Sonur Sævars Ciesielski: Hinn raunverulegi ofbeldismaður er kerfið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 14:12 Sævar Ciesielski hlaut þyngsta dóminn í Geirfinnsmálinu og sat inni í níu ár. Vísir/Samsett Hafþór Sævarsson segir sig og fjölskyldu sína bíða eftir haustinu, þegar endurupptökunefnd tekur ákvörðun um hvort Geirfinnsmálið verði tekið upp á ný. Hann gefur lítið fyrir kjaftasögur um málið, og tekur nýrri bók Ómars Ragnarssonar með fyrirvara. Faðir Hafþórs, Sævar Ciesielski, var einn sakborninganna í Geirfinnsmálinu og hlaut þyngsta dóminn, ævilangt fangelsi í héraðsdómi. „Maður hefur heyrt svo margar kjaftasögur um þetta mál. Án þess að ég hafi kannað þær heimildir sem liggja því til grundvallar hjá Ómari þá virðist þetta í fljótu bragði vera ein af ótalmörgum kjaftasögum sem til eru um þetta mál,“ segir Hafþór í samtali við Vísi. „Bók Jóns Daníelssonar virðist byggja á annarri nálgun. Þar hefur hann til að mynda rannsakað atriði sem Hæstiréttur ákvað að gera ekki og telur sig hafa fundið fjarvistarsönnun fyrir pabba.“ Hafþór segir að kannski verði aldrei vitað hvað varð um Guðmund og Geirfinn, sem hurfu árið 1974, en telur það ekki aðalatriðið. „Það sem skiptir máli er sannleikurinn um þetta mál. Sannleikurinn um ofbeldi yfirvalda,“ segir Hafþór. „Það er enginn sem kaupir þessar lygar á dæmdu ungmennin lengur. Nú er hins vegar búið að koma í ljós hver hinn raunverulegi ofbeldismaður og pyntari var og það er kerfið og aðilar þess.“Segir allt stefna í endurupptöku málsins Hafþór telur víst að málið verði tekið upp á ný. „Settur ríkissaksóknari hefur mælt með að málið verði tekið upp að nýju. Svo við bíðum bara róleg eftir haustinu. Þetta mál verður tekið upp að nýju, það er alveg víst.“ Hæstiréttur mildaði dóminn yfir Sævari í sautján ár og sat hann inni í níu ár. Eftir að hann losnaði úr fangelsi, árið 1984, hóf hann baráttu fyrir endurupptöku málsins, en hann hélt því alla tíð fram að á honum hefði verið framið réttarmorð. Árið 1993 fór hann fram á endurupptöku málsins, en henni hefur ætíð verið hafnað. Sævar lést árið 2011. „Starfshópur innanríkisráðuneytisins gat sýnt fram á margt sem faðir minn sagðist hafa orðið fyrir í einangrunarvistuninni. Hann var kaffærður, barinn, hafður í fót- og handjárnum, gefinn lyf í of stórum skömmtum, ljós látið loga allan sólarhringinn í þessum pínulitla klefa í marga mánuði, allan sólarhringinn. Þá köstuðu fangaverðir grjóti á þakið til að hrella hann. Skýrsla starfshóps innanríkisráðuneytis staðfestir þetta allt saman,“ segir Hafþór. Hafþór segir að einangrunarvistin sem faðir hans sætti eigi sér engin fordæmi. „Gísli Guðjónsson, einn virtasti réttarsálfræðingur heims, hefur ekki komið að máli þar sem neinn var haldinn svona stjarnfræðilega lengi í einangrun. Við erum að tala um tuttugu og eitthvað mánuði.“ „Það er búið að vera þöggun og meðvirkni gagnvart þessum pyntingum. Nákvæm smáatriði þessa réttarmorðs liggja fyrir. Ef þetta mál verður ekki tekið fyrir á nýjan leik, mun mannorð réttarkerfisins aldrei fá uppreist æru.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Hafþór Sævarsson segir sig og fjölskyldu sína bíða eftir haustinu, þegar endurupptökunefnd tekur ákvörðun um hvort Geirfinnsmálið verði tekið upp á ný. Hann gefur lítið fyrir kjaftasögur um málið, og tekur nýrri bók Ómars Ragnarssonar með fyrirvara. Faðir Hafþórs, Sævar Ciesielski, var einn sakborninganna í Geirfinnsmálinu og hlaut þyngsta dóminn, ævilangt fangelsi í héraðsdómi. „Maður hefur heyrt svo margar kjaftasögur um þetta mál. Án þess að ég hafi kannað þær heimildir sem liggja því til grundvallar hjá Ómari þá virðist þetta í fljótu bragði vera ein af ótalmörgum kjaftasögum sem til eru um þetta mál,“ segir Hafþór í samtali við Vísi. „Bók Jóns Daníelssonar virðist byggja á annarri nálgun. Þar hefur hann til að mynda rannsakað atriði sem Hæstiréttur ákvað að gera ekki og telur sig hafa fundið fjarvistarsönnun fyrir pabba.“ Hafþór segir að kannski verði aldrei vitað hvað varð um Guðmund og Geirfinn, sem hurfu árið 1974, en telur það ekki aðalatriðið. „Það sem skiptir máli er sannleikurinn um þetta mál. Sannleikurinn um ofbeldi yfirvalda,“ segir Hafþór. „Það er enginn sem kaupir þessar lygar á dæmdu ungmennin lengur. Nú er hins vegar búið að koma í ljós hver hinn raunverulegi ofbeldismaður og pyntari var og það er kerfið og aðilar þess.“Segir allt stefna í endurupptöku málsins Hafþór telur víst að málið verði tekið upp á ný. „Settur ríkissaksóknari hefur mælt með að málið verði tekið upp að nýju. Svo við bíðum bara róleg eftir haustinu. Þetta mál verður tekið upp að nýju, það er alveg víst.“ Hæstiréttur mildaði dóminn yfir Sævari í sautján ár og sat hann inni í níu ár. Eftir að hann losnaði úr fangelsi, árið 1984, hóf hann baráttu fyrir endurupptöku málsins, en hann hélt því alla tíð fram að á honum hefði verið framið réttarmorð. Árið 1993 fór hann fram á endurupptöku málsins, en henni hefur ætíð verið hafnað. Sævar lést árið 2011. „Starfshópur innanríkisráðuneytisins gat sýnt fram á margt sem faðir minn sagðist hafa orðið fyrir í einangrunarvistuninni. Hann var kaffærður, barinn, hafður í fót- og handjárnum, gefinn lyf í of stórum skömmtum, ljós látið loga allan sólarhringinn í þessum pínulitla klefa í marga mánuði, allan sólarhringinn. Þá köstuðu fangaverðir grjóti á þakið til að hrella hann. Skýrsla starfshóps innanríkisráðuneytis staðfestir þetta allt saman,“ segir Hafþór. Hafþór segir að einangrunarvistin sem faðir hans sætti eigi sér engin fordæmi. „Gísli Guðjónsson, einn virtasti réttarsálfræðingur heims, hefur ekki komið að máli þar sem neinn var haldinn svona stjarnfræðilega lengi í einangrun. Við erum að tala um tuttugu og eitthvað mánuði.“ „Það er búið að vera þöggun og meðvirkni gagnvart þessum pyntingum. Nákvæm smáatriði þessa réttarmorðs liggja fyrir. Ef þetta mál verður ekki tekið fyrir á nýjan leik, mun mannorð réttarkerfisins aldrei fá uppreist æru.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira