Höskuldur segir ótækt að boða ekki til flokksþings fyrir kosningar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2016 18:47 Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Daníel/Valli Mikil óánægja er meðal Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi eftir að tillaga um að flýta flokksþingi flokksins var felld með naumum meirihluta í dag. Þingmaður flokksins segir niðurstöðuna vonbrigði og það sé ótækt að ganga til kosninga án þess að boða til flokksþings. Flokksþing hefur æðsta vald í málefnum Framsóknarflokksins en á þinginu er æðsta stjórn flokksins kosin, það er formaður, varaformaður og ritari. Samkvæmt reglum flokksins eru tvær leiðir til að boða til þess. Annars vegar getur miðstjórn flokksins boðað til flokksþings og hins vegar er skylt að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinga óskar þess en þau eru fimm talsins. Þrjú kjördæmisþing voru haldin í dag – á Suðurlandi, Norðvesturlandi og Norðausturlandi. Í Suðurkjördæmi, sem er kjördæmi Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra, var tillaga um að halda flokksþing fyrir kosningar og kjósa þannig um nýja forystu, samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Í Norðvesturkjördæmi var slík tillaga samþykkt samhljóða. Í Norðausturkjördæmi, sem er kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins, var tillagan hins vegar felld með naumum meirihluta. „Ég er fyrst og fremst vonsvikinn að þetta hafi orðið niðurstaðan. Ég hélt að það væri augljóst og að það lægi fyrir að núverandi forysta og þá á ég við alla þá sem að eru í forystu flokksins, þar á meðal ég, þurfum að endurnýja umboð okkar á flokksþingi,” segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þar sé einnig mörkuð stefna fyrir komandi kosningar. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé algjörlega ótækt að það verði ekki flokksþing áður en við göngum til kosninga,” segir Höskuldur. Framsóknarflokkurinn á fjóra þingmenn í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu greiddu tveir þingmenn atkvæði með því að boðað yrði til flokksþings, þau Líneik Anna Sævarsdóttir og Höskuldur Þórhallsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þórunn Egilsdóttir greiddu hins vegar atkvæði gegn tillögunni. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Mikil óánægja er meðal Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi eftir að tillaga um að flýta flokksþingi flokksins var felld með naumum meirihluta í dag. Þingmaður flokksins segir niðurstöðuna vonbrigði og það sé ótækt að ganga til kosninga án þess að boða til flokksþings. Flokksþing hefur æðsta vald í málefnum Framsóknarflokksins en á þinginu er æðsta stjórn flokksins kosin, það er formaður, varaformaður og ritari. Samkvæmt reglum flokksins eru tvær leiðir til að boða til þess. Annars vegar getur miðstjórn flokksins boðað til flokksþings og hins vegar er skylt að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinga óskar þess en þau eru fimm talsins. Þrjú kjördæmisþing voru haldin í dag – á Suðurlandi, Norðvesturlandi og Norðausturlandi. Í Suðurkjördæmi, sem er kjördæmi Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra, var tillaga um að halda flokksþing fyrir kosningar og kjósa þannig um nýja forystu, samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Í Norðvesturkjördæmi var slík tillaga samþykkt samhljóða. Í Norðausturkjördæmi, sem er kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins, var tillagan hins vegar felld með naumum meirihluta. „Ég er fyrst og fremst vonsvikinn að þetta hafi orðið niðurstaðan. Ég hélt að það væri augljóst og að það lægi fyrir að núverandi forysta og þá á ég við alla þá sem að eru í forystu flokksins, þar á meðal ég, þurfum að endurnýja umboð okkar á flokksþingi,” segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þar sé einnig mörkuð stefna fyrir komandi kosningar. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé algjörlega ótækt að það verði ekki flokksþing áður en við göngum til kosninga,” segir Höskuldur. Framsóknarflokkurinn á fjóra þingmenn í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu greiddu tveir þingmenn atkvæði með því að boðað yrði til flokksþings, þau Líneik Anna Sævarsdóttir og Höskuldur Þórhallsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þórunn Egilsdóttir greiddu hins vegar atkvæði gegn tillögunni.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira