Ætla stjórnarflokkarnir að svíkja kosningaloforðin? Björgvin Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Nú er búið að ákveða kjördag alþingiskosninga í haust: 29. október. Það eru því aðeins 2½ mánuður til kosninga. Alþingiskosningar voru 2013. Þá héldu stjórnarflokkarnir flokksþing og samþykktu sínar kosningastefnuskrár; samþykktu fyrirheit til kjósenda. Þar voru stór kosningaloforð við aldraða og öryrkja samþykkt, þar á meðal stærsta loforðið varðandi kjaragliðnun krepputímans. Það er ekki farið að efna þessi loforð ennþá, nú rétt fyrir kosningar!Átti að leiðréttast strax Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti að ellilífeyrir yrði leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum frá árinu 2009. Þetta er mjög skýrt loforð og óskiljanlegt hvers vegna það var ekki efnt strax 2013 eins og lofað var; nema aldrei hafi verið ætlunin að efna það og aðeins meiningin að blekkja kjósendur! Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn tækifæri til þess að afsanna slíkar hugmyndir og standa við loforðið strax í upphafi sumarþings. Framsóknarflokkurinn samþykkti að leiðrétta ætti lífeyri vegna kjaragliðnunar (kjaraskerðingar) krepputímans. Framsókn hefur ekki fremur en Sjálfstæðisflokkurinn minnst á þetta loforð frá því að ríkisstjórnin tók við völdum 2013. Fyrst nú „korteri“ fyrir kosningar fór Sigmundur Davíð, formaður flokksins, að tala um að bæta þyrfti kjör aldraðra og öryrkja (ótilgreint). Sigmundur mun því áreiðanlega hjálpa til við efndir á kosningaloforðinu þó utan stjórnar sé. En það er stuttur tími til stefnu. Efni stjórnarflokkarnir ekki þetta stóra kosningaloforð, eru það stærstu kosningasvik við aldraða og öryrkja, sem framin hafa verið.Stórt loforð Bjarna óuppfyllt! Kosningaloforðin, sem gefin voru öldruðum og öryrkjum 2013, voru fleiri. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendi eldri borgurum bréf og lofaði þeim því, að hann mundi afnema tekjutengingu ellilífeyris fengi hann tækifæri til. Hann fékk tækifærið strax 2013 en hefur ekkert gert í því að efna loforðið. Loforðið þýðir að hætta á alveg að skerða lífeyri TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Þetta skiptir aldraða og öryrkja miklu máli, ef það er efnt. Með því að þingið er komið saman getur Bjarni efnt þetta strax á morgun ásamt loforðinu um leiðréttingu vegna kjaragliðnunar. Það eina sem stjórnarflokkarnir efndu af kosningaloforðum á sumarþinginu 2013 var þetta: Grunnlífeyrir var leiðréttur og frítekjumark vegna atvinnutekna var leiðrétt en ríkisstjórnin hefur boðað, að hvort tveggja verði afturkallað, skv. nýju frumvarpi. Ekkert annað hefur ríkisstjórnin gert í að efna kosningaloforðin frá 2012.Þessi grein birtist upphaflega íFréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Nú er búið að ákveða kjördag alþingiskosninga í haust: 29. október. Það eru því aðeins 2½ mánuður til kosninga. Alþingiskosningar voru 2013. Þá héldu stjórnarflokkarnir flokksþing og samþykktu sínar kosningastefnuskrár; samþykktu fyrirheit til kjósenda. Þar voru stór kosningaloforð við aldraða og öryrkja samþykkt, þar á meðal stærsta loforðið varðandi kjaragliðnun krepputímans. Það er ekki farið að efna þessi loforð ennþá, nú rétt fyrir kosningar!Átti að leiðréttast strax Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti að ellilífeyrir yrði leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum frá árinu 2009. Þetta er mjög skýrt loforð og óskiljanlegt hvers vegna það var ekki efnt strax 2013 eins og lofað var; nema aldrei hafi verið ætlunin að efna það og aðeins meiningin að blekkja kjósendur! Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn tækifæri til þess að afsanna slíkar hugmyndir og standa við loforðið strax í upphafi sumarþings. Framsóknarflokkurinn samþykkti að leiðrétta ætti lífeyri vegna kjaragliðnunar (kjaraskerðingar) krepputímans. Framsókn hefur ekki fremur en Sjálfstæðisflokkurinn minnst á þetta loforð frá því að ríkisstjórnin tók við völdum 2013. Fyrst nú „korteri“ fyrir kosningar fór Sigmundur Davíð, formaður flokksins, að tala um að bæta þyrfti kjör aldraðra og öryrkja (ótilgreint). Sigmundur mun því áreiðanlega hjálpa til við efndir á kosningaloforðinu þó utan stjórnar sé. En það er stuttur tími til stefnu. Efni stjórnarflokkarnir ekki þetta stóra kosningaloforð, eru það stærstu kosningasvik við aldraða og öryrkja, sem framin hafa verið.Stórt loforð Bjarna óuppfyllt! Kosningaloforðin, sem gefin voru öldruðum og öryrkjum 2013, voru fleiri. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendi eldri borgurum bréf og lofaði þeim því, að hann mundi afnema tekjutengingu ellilífeyris fengi hann tækifæri til. Hann fékk tækifærið strax 2013 en hefur ekkert gert í því að efna loforðið. Loforðið þýðir að hætta á alveg að skerða lífeyri TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Þetta skiptir aldraða og öryrkja miklu máli, ef það er efnt. Með því að þingið er komið saman getur Bjarni efnt þetta strax á morgun ásamt loforðinu um leiðréttingu vegna kjaragliðnunar. Það eina sem stjórnarflokkarnir efndu af kosningaloforðum á sumarþinginu 2013 var þetta: Grunnlífeyrir var leiðréttur og frítekjumark vegna atvinnutekna var leiðrétt en ríkisstjórnin hefur boðað, að hvort tveggja verði afturkallað, skv. nýju frumvarpi. Ekkert annað hefur ríkisstjórnin gert í að efna kosningaloforðin frá 2012.Þessi grein birtist upphaflega íFréttablaðinu.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun