Daði Laxdal Gautason og bróðir hans Aron Gauti Laxdal Gautason ríða á vaðið í brelluskotskeppni Meistaradeildarinnar sem fór af stað í gær.
Þessir hæfileikaríku bræður unnu sláarkeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð með yfirburðum þegar þeir hreinlega tóku keppnina upp á næsta þrep eins og Vísir fjallaði um.
Daði og Aron Gauti fengu að launum ferð á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar og hafa nú verið fengnir til að keyra nýju brelluskotskeppnina í gang. Hún ber heitið Trick Shot Showdown en kassamerkið fyrir hana er #selecttrickshot.
Allir mega senda inn myndbönd með kassamerkinu en sigurvegararnir fá að launum dag í höfuðstöðvum boltaframleiðandans Select í Danmörku. Þar munu sigurvegararnir taka upp brelluskotsmyndband með tveimur atvinnumönnum sem keppa í Meistaradeildinni.
Aron og Daði eru búnir að setja viðmiðið í keppninni ansi hátt með þessu fyrsta myndbandi en við aðra sem ætla að spreyta segjum við bara: Gerið ykkar besta.
Þessi ótrúlegu skot Gautasona má sjá í spilaranum hér að ofan.
Gautasynir ríða á vaðið í brelluskotskeppni Meistaradeildarinnar
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið




Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn


Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



