Vínarbrauð og maraþon Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Þegar ég horfði út um gluggann um síðustu helgi og sá maraþonhlauparana streyma framhjá gat ég ekki annað en dáðst að dugnaði þeirra. Ég nartaði í sérbakað vínarbrauð og sötraði kaffi enda eru kolvetnin lykilatriði í hlaupum. Þáttur stuðningsmannsins vill gleymast dálítið í umræðunni um Reykjavíkurmaraþon og staða hans er önnur og lakari en stuðningsmannsins í fótbolta svo dæmi sé tekið. Við fáum ekki að heyra sigurvegarana í maraþonhlaupum nefna að þeir hefðu ekki náð þessum árangri ef ekki væru fyrir stuðningsmennina heima í stofu. Eðlilegt næsta skref núna viku eftir hlaup er kannski einmitt að opna umræðuna um stöðu stuðningsmannsins, sem klappar, hrópar og kallar, blístrar og samgleðst.Staða stuðningsmannsins Ég hef gjarnan staðið vaktina við stofuglugga foreldranna á Seltjarnarnesi og reynsla mín sem stuðningsmaður í stofuglugga er raunar í árum talin. Þar eru kjöraðstæður til að sjá mannhafið sigla framhjá. Það var hins vegar fyrst eftir að ég flutti til New York fyrir nokkrum árum sem ég lærði að hlutverk og gleði stuðningsmannsins þarf ekki endilega að felast í að bíða eftir sérstökum hlaupara. Stuðningsmenn í stórborginni standa á hliðarlínunni og gera sitt til að skilti þeirra vekji eftirtekt. Þeir sem lengst eru komnir eru vopnaðir heimasmíðuðum skiltum með þaulhugsuðum skilaboðum. Aðrir eru meira að fanga stemmninguna eins og vinalegur maður sem kallaði aftur og aftur hvatningarorðin: „Go you complete stranger!“Pólitíkin í maraþoni Auðvitað var það í Bandaríkjunum sem ég skynjaði að maraþon er ekki það sama og maraþon. Þar er pólitík eins og annars staðar. Þetta lærði ég strax á minni fyrstu vakt í New York þar sem eldri bandarísk kona sagði mér frá því að það eru nýgræðingar sem halda að það sem mestu máli skipti sé að komast í mark. Í elítumaraþoni skiptir mestu að fá að vera með. Í Bandaríkjunum einum fara fram rúmlega þúsund maraþonhlaup á hverju ári sem um 500.000 hlauparar taka þátt í. Konan sagði mér á meðan við fylgdumst með hlaupinu að það gilda óskrifaðar en þýðingarmiklar reglur um hvernig á að velja besta maraþonið. Þættir eins og saga og hefð, upplifun og náttúrufegurð skipta máli. Aþena státar auðvitað af sögu og og þykir erfitt maraþon þar sem mjög stór hluti er upp í móti. Fá maraþon þykja víst eins strembin og maraþon á Kínamúrnum, þar sem keppendur hlaupa brattar tröppur og eftir grýttum stígum. New York maraþonið er það fjölmennasta í Bandaríkjunum og þykir mjög elegant að hafa hlaupið það, í gegnum Brooklyn og Queens, á First Avenue og enda svo í Central Park. En mesta elítumaraþon heims er hins vegar Boston maraþonið, fyrst haldið 1897, vegna þess að þar gilda ströng inntökuskilyrði og ekki er hægt að öðlast þátttökurétt nema að sýna fram á að hafa áður hlaupið nokkur viðurkennd maraþon sem og undir ákveðnum lágmarkstíma. Alla hlaupara dreymir um Boston. Í Reykjavík er hlutfall hlaupara ævintýralega hátt, jafnvel þrátt fyrir að auðvitað séu ekki allir hlaupararnir héðan. Hverjum hlaupara fylgja svo nokkrir heitir stuðningsmenn og svo er það þögla týpan í stofuglugganum. Að teknu tilliti til okkar í stofunni er öll borgin með. Ég leiddi hugann að þessu við stofugluggann síðustu helgi þegar ég mundi eftir spjallinu við eldri konuna í New York og að það sem gerir Reykjavíkurmaraþon svo sjarmerandi er að borgin er öll með hugann við hlaupið. Þegar við bætist að samhliða því leggja hlauparar og stuðningsmenn þeirra góðum málstað lið með áheitasöfnun er erfitt annað en að sjá sjarmann.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar ég horfði út um gluggann um síðustu helgi og sá maraþonhlauparana streyma framhjá gat ég ekki annað en dáðst að dugnaði þeirra. Ég nartaði í sérbakað vínarbrauð og sötraði kaffi enda eru kolvetnin lykilatriði í hlaupum. Þáttur stuðningsmannsins vill gleymast dálítið í umræðunni um Reykjavíkurmaraþon og staða hans er önnur og lakari en stuðningsmannsins í fótbolta svo dæmi sé tekið. Við fáum ekki að heyra sigurvegarana í maraþonhlaupum nefna að þeir hefðu ekki náð þessum árangri ef ekki væru fyrir stuðningsmennina heima í stofu. Eðlilegt næsta skref núna viku eftir hlaup er kannski einmitt að opna umræðuna um stöðu stuðningsmannsins, sem klappar, hrópar og kallar, blístrar og samgleðst.Staða stuðningsmannsins Ég hef gjarnan staðið vaktina við stofuglugga foreldranna á Seltjarnarnesi og reynsla mín sem stuðningsmaður í stofuglugga er raunar í árum talin. Þar eru kjöraðstæður til að sjá mannhafið sigla framhjá. Það var hins vegar fyrst eftir að ég flutti til New York fyrir nokkrum árum sem ég lærði að hlutverk og gleði stuðningsmannsins þarf ekki endilega að felast í að bíða eftir sérstökum hlaupara. Stuðningsmenn í stórborginni standa á hliðarlínunni og gera sitt til að skilti þeirra vekji eftirtekt. Þeir sem lengst eru komnir eru vopnaðir heimasmíðuðum skiltum með þaulhugsuðum skilaboðum. Aðrir eru meira að fanga stemmninguna eins og vinalegur maður sem kallaði aftur og aftur hvatningarorðin: „Go you complete stranger!“Pólitíkin í maraþoni Auðvitað var það í Bandaríkjunum sem ég skynjaði að maraþon er ekki það sama og maraþon. Þar er pólitík eins og annars staðar. Þetta lærði ég strax á minni fyrstu vakt í New York þar sem eldri bandarísk kona sagði mér frá því að það eru nýgræðingar sem halda að það sem mestu máli skipti sé að komast í mark. Í elítumaraþoni skiptir mestu að fá að vera með. Í Bandaríkjunum einum fara fram rúmlega þúsund maraþonhlaup á hverju ári sem um 500.000 hlauparar taka þátt í. Konan sagði mér á meðan við fylgdumst með hlaupinu að það gilda óskrifaðar en þýðingarmiklar reglur um hvernig á að velja besta maraþonið. Þættir eins og saga og hefð, upplifun og náttúrufegurð skipta máli. Aþena státar auðvitað af sögu og og þykir erfitt maraþon þar sem mjög stór hluti er upp í móti. Fá maraþon þykja víst eins strembin og maraþon á Kínamúrnum, þar sem keppendur hlaupa brattar tröppur og eftir grýttum stígum. New York maraþonið er það fjölmennasta í Bandaríkjunum og þykir mjög elegant að hafa hlaupið það, í gegnum Brooklyn og Queens, á First Avenue og enda svo í Central Park. En mesta elítumaraþon heims er hins vegar Boston maraþonið, fyrst haldið 1897, vegna þess að þar gilda ströng inntökuskilyrði og ekki er hægt að öðlast þátttökurétt nema að sýna fram á að hafa áður hlaupið nokkur viðurkennd maraþon sem og undir ákveðnum lágmarkstíma. Alla hlaupara dreymir um Boston. Í Reykjavík er hlutfall hlaupara ævintýralega hátt, jafnvel þrátt fyrir að auðvitað séu ekki allir hlaupararnir héðan. Hverjum hlaupara fylgja svo nokkrir heitir stuðningsmenn og svo er það þögla týpan í stofuglugganum. Að teknu tilliti til okkar í stofunni er öll borgin með. Ég leiddi hugann að þessu við stofugluggann síðustu helgi þegar ég mundi eftir spjallinu við eldri konuna í New York og að það sem gerir Reykjavíkurmaraþon svo sjarmerandi er að borgin er öll með hugann við hlaupið. Þegar við bætist að samhliða því leggja hlauparar og stuðningsmenn þeirra góðum málstað lið með áheitasöfnun er erfitt annað en að sjá sjarmann.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun