Með innkomu breiðari dekkja og breiðari fram- og afturvængja er Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursdeildar Pirelli, sannfærður um að bílarnir verði eins og á lestateinum.
Hembrey gerir ráð fyrir að bílarnir verði þremur til sex sekúndum fljótari á hverjum hring. Hraðaaukningin mun velta á hverri braut og hversu mikið af beygjum er á henni.
Megnið af tímanum sem mun sparast verður í beygjum þar sem breytingarnar eru hannaðar til þess að koma bílunum hraðar í gegnum beygjur.
Aukið loftflæði mun í upphafi hægja á bílunum á beinum hröðum köflum brautanna. Aukið loftflæði mun koma til vegna breiðari vængja.
„Aksturinn gæti orðið eins og á teinum með þessum breytingum. Gripið gæti orðið svo mikið að tilfinningin sem ökumenn hafa um að vera á mörkum þess grips sem þeir hafa gæti horfið og bíllinn orðið eins og á teinum,“ sagði Hembrey í samtali við Autosport.
Hembrey telur að breytingarnar muni valda því að ökumenn fái sömu tilfinningu og ef þeir væru vanir að aka GP2 bílum og myndu skyndilega hoppa um borð í Formúlu 1 bíl.
„Þetta verður eins og nýr kappakstursflokkur. Þetta verður eins og að stökkva frá GP2 í Formúlu 1, þetta verður einskonar Formúla 1 plús miðað við núverandi ástand,“ bætti Hembrey við.
Formúlu 1 bílar verða á teinum á næsta ári

Tengdar fréttir

Mallya: Litlar breytingar væntanlegar eftir sumarfrí
Force India gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum í goggunarröð Formúlu 1 liða eftir sumarfrí. Ástæðuna fyrir þessu segir liðsstjórinn Vijay Mallya, vera að liðin einbeiti sér að breytingum næsta árs.

Kaltenborn: Sauber hefur engar afsakanir á næsta ári
Sauber liðið í Formúlu 1 hefur engar afsakanir til að færa sig ekki ofar í keppni bílasmiða á næstar ári, samkvæmt liðsstjóra Sauber Monisha Kaltenborn.

Alonso spenntur fyrir bílum næsta árs
Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 spáir því að bílar næsta árs vekji hrifningu ökumanna. Hann gerir ráð fyrir því að þeir eigi eftir að virka vel fyrir ökumenn og áhorfendur.

Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu
Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017.