega þolinmóður gaur því að eina rútínan í mínu lífi er engin rútína – maður mætir oft beint úr stúdíóinu búinn að vera þar í heilan og hálfan dag og hann sendir mann heim í staðinn fyrir að taka æfingu. Ég er búinn að fjárfesta svolítið í þessu og uppskar þarna með þessu Íslandsmeti.“ Ari Bragi segist hafa verið grátlega nálægt því að vera úti í Ríó á Ólympíuleikunum núna en hann segist jafnframt vera fókuseraður á að komast til Tókýó 2020 og það sé það eina sem komist að hjá sér í hlaupunum – það yrði að teljast ágætis árangur í viðbót við tónlistarferilinn. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Hraðamet hjá Ara Braga | Myndband Unglingalandsmót UMFÍ var sett á íþróttavellinum í Borgarnesi í gær. 30. júlí 2016 15:00 Þetta er svona okkar partímúsík Jazzhátíð Reykjavíkur nær fullri ferð um helgina og lýkur á sunnudag. Á meðal flytjenda eru tvær sveitir tveggja snjallra bassaleikara og ýmsir fleiri. 13. ágúst 2016 12:30 Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn Sjá meira
„Ég er að spila með Mezzoforte og svo fer ég og stekk yfir að spila með Jóni Jónssyni. Ég spila líka með Stórsveit Reykjavíkur í Eldborg þannig að þetta verða ansi samanþjappaðir 3–4 tímar hjá mér þarna á Menningarnótt,“ segir Ari Bragi en gefur lítið fyrir að þetta sé mikið stress og hvað þá að hann þurfi að beita spretthlauparatrikkum til að hafa daginn af. „Á nýaflokinni Jazzhátíð Reykjavíkur var ég í ákveðnu lykilhlutverki, það var því mikið að gera hjá mér. Ég frumflutti þar nýtt efni með hljómsveitinni minni sem heitir Annes. Við erum svo að fara í stúdíó núna í byrjun september að taka það allt upp og auk þess verður tekin upp heimildarmynd um þá stúdíóferð – fólkið í djass-senunni hefur mjög gaman af því að fylgjast með hvernig æfingaferlið fer fram, þetta er svona eins og að mann langar að fylgjast með hvernig Usain Bolt æfir, ekki bara að horfa á hann hlaupa.“ Með Ara í Annes eru nokkrir af fremstu hljóðfæraleikurum landsins – þeir Einar Scheving, Eyþór Gunnarsson, Jóel Pálsson og Guðmundur Pétursson. Þetta er spunadjass þar sem Eyþór Gunnarsson, hljómborðsleikari Mezzoforte, er með alls kyns hljómborð og syntha, sér til dæmis um bassaleik fyrir bandið á græjunum sínum. Guðmundur Pétursson kemur síðan þarna inn með rafmagnsgítar þannig að yfir bandinu svífur rafmagnaður andi.Lét til skarar skríða eftir Bandaríkjadvöl En Ari er ekki við eina fjölina felldur, hann er auðvitað einnig spretthlaupari í hjáverkum og er enginn aukvisi þar þrátt fyrir að tónlistin eigi mestallan hans tíma. Hann setti nýlega Íslandsmet í 100 metra hlaupi þrátt fyrir að vera nokkuð nýbyrjaður í sportinu. „Ég byrjaði að æfa í janúar 2014. Ég fékk tækifæri til að spreyta mig einu sinni þegar ég var í námi úti í Bandaríkjunum, það var á móti gaurum sem höfðu verið í háskólaumhverfinu þar í frjálsíþróttum og ég pakkaði þeim saman – þá hugsaði ég með mér að þetta gæti verið eitthvað fyrir mig. Svo þegar ég flutti heim þá blundaði þetta í mér og ég lét bara til skarar skríða. Ég hef bara tekið þetta föstum tökum, ég fékk þjálfara sem hefur náð að ýta mér inn á rétta braut og tosa úr mér allt „potential“ sem er til staðar, held ég. Hann er rosalega þolinmóður gaur því að eina rútínan í mínu lífi er engin rútína – maður mætir oft beint úr stúdíóinu búinn að vera þar í heilan og hálfan dag og hann sendir mann heim í staðinn fyrir að taka æfingu. Ég er búinn að fjárfesta svolítið í þessu og uppskar þarna með þessu Íslandsmeti.“ Ari Bragi segist hafa verið grátlega nálægt því að vera úti í Ríó á Ólympíuleikunum núna en hann segist jafnframt vera fókuseraður á að komast til Tókýó 2020 og það sé það eina sem komist að hjá sér í hlaupunum – það yrði að teljast ágætis árangur í viðbót við tónlistarferilinn.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Hraðamet hjá Ara Braga | Myndband Unglingalandsmót UMFÍ var sett á íþróttavellinum í Borgarnesi í gær. 30. júlí 2016 15:00 Þetta er svona okkar partímúsík Jazzhátíð Reykjavíkur nær fullri ferð um helgina og lýkur á sunnudag. Á meðal flytjenda eru tvær sveitir tveggja snjallra bassaleikara og ýmsir fleiri. 13. ágúst 2016 12:30 Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn Sjá meira
Hraðamet hjá Ara Braga | Myndband Unglingalandsmót UMFÍ var sett á íþróttavellinum í Borgarnesi í gær. 30. júlí 2016 15:00
Þetta er svona okkar partímúsík Jazzhátíð Reykjavíkur nær fullri ferð um helgina og lýkur á sunnudag. Á meðal flytjenda eru tvær sveitir tveggja snjallra bassaleikara og ýmsir fleiri. 13. ágúst 2016 12:30