Blómstrandi kvikmyndaiðnaður á Íslandi 24. ágúst 2016 10:00 Á árinu 2008 voru fyrirtæki sem að einhverju leyti störfuðu við sjónvarps- eða kvikmyndagerð 304 talsins og 2014 voru þau orðin 564. Þetta er áhugavert, sérstaklega í ljósi þeirra vinsælda sem Ísland nýtur sem tökustaður fyrir erlendar stórmyndir. Ísland er í tísku og myndbönd frá frægu fólki baðandi sig í íslenskum náttúruperlum minnka ekki vinsældir landsins. Markaðssókn okkar Íslendinga í þessa veru hefur því skilað sér vel bæði beint og óbeint til íslensku kvikmyndafyrirtækjanna. Afþreyingariðnaðurinn í Ameríku leitar stöðugt leiða til þess að fanga nýja staði til að taka upp stórmyndir og vinsældir Íslands dvína ekki. Í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði voru 1.300 ársverk árið 2014. Skapandi greinar eru ekki lengur bara listform heldur eru í þeim gríðarleg viðskiptatækifæri, líka á Íslandi. Það er mikil samkeppni um áhugaverða tökustaði og hafa löndin í kringum okkur, líkt og við Íslendingar, brugðist við því með því að endurgreiða hluta framleiðslukostnaðarins í formi skattaafsláttar. Með þessari meðgjöf óx heildarvelta um rúm 37% frá árinu 2009. Þetta kom fram í skýrslu sem viðskiptadeild HÍ, kynnti á dögunum en skýrslan var unnin í samstarfi FRÍSK og SÍK um kvikmynda- og sjónvarpsmarkaðinn. Ýmsar ástæður eru fyrir vinsældum Íslands sem landi tækifæranna í kvikmyndagerð. Hin óspillta stórkostlega náttúra okkar beinlínis kallar á að vera mynduð. Fagmennska íslensku kvikmyndafyrirtækjanna er líka rómuð. Tækifæri til vaxtar eru mikil á þessu sviði og má segja að stjórnvöld hafi með aðgerðum sínum stuðlað að því að efla erlenda kvikmyndagerð á Íslandi. Endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndagerðar hefur verið ein meginstoðin í eflingu innlendrar kvikmyndagerðar og stuðlað að fjölgun verkefna og auknu umfangi sem síðan hefur leitt af sér fjölgun fagstarfa á ársgrundvelli. Á þessu ári voru samþykkt lög um framlengingu á endurgreiðslukerfinu með hækkun úr 20 í 25% að tillögu iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Hækkun á endurgreiðsluprósentunni skiptir höfuðmáli í samkeppni við önnur lönd um tökustaði. Fyrirtæki í kvikmyndagerð hafa orðið vör við aukinn áhuga fyrir því að taka upp stórmyndir á Íslandi eftir að greinin frétti af hækkuninni og 2017 lofar góðu. Við erum því með enn eina atvinnugreinina þar sem tækifæri til vaxtar eru mikil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á árinu 2008 voru fyrirtæki sem að einhverju leyti störfuðu við sjónvarps- eða kvikmyndagerð 304 talsins og 2014 voru þau orðin 564. Þetta er áhugavert, sérstaklega í ljósi þeirra vinsælda sem Ísland nýtur sem tökustaður fyrir erlendar stórmyndir. Ísland er í tísku og myndbönd frá frægu fólki baðandi sig í íslenskum náttúruperlum minnka ekki vinsældir landsins. Markaðssókn okkar Íslendinga í þessa veru hefur því skilað sér vel bæði beint og óbeint til íslensku kvikmyndafyrirtækjanna. Afþreyingariðnaðurinn í Ameríku leitar stöðugt leiða til þess að fanga nýja staði til að taka upp stórmyndir og vinsældir Íslands dvína ekki. Í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði voru 1.300 ársverk árið 2014. Skapandi greinar eru ekki lengur bara listform heldur eru í þeim gríðarleg viðskiptatækifæri, líka á Íslandi. Það er mikil samkeppni um áhugaverða tökustaði og hafa löndin í kringum okkur, líkt og við Íslendingar, brugðist við því með því að endurgreiða hluta framleiðslukostnaðarins í formi skattaafsláttar. Með þessari meðgjöf óx heildarvelta um rúm 37% frá árinu 2009. Þetta kom fram í skýrslu sem viðskiptadeild HÍ, kynnti á dögunum en skýrslan var unnin í samstarfi FRÍSK og SÍK um kvikmynda- og sjónvarpsmarkaðinn. Ýmsar ástæður eru fyrir vinsældum Íslands sem landi tækifæranna í kvikmyndagerð. Hin óspillta stórkostlega náttúra okkar beinlínis kallar á að vera mynduð. Fagmennska íslensku kvikmyndafyrirtækjanna er líka rómuð. Tækifæri til vaxtar eru mikil á þessu sviði og má segja að stjórnvöld hafi með aðgerðum sínum stuðlað að því að efla erlenda kvikmyndagerð á Íslandi. Endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndagerðar hefur verið ein meginstoðin í eflingu innlendrar kvikmyndagerðar og stuðlað að fjölgun verkefna og auknu umfangi sem síðan hefur leitt af sér fjölgun fagstarfa á ársgrundvelli. Á þessu ári voru samþykkt lög um framlengingu á endurgreiðslukerfinu með hækkun úr 20 í 25% að tillögu iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Hækkun á endurgreiðsluprósentunni skiptir höfuðmáli í samkeppni við önnur lönd um tökustaði. Fyrirtæki í kvikmyndagerð hafa orðið vör við aukinn áhuga fyrir því að taka upp stórmyndir á Íslandi eftir að greinin frétti af hækkuninni og 2017 lofar góðu. Við erum því með enn eina atvinnugreinina þar sem tækifæri til vaxtar eru mikil.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar