Nýliði stígur fram á stóra sviðið með Dallas Cowboys í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2016 08:00 Hvað gerir Dak í sviðsljósinu? Vísir/getty NFL-deildin hófst með leik Carolina Panthers og Denver Broncos á fimmtudaginn en alls fara fram þrettán leikir í deildinni í dag og mun Stöð 2 Sport sýna leik Dallas Cowboys og New York Giants í beinni útsendingu klukkan 20:25. Það eru mörg spurningarmerki yfir liði Dallas Cowboys í ár en eftir að hafa verið nálægt því að komast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar fyrir tveimur árum gekk ekkert hjá liðinu á síðasta tímabili. Leikstjórnandi liðsins, Tony Romo, meiddist strax í öðrum leik tímabilsins aðeins viku eftir að hafa horft á eftir einum af bestu útherjum deildarinnar, Dez Bryant, meiðast í fyrsta leik tímabilsins. Hvorugur þeirra náði sér á strik á tímabilinu og um leið náði liðið sér aldrei á strik og vann aðeins fjóra leiki af sextán á tímabili sem markmiðið var titillinn. Miklar vonir voru bundnar við að gengi liðsins myndi snúast þegar þeir myndu snúa aftur ásamt því að liðið bætti við sig hlauparanum Ezekiel Elliot með fjórða valrétt í nýliðavalinu í vor. Í þriðja leik undirbúningstímabilsins meiddist hinsvegar Tony Romo á ný en hann missir af allt að átta leikjum liðsins á meðan endurhæfingunni stendur. Það er því komið að Dak Prescott, leikstjórnanda sem Dallas valdi með 135. valrétt í nýliðavalinu í vor. Alls voru teknir sjö leikstjórnendur áður en Dallas valdi Prescott sem kemur í deildina úr Mississippi State háskólanum.Það verða miklar væntingar gerðar til Damon Harrison sem lék áður fyrr með nágrönnunum í New York Jets.Vísir/GettyPrescott lék vel á undirbúningstímabilinu en það er allt annar sálmur að leika í NFL-deildinni þar sem varnarmenn halda ekki aftur af sér. Kláraði hann 39 sendingar af 50 (78% heppnaðar) sem töldu alls 454 jarda, fimm snertimörk ásamt því að skora sjálfur tvö snertimörk sem hlaupari án þess að kasta frá sér boltanum. Forráðamenn New York Giants réðu nýjan þjálfara eftir ellefu ár undir stjórn Tom Coughlin en undir stjórn Coughlin lyfti Giants-liðið Superbowl bikarnum í þrígang. Í hans stað er kominn hinn 39 árs gamli Ben McAdoo sem stýrði sóknarleik liðsins á síðasta ári. Hann hefur komið víða við í deildinni en þetta er fyrsta tækifæri hans sem aðalþjálfari liðs í NFL-deildinni. Forráðamenn Giants bættu við þremur öflugum varnarmönnum í Janoris Jenkins, Olivier Vernon og Damon Harrison ásamt því að velja varnarmanninn Eli Apple með fyrsta valrétt í vor. Þar að auki mun ein skærasta stjarna varnarlínu liðsins, Jason Pierre-Paul, verður með allt tímabilið en hann missti af upphafi tímabilsins á síðasta tímabili eftir að hafa slasað sig við flugeldanotkun. Risarnir frá New York hafa ekki tekið þátt í úrslitakeppninni í fjögur ár og eru forráðamenn liðsins staðráðnir að koma liðinu aftur í fremstu röð. NFL Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira
NFL-deildin hófst með leik Carolina Panthers og Denver Broncos á fimmtudaginn en alls fara fram þrettán leikir í deildinni í dag og mun Stöð 2 Sport sýna leik Dallas Cowboys og New York Giants í beinni útsendingu klukkan 20:25. Það eru mörg spurningarmerki yfir liði Dallas Cowboys í ár en eftir að hafa verið nálægt því að komast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar fyrir tveimur árum gekk ekkert hjá liðinu á síðasta tímabili. Leikstjórnandi liðsins, Tony Romo, meiddist strax í öðrum leik tímabilsins aðeins viku eftir að hafa horft á eftir einum af bestu útherjum deildarinnar, Dez Bryant, meiðast í fyrsta leik tímabilsins. Hvorugur þeirra náði sér á strik á tímabilinu og um leið náði liðið sér aldrei á strik og vann aðeins fjóra leiki af sextán á tímabili sem markmiðið var titillinn. Miklar vonir voru bundnar við að gengi liðsins myndi snúast þegar þeir myndu snúa aftur ásamt því að liðið bætti við sig hlauparanum Ezekiel Elliot með fjórða valrétt í nýliðavalinu í vor. Í þriðja leik undirbúningstímabilsins meiddist hinsvegar Tony Romo á ný en hann missir af allt að átta leikjum liðsins á meðan endurhæfingunni stendur. Það er því komið að Dak Prescott, leikstjórnanda sem Dallas valdi með 135. valrétt í nýliðavalinu í vor. Alls voru teknir sjö leikstjórnendur áður en Dallas valdi Prescott sem kemur í deildina úr Mississippi State háskólanum.Það verða miklar væntingar gerðar til Damon Harrison sem lék áður fyrr með nágrönnunum í New York Jets.Vísir/GettyPrescott lék vel á undirbúningstímabilinu en það er allt annar sálmur að leika í NFL-deildinni þar sem varnarmenn halda ekki aftur af sér. Kláraði hann 39 sendingar af 50 (78% heppnaðar) sem töldu alls 454 jarda, fimm snertimörk ásamt því að skora sjálfur tvö snertimörk sem hlaupari án þess að kasta frá sér boltanum. Forráðamenn New York Giants réðu nýjan þjálfara eftir ellefu ár undir stjórn Tom Coughlin en undir stjórn Coughlin lyfti Giants-liðið Superbowl bikarnum í þrígang. Í hans stað er kominn hinn 39 árs gamli Ben McAdoo sem stýrði sóknarleik liðsins á síðasta ári. Hann hefur komið víða við í deildinni en þetta er fyrsta tækifæri hans sem aðalþjálfari liðs í NFL-deildinni. Forráðamenn Giants bættu við þremur öflugum varnarmönnum í Janoris Jenkins, Olivier Vernon og Damon Harrison ásamt því að velja varnarmanninn Eli Apple með fyrsta valrétt í vor. Þar að auki mun ein skærasta stjarna varnarlínu liðsins, Jason Pierre-Paul, verður með allt tímabilið en hann missti af upphafi tímabilsins á síðasta tímabili eftir að hafa slasað sig við flugeldanotkun. Risarnir frá New York hafa ekki tekið þátt í úrslitakeppninni í fjögur ár og eru forráðamenn liðsins staðráðnir að koma liðinu aftur í fremstu röð.
NFL Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira