Stjórnmál og leikir Eiríkur Guðjónsson Wulcan skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Við erum búinn að njóta sýningar þar sem Davíð Oddsson bauð sig fram til forseta og tókst að einoka alla umræðu um forsetakosningarnar. Hvað var ekki talað um á meðan? Ekki fór D.O. fram í þeirri trú að hann ynni kosningarnar. Eini beini árangurinn var að skáka Ólafi Ragnari Grímssyni út af borðinu, það hefur sjálfsagt veitt D.O. vissa ánægju en það var ekki markmiðið með þessu framboði. Markmiðið var að taka yfir sviðið. Láta umræðuna snúast um eitthvað sem ekki skipti máli því í húfi voru stóru málin.Þriðja hver króna út úr hagkerfinuÞað mátti ekki beina athyglinni að því að stór hluti íslensks efnahagslífs fer fram utan landhelgi. Þriðja hver króna fer ósköttuð út úr hagkerfinu á sama tíma og kostnaðarþátttaka sjúklinga eykst og Landspítalinn heldur áfram að mygla. Skattbyrðin helst óbreytt hjá venjulegu launafólki og kaupmátturinn er hlægilegur ef miðað er við lönd eins og Færeyjar. Hin nýja lénsstétt sem á kvótann og hirðir gróðann og flytur fram hjá íslenska hagkerfinu hefur öllu að tapa. Breytingar á stjórnarskránni eru eitur í hennar beinum, að ekki sé talað um gjald fyrir kvóta. Davíð Oddssyni er ýtt fram á sviðið til þess að dansa sinn pólitíska dauðadans í sviðsljósinu á meðan það mikilvæga er látið í friði. Spurningin er hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, ætlar að leika sama leikinn. Hann virðist ætla að halda upp á 100 ára afmæli Framsóknarflokksins með því að draga hann með sér í pólitíska gröf á Tortóla. Hann getur ekki verið að hugsa um hag flokksins þegar hann stefnir að því að veita honum forystu. Hann varð uppvís að því að eiginkona hans og barnsmóðir sat hinum megin við borðið þegar hann var að semja um hagsmuni þjóðarinnar sem hann átti að veita forystu. Það breytir engu að efnahag þjóðarinnar var bjargað með því að ferðamönnum fjölgaði. Það er ekki hægt að gleyma því að eiginkona forsætisráðherrans kaus að varðveita sinn auð utan þess efnahagskerfis sem forsætisráðherrann átti að stýra og vernda.Gróf sína eigin gröfÞað er ekki hægt að segja að öll hans ógæfa hafi verið að kenna einum rannsóknarblaðamanni sem búið var að reka frá nánast öllum fjölmiðlum á landinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gróf sína eigin gröf án aðstoðar. Jóhannes Kr. Kristjánsson var einungis sekur um að segja frá því. Ef honum tekst að valta yfir Sjálfstæðisflokkinn og hindra kosningar í haust þá gæti hann slegið Davíð Oddsson út. Umræðan verður þá ekki um neitt óþægilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Við erum búinn að njóta sýningar þar sem Davíð Oddsson bauð sig fram til forseta og tókst að einoka alla umræðu um forsetakosningarnar. Hvað var ekki talað um á meðan? Ekki fór D.O. fram í þeirri trú að hann ynni kosningarnar. Eini beini árangurinn var að skáka Ólafi Ragnari Grímssyni út af borðinu, það hefur sjálfsagt veitt D.O. vissa ánægju en það var ekki markmiðið með þessu framboði. Markmiðið var að taka yfir sviðið. Láta umræðuna snúast um eitthvað sem ekki skipti máli því í húfi voru stóru málin.Þriðja hver króna út úr hagkerfinuÞað mátti ekki beina athyglinni að því að stór hluti íslensks efnahagslífs fer fram utan landhelgi. Þriðja hver króna fer ósköttuð út úr hagkerfinu á sama tíma og kostnaðarþátttaka sjúklinga eykst og Landspítalinn heldur áfram að mygla. Skattbyrðin helst óbreytt hjá venjulegu launafólki og kaupmátturinn er hlægilegur ef miðað er við lönd eins og Færeyjar. Hin nýja lénsstétt sem á kvótann og hirðir gróðann og flytur fram hjá íslenska hagkerfinu hefur öllu að tapa. Breytingar á stjórnarskránni eru eitur í hennar beinum, að ekki sé talað um gjald fyrir kvóta. Davíð Oddssyni er ýtt fram á sviðið til þess að dansa sinn pólitíska dauðadans í sviðsljósinu á meðan það mikilvæga er látið í friði. Spurningin er hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, ætlar að leika sama leikinn. Hann virðist ætla að halda upp á 100 ára afmæli Framsóknarflokksins með því að draga hann með sér í pólitíska gröf á Tortóla. Hann getur ekki verið að hugsa um hag flokksins þegar hann stefnir að því að veita honum forystu. Hann varð uppvís að því að eiginkona hans og barnsmóðir sat hinum megin við borðið þegar hann var að semja um hagsmuni þjóðarinnar sem hann átti að veita forystu. Það breytir engu að efnahag þjóðarinnar var bjargað með því að ferðamönnum fjölgaði. Það er ekki hægt að gleyma því að eiginkona forsætisráðherrans kaus að varðveita sinn auð utan þess efnahagskerfis sem forsætisráðherrann átti að stýra og vernda.Gróf sína eigin gröfÞað er ekki hægt að segja að öll hans ógæfa hafi verið að kenna einum rannsóknarblaðamanni sem búið var að reka frá nánast öllum fjölmiðlum á landinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gróf sína eigin gröf án aðstoðar. Jóhannes Kr. Kristjánsson var einungis sekur um að segja frá því. Ef honum tekst að valta yfir Sjálfstæðisflokkinn og hindra kosningar í haust þá gæti hann slegið Davíð Oddsson út. Umræðan verður þá ekki um neitt óþægilegt.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun