„Að vera á tónleikaferðalagi getur verið erfitt en það er líka eitthvað það mest gefandi í lífinu,“ sagði tilfinningaríkur Justin Bieber í Kórnum í gær áður en hann tók lagið Purpose.
Bieber hélt tónleika í Kópavoginum í gær og mættu mörg þúsund Íslendingar á þá. Eitt fallegasta augnablikið á tónleikunum og eitt það besta var þegar hann tók lagið Purpose.
„Mig langar að þakka fyrir þá ást og umhyggju sem ég finn fyrir frá öllum. Ég veit fyrir víst að ég væri ekki hér nema með aðstoð frá gaurnum uppi á himnum. Við höfum öll einhverja hæfileika en það skiptir máli hvað maður gerir við þá.“
Hér að ofan má sjá myndband sem tónleikagestur sendi Lífinu ef flutningi Bieber.
Justin Bieber hélt fallega ræðu, þakkaði guði og söng síðan Purpose - Myndband
Tengdar fréttir

Bein útsending: Aðdáendur Justin Bieber streyma í Kórinn
Justin Bieber er mættur og stígur á sviðið í kvöld.

Einlægur Bieber slítur barnsskónum
Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi.

19 þúsund manns sungu Love Yourself með Justin Bieber
Aðdáendur Justin Bieber tóku mjög vel undir þegar poppstjarnan söng slagara sinn Love Yourself í Kórnum í kvöld.

Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni
Tónleikarnir í Kórnum í gærkvöldi voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose.