Íslensk nútímatónlist í hæfilegum skammti Magnús Guðmundsson skrifar 16. september 2016 10:15 Haukur Tómasson tónskáld segir að tónskáld læri alltaf mest af því að heyra verk sín flutt. Visir/Vilhelm Það er ekki á hverjum degi sem fólki gefst möguleiki á því að rölta inn á flutning á nýju íslensku tónverki án endurgjalds. Tónverkið sem hér um ræðir tekur reyndar aðeins um tuttugu mínútur í flutningi og hentar því jafnt byrjendum sem lengra komnum og vanari áheyrendum. Verkið sem kallast Tímans tönn, eftir Hauk Tómasson tónskáld, er samið við ljóð Steinunnar Sigurðardóttur og verður flutt af Caput hópnum í Salnum á sunnudaginn kl. 16. Einsöngvari verður Þóra Einarsdóttir sópran. Haukur segir tilurð verksins reyndar vera nokkuð sérstaka.„Þetta kom þannig til að æskuvinur minn pantaði hjá mér tónverk í tilefni af fimmtugsafmæli eiginkonu sinnar. Ég hafði alveg frjálsar hendur og ég veit svo sem ekki alveg hvað varð til þess að ég valdi að semja þetta við ljóðin hennar Steinunnar. Hún er ein af þeim höfundum og skáldum sem ég hef mætur á og ég var að skoða hvað ég á eftir hana. Þá voru þarna fjögur ljóð sem kveiktu hjá mér einhverjar hugmyndir og mér fannst þau geta átt vel saman með einhverjum tengslum. Ljóð sem tengjast tímanum og árstíðunum. Í þessum ljóðum fann ég líka eiginleika sem hentuðu vel tónlistarpælingum sem að ég var í á þessum tíma. Þetta er svona spurning um hvernig tíminn líður og hversu fyrirsjáanlegur hann er. Hvenær hann gengur sinn vanagang og hvenær eitthvað óvænt kemur upp á. Það finnst mér eiga sér ákveðna hliðstæðu þegar ég hugsa um tónlist þar sem maður er alltaf að takast á við ákveðið jafnvægi á milli endurtekninga og nýrra hugmynda.“ Haukur segir að það hafi alltaf legið fyrir að Caput kæmi að flutningi verksins enda hafi hann lengi unnið mikið með því fólki sem þar starfar. „Ég þekki þau vel og hef unnið með þeim nánast frá upphafi á níunda áratugnum. Það hentar líka vel hversu sveigjanleg samsetning sveitarinnar er hverju sinni þannig að maður getur valið hvaða hljóðfæri maður notar í hvert eitt sinn. Caput er þannig ákaflega mikilvægt fyrirbæri fyrir tónskáld og maður lærir í raun alltaf mest á því að fá verkin flutt. Þóra ætlar að svo vera með okkur og hún er frábær söngkona og svo er þetta fimmtán manna sveit með fullt af slagverki. Tónleikarnir verða hljóðritaðir og frítt inn, þannig að það er tilvalið fyrir fólk að koma við og kynnast íslenskri nútímatónlist í hæfilegum skammti.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. september. Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem fólki gefst möguleiki á því að rölta inn á flutning á nýju íslensku tónverki án endurgjalds. Tónverkið sem hér um ræðir tekur reyndar aðeins um tuttugu mínútur í flutningi og hentar því jafnt byrjendum sem lengra komnum og vanari áheyrendum. Verkið sem kallast Tímans tönn, eftir Hauk Tómasson tónskáld, er samið við ljóð Steinunnar Sigurðardóttur og verður flutt af Caput hópnum í Salnum á sunnudaginn kl. 16. Einsöngvari verður Þóra Einarsdóttir sópran. Haukur segir tilurð verksins reyndar vera nokkuð sérstaka.„Þetta kom þannig til að æskuvinur minn pantaði hjá mér tónverk í tilefni af fimmtugsafmæli eiginkonu sinnar. Ég hafði alveg frjálsar hendur og ég veit svo sem ekki alveg hvað varð til þess að ég valdi að semja þetta við ljóðin hennar Steinunnar. Hún er ein af þeim höfundum og skáldum sem ég hef mætur á og ég var að skoða hvað ég á eftir hana. Þá voru þarna fjögur ljóð sem kveiktu hjá mér einhverjar hugmyndir og mér fannst þau geta átt vel saman með einhverjum tengslum. Ljóð sem tengjast tímanum og árstíðunum. Í þessum ljóðum fann ég líka eiginleika sem hentuðu vel tónlistarpælingum sem að ég var í á þessum tíma. Þetta er svona spurning um hvernig tíminn líður og hversu fyrirsjáanlegur hann er. Hvenær hann gengur sinn vanagang og hvenær eitthvað óvænt kemur upp á. Það finnst mér eiga sér ákveðna hliðstæðu þegar ég hugsa um tónlist þar sem maður er alltaf að takast á við ákveðið jafnvægi á milli endurtekninga og nýrra hugmynda.“ Haukur segir að það hafi alltaf legið fyrir að Caput kæmi að flutningi verksins enda hafi hann lengi unnið mikið með því fólki sem þar starfar. „Ég þekki þau vel og hef unnið með þeim nánast frá upphafi á níunda áratugnum. Það hentar líka vel hversu sveigjanleg samsetning sveitarinnar er hverju sinni þannig að maður getur valið hvaða hljóðfæri maður notar í hvert eitt sinn. Caput er þannig ákaflega mikilvægt fyrirbæri fyrir tónskáld og maður lærir í raun alltaf mest á því að fá verkin flutt. Þóra ætlar að svo vera með okkur og hún er frábær söngkona og svo er þetta fimmtán manna sveit með fullt af slagverki. Tónleikarnir verða hljóðritaðir og frítt inn, þannig að það er tilvalið fyrir fólk að koma við og kynnast íslenskri nútímatónlist í hæfilegum skammti.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. september.
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira