Segir formann reyna að bjarga eigin skinni Sveinn Arnarsson skrifar 22. ágúst 2016 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greiddi atkvæði gegn tillögu um flokksþing í haust. Tvö kjördæmisþing Framsóknarflokksins um helgina samþykktu tillögu þess efnis að boða ætti til flokksþing fyrir kosningar þar sem ný foryrsta verður kosin. Samskonar tillaga var felld í kjördæmi formannsins þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greiddi atkvæði gegn tillögu um að halda flokksþing fyrir kosningar. Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, segir mjög marga í grasrót flokksins vilja sjá flokksþing fyrir kosningar og mikilvægt sé að forystan endurnýi umboð sitt. Eygló er sammála þeim aðilum sem hafa talað fyrir því að boða til flokksþings fyrir kosningar. „Framsóknarflokkurinn hefur alltaf haft gott af því að halda flokksþing fyrir kosningar þar sem línur eru lagðar,“ segir Eygló. „Ég er í forystusveit flokksins og verði boðað til flokksþings þarf hver og einn að meta stöðu sína og hlusta á grasrótina,“ segir Eygló þegar hún er spurð að því hvort hún ætli að bjóða sig fram til formanns komi til flokksþings. „Nú er fókusinn á húsnæðismálunum og ég mun fara á Vesturland til að ræða húsnæðismál og þyrfti líka að fara til Akureyrar að ræða húsnæðismál,“ bætir Eygló við.Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á BifröstFormaður Framsóknarflokksins er með útspili sínu á kjördæmaþingi flokksins í norðausturkjördæmi að hugsa um eigin hag og sé í ferð að bjarga sínu eigin pólitíska lífi með að komast hjá flokksþingi fyrir kosningar. Það sé svo álitamál hvert sú ferð fari saman við hagsmuni flokksins, segir Grétar Þór Eyþórsson, Prófessor í stjórnmálafræðum við Háskólann á Akureyri. Ljóst er að staða hans sé ekki mjög sterk á landsvísu. „Það er alveg á hreinu að Sigmundur og stuðningsmenn hans vilja ekki flokksþing fyrir kosningar. Þess vegna er hann væntanlega að þæfa mál þannig að það verði ekki haldið flokksþing fyrr en eftir kosningar,“ segir Grétar Þór. „Þarna eru uppi átök og er Sigmundur Davíð að bjarga sínum pólitíska heiðri með að hrökklast ekki frá völdum sem formaður á flokksþingi.“Rætt var við Sigmund Davíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Tvö kjördæmisþing Framsóknarflokksins um helgina samþykktu tillögu þess efnis að boða ætti til flokksþing fyrir kosningar þar sem ný foryrsta verður kosin. Samskonar tillaga var felld í kjördæmi formannsins þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greiddi atkvæði gegn tillögu um að halda flokksþing fyrir kosningar. Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, segir mjög marga í grasrót flokksins vilja sjá flokksþing fyrir kosningar og mikilvægt sé að forystan endurnýi umboð sitt. Eygló er sammála þeim aðilum sem hafa talað fyrir því að boða til flokksþings fyrir kosningar. „Framsóknarflokkurinn hefur alltaf haft gott af því að halda flokksþing fyrir kosningar þar sem línur eru lagðar,“ segir Eygló. „Ég er í forystusveit flokksins og verði boðað til flokksþings þarf hver og einn að meta stöðu sína og hlusta á grasrótina,“ segir Eygló þegar hún er spurð að því hvort hún ætli að bjóða sig fram til formanns komi til flokksþings. „Nú er fókusinn á húsnæðismálunum og ég mun fara á Vesturland til að ræða húsnæðismál og þyrfti líka að fara til Akureyrar að ræða húsnæðismál,“ bætir Eygló við.Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á BifröstFormaður Framsóknarflokksins er með útspili sínu á kjördæmaþingi flokksins í norðausturkjördæmi að hugsa um eigin hag og sé í ferð að bjarga sínu eigin pólitíska lífi með að komast hjá flokksþingi fyrir kosningar. Það sé svo álitamál hvert sú ferð fari saman við hagsmuni flokksins, segir Grétar Þór Eyþórsson, Prófessor í stjórnmálafræðum við Háskólann á Akureyri. Ljóst er að staða hans sé ekki mjög sterk á landsvísu. „Það er alveg á hreinu að Sigmundur og stuðningsmenn hans vilja ekki flokksþing fyrir kosningar. Þess vegna er hann væntanlega að þæfa mál þannig að það verði ekki haldið flokksþing fyrr en eftir kosningar,“ segir Grétar Þór. „Þarna eru uppi átök og er Sigmundur Davíð að bjarga sínum pólitíska heiðri með að hrökklast ekki frá völdum sem formaður á flokksþingi.“Rætt var við Sigmund Davíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira