Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2016 17:30 Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er ekki enn búin að fá á sig mark í undankeppni EM 2017. Það er ein ástæða þess að eitt stig er nóg fyrir stelpurnar okkar í leiknum gegn Slóveníu á föstudagskvöldið. Ísland vann Slóvena, 6-0, þegar liðin mættust ytra en allir leikmenn liðsins og þjálfarateymið hafa reynt að koma því til skila að Slóvenar séu með betra lið en það. „Slóvenía er miklu betra lið en það lítur út fyrir að vera. Við vinnum þær 6-0 á útivelli en í þeim leik hafði ég hvað mest að gera í markinu,“ segir Guðbjörg sem rifbeinsbrotnaði í útileiknum. „Þær fara af hörku inn í öll návígi þannig við þurfum að mæta þeim af meiri krafti. Þær eru með gott sóknarlið þannig við vissum að ef við gætum spilað út úr fyrstu pressu en ekki bara hreinsað og sækja þannig myndum við fá góðar sóknir.“Guðbjörg teygir fyrir æfingu liðsins í dag.vísir/gettyGengur mjög vel úti Guðbjörg og stöllur hennar í landsliðinu gáfu það út fyrir undankeppnina að þær vildu ekki bara komast á EM þriðja skiptið í röð heldur vinna sinn riðil í undankeppninni. „Það er meiri pressa á okkur núna. Við gáfum það út fyrir mótið að við ætluðum að vinna riðilinn. Það er ekkert öruggt enn þá. Við getum enn misstigið okkur. Því betra sem liðið verður því meiri pressa er en við bjuggum þetta til sjálfar,“ segir hún. Þessi öflugi markvörður yfirgaf tvöfalda Noregsmeistara Lilleström eftir síðustu leiktíð og gekk aftur í raðir Djurgården í Svíþjóð þar sem Guðbjörg hóf atvinnumannaferilinn. Það var hugsun á bakvið það. „Mér gengur mjög vel úti þannig ég kem til leiks full sjálfstraust og í góðu formi. Ég valdi meðvitað að fara í lið sem er nýliði í efstu deild. Það er ákveðin áskorun sem markvörður að fara til þannig liðs þar sem það verður mikið að gera í hverjum einasta leik og þín frammistaða getur skilað stigum. Það finnst mér ótrúlega skemmtilegt,“ segir Guðbjörgn en getur hún lofað EM-sæti á föstudagskvöldið? „Það ætla ég rétt að vona. Við verðum með sama leikskipulag og alltaf og ætlum að reyna að spila flottan fótbolta. Við erum alltaf meira að yfirgefa gamla góða íslenska leikstílinn að bomba boltanum bara fram,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30 Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00 Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er ekki enn búin að fá á sig mark í undankeppni EM 2017. Það er ein ástæða þess að eitt stig er nóg fyrir stelpurnar okkar í leiknum gegn Slóveníu á föstudagskvöldið. Ísland vann Slóvena, 6-0, þegar liðin mættust ytra en allir leikmenn liðsins og þjálfarateymið hafa reynt að koma því til skila að Slóvenar séu með betra lið en það. „Slóvenía er miklu betra lið en það lítur út fyrir að vera. Við vinnum þær 6-0 á útivelli en í þeim leik hafði ég hvað mest að gera í markinu,“ segir Guðbjörg sem rifbeinsbrotnaði í útileiknum. „Þær fara af hörku inn í öll návígi þannig við þurfum að mæta þeim af meiri krafti. Þær eru með gott sóknarlið þannig við vissum að ef við gætum spilað út úr fyrstu pressu en ekki bara hreinsað og sækja þannig myndum við fá góðar sóknir.“Guðbjörg teygir fyrir æfingu liðsins í dag.vísir/gettyGengur mjög vel úti Guðbjörg og stöllur hennar í landsliðinu gáfu það út fyrir undankeppnina að þær vildu ekki bara komast á EM þriðja skiptið í röð heldur vinna sinn riðil í undankeppninni. „Það er meiri pressa á okkur núna. Við gáfum það út fyrir mótið að við ætluðum að vinna riðilinn. Það er ekkert öruggt enn þá. Við getum enn misstigið okkur. Því betra sem liðið verður því meiri pressa er en við bjuggum þetta til sjálfar,“ segir hún. Þessi öflugi markvörður yfirgaf tvöfalda Noregsmeistara Lilleström eftir síðustu leiktíð og gekk aftur í raðir Djurgården í Svíþjóð þar sem Guðbjörg hóf atvinnumannaferilinn. Það var hugsun á bakvið það. „Mér gengur mjög vel úti þannig ég kem til leiks full sjálfstraust og í góðu formi. Ég valdi meðvitað að fara í lið sem er nýliði í efstu deild. Það er ákveðin áskorun sem markvörður að fara til þannig liðs þar sem það verður mikið að gera í hverjum einasta leik og þín frammistaða getur skilað stigum. Það finnst mér ótrúlega skemmtilegt,“ segir Guðbjörgn en getur hún lofað EM-sæti á föstudagskvöldið? „Það ætla ég rétt að vona. Við verðum með sama leikskipulag og alltaf og ætlum að reyna að spila flottan fótbolta. Við erum alltaf meira að yfirgefa gamla góða íslenska leikstílinn að bomba boltanum bara fram,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30 Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00 Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Sjá meira
Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30
Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00
Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti