Dagný á toppi tilverunnar í Portland Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. september 2016 06:00 Dagný Brynjarsdóttir mætti síðust til Íslands enda langt að fara frá vesturströnd Bandaríkjanna. vísir/stefán „Það er ekki alveg klárt að við förum á EM en ef við spilum vel þá fáum við þrjú stig,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í viðtali við Fréttablaðið en stelpunum okkar nægir eitt stig í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2017 á föstudaginn gegn Slóveníu. Ísland vann Slóveníu, 6-0, í fyrri leik liðanna en stelpurnar bóka engan stórsigur. „Þegar við unnum þær 6-0 í fyrra var það síðasti leikur ársins og þá vorum við að toppa, en við spiluðum okkar besta leik. Ég held að 6-0 sigur þar gefi ekki alveg rétta mynd og segi að við eigum að rústa þeim heima en auðvitað komum við og spilum upp á sigur,“ segir Dagný.Dagný er búin að skora fimm mörk í undankeppninni.vísir/stefánStefnt á núllið Stelpurnar okkar eru efstar í riðlinum með fullt hús stiga og hafa ekki enn fengið á sig mark. Tveir leikir eru eftir og viðurkennir Dagný að það væri gaman að halda sama dampi í varnarleiknum. „Ég viðurkenni alveg að ég var ekkert farin að pæla í þessu fyrr en ég las þetta í fjölmiðlum. Auðvitað væri gaman að stefna á það í síðustu tveimur leikjunum að klára þetta á núllinu. Við reynum að spila eins góðan varnarleik og við getum þannig að ég held að við séum óbeint að stefna að því að halda hreinu út mótið,“ segir hún. Íslenska liðið hefur spilað stórvel og rústað næstbestu liðum riðilsins með markatölunni 10-0. Liðið hefur tekið miklum framförum undanfarin misseri. „Við höfum farið stigvaxandi sem lið og liðsheild síðan Freyr tók við. Núna er sami hópur búinn að vera saman í nokkur ár sem ég tel mjög mikilvægt. Við erum farnar að þekkja vel hver inn á aðra og spilum bæði varnarleikinn og sóknarleikinn sem liðsheild. Við vinnum hver fyrir aðra sem er rosalega mikilvægt,“ segir Dagný. Mögnuð miðja Dagný er hluti af frábærri þriggja manna miðju íslenska liðsins en ásamt henni spila þar markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi, Margrét Lára Viðarsdóttir, og hin eitilharða Sara Björk Gunnarsdóttir sem nýverið gekk í raðir eins besta liðs Evrópu. „Það er frábært að spila með þeim. Þær eru báðar ótrúlega góðir leikmenn og Margrét Lára goðsögn í íslenskum fótbolta. Við erum búnar að spila svolítið marga leiki saman á miðjunni og erum farnar að þekkja hver aðra mjög vel. Ef við höldum allar áfram að bæta okkur verður miðjan og liðið bara sterkara,“ segir Dagný.Dagný Brynjarsdóttir elskar að vera í Portland.vísir/stefánLífið ljúft í Portland Draumur Rangæingsins rættist í byrjun árs þegar hún gekk í raðir Portland Thorns í Bandaríkjunum. Fótboltaáhuginn í Portland er einn sá allra mesti vestanhafs og liðið eitt það besta í bandarísku kvennadeildinni. „Þetta er búið að vera frábært. Ég held að þetta sé hápunktur kvennaknattspyrnunnar. Við vorum með að meðaltali 16.000 manns á leik og vorum með fullt hús á síðasta leik. Ég get ekki ímyndað mér að einhvers staðar annars staðar sé betra að vera hvað varðar áhorfendur, aðstöðu og leikmannahópinn. Mér finnst þetta geðveikt og er rosalega ánægð þarna úti.“ En hvernig er lífið í Portland og hvað gerir atvinnukona í fótbolta þar? „Ég bý með danskri landsliðskonu. Sumarið er búið að vera mjög gott og við höfum verið duglegar að liggja í sólbaði á sundlaugarbakkanum. Svo förum við að versla og einnig er margt að skoða þarna. Það eru margir stórir garðar og hægt að fara í fjallgöngur þannig að við gerum mikið af því,“ segir Dagný.Ræður sér ekki sjálf Þó að Dagný telji sig vera á hátindi kvennaboltans hefur hún ekkert um það að segja í raun og veru hvar hún spilar á næsta ári. Þannig virkar einfaldlega bandaríska kerfið. „Þegar ég skrifa undir samninginn er ég að skrifa undir samning við deildina en eins og er þá er Portland með réttinn á mér. Portland má gera það sem það vill við mig eftir tímabilið hvort sem mig langar að vera þarna áfram eða ekki. Það er alltaf hægt að skipta á mér og einhverjum öðrum leikmanni sem ég hef lítið um að segja. Eins og staðan er í dag þá reikna ég með því að vera áfram hjá Portland á næsta ári,“ segir Dagný Brynjarsdóttir. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Markvörður íslenska kvennalandsliðsins fór frá tvöföldum Noregsmeisturum til nýliða í Svíþjóð. 13. september 2016 17:30 Gunnhildur Yrsa: Mun alltaf gefa mig 100 prósent í öll verkefni Garðbæingurinn er sátt með sitt hlutverk í íslenska landsliðinu sem ætlar sér á EM á föstudaginn. 13. september 2016 23:30 Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30 Berglind: Alltaf gaman að heyra að þjálfarinn treystir manni Berglind Björg Þorvaldsdóttir tekur sæti Hörpu Þorsteinsdóttur í byrjunarliði Íslands á föstudaginn. 14. september 2016 14:30 Dóra María: Sé ekkert eftir þessari ákvörðun Dóra María Lárusdóttir hætti í fótbolta 2014 en gæti nú spilað sinn 109. landsleik og þann fyrsta í tvö ár á föstudaginn. 14. september 2016 19:00 Afmælisbarnið Hallbera: „Það er eins gott að stelpurnar geri eitthvað fyrir mig“ Hallbera Gísladóttir fagnar þrítugsafmæli sínu í dag og ætlar að gefa sér sæti á EM í afmælisgjöf á föstudaginn. 14. september 2016 14:00 Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00 Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
„Það er ekki alveg klárt að við förum á EM en ef við spilum vel þá fáum við þrjú stig,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í viðtali við Fréttablaðið en stelpunum okkar nægir eitt stig í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2017 á föstudaginn gegn Slóveníu. Ísland vann Slóveníu, 6-0, í fyrri leik liðanna en stelpurnar bóka engan stórsigur. „Þegar við unnum þær 6-0 í fyrra var það síðasti leikur ársins og þá vorum við að toppa, en við spiluðum okkar besta leik. Ég held að 6-0 sigur þar gefi ekki alveg rétta mynd og segi að við eigum að rústa þeim heima en auðvitað komum við og spilum upp á sigur,“ segir Dagný.Dagný er búin að skora fimm mörk í undankeppninni.vísir/stefánStefnt á núllið Stelpurnar okkar eru efstar í riðlinum með fullt hús stiga og hafa ekki enn fengið á sig mark. Tveir leikir eru eftir og viðurkennir Dagný að það væri gaman að halda sama dampi í varnarleiknum. „Ég viðurkenni alveg að ég var ekkert farin að pæla í þessu fyrr en ég las þetta í fjölmiðlum. Auðvitað væri gaman að stefna á það í síðustu tveimur leikjunum að klára þetta á núllinu. Við reynum að spila eins góðan varnarleik og við getum þannig að ég held að við séum óbeint að stefna að því að halda hreinu út mótið,“ segir hún. Íslenska liðið hefur spilað stórvel og rústað næstbestu liðum riðilsins með markatölunni 10-0. Liðið hefur tekið miklum framförum undanfarin misseri. „Við höfum farið stigvaxandi sem lið og liðsheild síðan Freyr tók við. Núna er sami hópur búinn að vera saman í nokkur ár sem ég tel mjög mikilvægt. Við erum farnar að þekkja vel hver inn á aðra og spilum bæði varnarleikinn og sóknarleikinn sem liðsheild. Við vinnum hver fyrir aðra sem er rosalega mikilvægt,“ segir Dagný. Mögnuð miðja Dagný er hluti af frábærri þriggja manna miðju íslenska liðsins en ásamt henni spila þar markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi, Margrét Lára Viðarsdóttir, og hin eitilharða Sara Björk Gunnarsdóttir sem nýverið gekk í raðir eins besta liðs Evrópu. „Það er frábært að spila með þeim. Þær eru báðar ótrúlega góðir leikmenn og Margrét Lára goðsögn í íslenskum fótbolta. Við erum búnar að spila svolítið marga leiki saman á miðjunni og erum farnar að þekkja hver aðra mjög vel. Ef við höldum allar áfram að bæta okkur verður miðjan og liðið bara sterkara,“ segir Dagný.Dagný Brynjarsdóttir elskar að vera í Portland.vísir/stefánLífið ljúft í Portland Draumur Rangæingsins rættist í byrjun árs þegar hún gekk í raðir Portland Thorns í Bandaríkjunum. Fótboltaáhuginn í Portland er einn sá allra mesti vestanhafs og liðið eitt það besta í bandarísku kvennadeildinni. „Þetta er búið að vera frábært. Ég held að þetta sé hápunktur kvennaknattspyrnunnar. Við vorum með að meðaltali 16.000 manns á leik og vorum með fullt hús á síðasta leik. Ég get ekki ímyndað mér að einhvers staðar annars staðar sé betra að vera hvað varðar áhorfendur, aðstöðu og leikmannahópinn. Mér finnst þetta geðveikt og er rosalega ánægð þarna úti.“ En hvernig er lífið í Portland og hvað gerir atvinnukona í fótbolta þar? „Ég bý með danskri landsliðskonu. Sumarið er búið að vera mjög gott og við höfum verið duglegar að liggja í sólbaði á sundlaugarbakkanum. Svo förum við að versla og einnig er margt að skoða þarna. Það eru margir stórir garðar og hægt að fara í fjallgöngur þannig að við gerum mikið af því,“ segir Dagný.Ræður sér ekki sjálf Þó að Dagný telji sig vera á hátindi kvennaboltans hefur hún ekkert um það að segja í raun og veru hvar hún spilar á næsta ári. Þannig virkar einfaldlega bandaríska kerfið. „Þegar ég skrifa undir samninginn er ég að skrifa undir samning við deildina en eins og er þá er Portland með réttinn á mér. Portland má gera það sem það vill við mig eftir tímabilið hvort sem mig langar að vera þarna áfram eða ekki. Það er alltaf hægt að skipta á mér og einhverjum öðrum leikmanni sem ég hef lítið um að segja. Eins og staðan er í dag þá reikna ég með því að vera áfram hjá Portland á næsta ári,“ segir Dagný Brynjarsdóttir.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Markvörður íslenska kvennalandsliðsins fór frá tvöföldum Noregsmeisturum til nýliða í Svíþjóð. 13. september 2016 17:30 Gunnhildur Yrsa: Mun alltaf gefa mig 100 prósent í öll verkefni Garðbæingurinn er sátt með sitt hlutverk í íslenska landsliðinu sem ætlar sér á EM á föstudaginn. 13. september 2016 23:30 Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30 Berglind: Alltaf gaman að heyra að þjálfarinn treystir manni Berglind Björg Þorvaldsdóttir tekur sæti Hörpu Þorsteinsdóttur í byrjunarliði Íslands á föstudaginn. 14. september 2016 14:30 Dóra María: Sé ekkert eftir þessari ákvörðun Dóra María Lárusdóttir hætti í fótbolta 2014 en gæti nú spilað sinn 109. landsleik og þann fyrsta í tvö ár á föstudaginn. 14. september 2016 19:00 Afmælisbarnið Hallbera: „Það er eins gott að stelpurnar geri eitthvað fyrir mig“ Hallbera Gísladóttir fagnar þrítugsafmæli sínu í dag og ætlar að gefa sér sæti á EM í afmælisgjöf á föstudaginn. 14. september 2016 14:00 Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00 Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Markvörður íslenska kvennalandsliðsins fór frá tvöföldum Noregsmeisturum til nýliða í Svíþjóð. 13. september 2016 17:30
Gunnhildur Yrsa: Mun alltaf gefa mig 100 prósent í öll verkefni Garðbæingurinn er sátt með sitt hlutverk í íslenska landsliðinu sem ætlar sér á EM á föstudaginn. 13. september 2016 23:30
Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30
Berglind: Alltaf gaman að heyra að þjálfarinn treystir manni Berglind Björg Þorvaldsdóttir tekur sæti Hörpu Þorsteinsdóttur í byrjunarliði Íslands á föstudaginn. 14. september 2016 14:30
Dóra María: Sé ekkert eftir þessari ákvörðun Dóra María Lárusdóttir hætti í fótbolta 2014 en gæti nú spilað sinn 109. landsleik og þann fyrsta í tvö ár á föstudaginn. 14. september 2016 19:00
Afmælisbarnið Hallbera: „Það er eins gott að stelpurnar geri eitthvað fyrir mig“ Hallbera Gísladóttir fagnar þrítugsafmæli sínu í dag og ætlar að gefa sér sæti á EM í afmælisgjöf á föstudaginn. 14. september 2016 14:00
Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00
Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti