Henrik Ibsen og samtíminn Sigríður Jónsdóttir skrifar 10. september 2016 09:30 Kai Remlov dansar í hlutverki Ekdals gamla og bak við hann er Mads Ousdal í hlutverki Gregers Werle. Mynd/Øyvind Eide Um þessar mundir er haldin heljarinnar hátíð í höfuðborg Noregs undir nafninu Ibsen Festival en fyrsta hátíðin var haldin árið 1990. Á tuttugu- og sex árum hefur hún vaxið með ári hverju, í þetta skiptið spannar hún átján daga, frá 8. til 25. september, sem innihalda meira en 170 viðburði: Leiksýningar, skoðunarferðir, fyrirlestrar og fjölmargt annað er á boðstólum. Flestar leiksýningarnar koma frá Norðurlöndunum en einnig eru sýningar frá Grikklandi, Ungverjalandi og Zimbabwe svo eitthvað sé nefnt. Allar eiga þær sameiginlegt að tækla verk eftir höfuðleikskáld Noregs: Henrik Ibsen. Það er því mikill heiður fyrir Ísland og sviðslistamenningu landsins að opnunarsýningin í ár er unnin af Íslendingum og var frumsýnd á stóra sviði Þjóðleikhúss Noregs síðastliðinn fimmtudag við mikinn fögnuð áhorfenda. Þorleifur Örn Arnarsson og Mikael Torfason snúa bökum saman aftur en nú liggur sjálfur Henrik Ibsen undir. Þeirra síðasta samvinnuverkefni var Njála á liðnu íslenska leikári en sú sýning gengur enn í Borgarleikhúsinu og sópaði til sín Grímuverðlaunum nú í júní. Eins og þeirra er von og vísa ráðast þeir ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Þeim nægir ekki að taka fyrir eitt verk eftir Ibsen heldur tvö. Leikverkunum Villiöndinni og Fjandmanni fólksins eftir Henrik Ibsen, sem samin voru af höfundinum með stuttu millibili, er hressilega blandað saman af Þorleifi Erni og Mikael. Sýningin hefur fengið nafnið Vildanden + En folkefiende – Enemy of the Duck og inniheldur spuna, samtímalegar vísanir og dragsýningu undir tónum Páls Óskars. Með þeim í för eru sviðsmyndahönnuðurinn Vytautas Narbutas, búningahönnuðurinn Sunneva Ása Weisshappel og tónlistarmaðurinn Bjarni Frímann. Að sögn leikstjórans er sýningin hugsuð sem vettvangur til að skoða hugmyndina um sannleikann, bæði í persónulegu og samfélagslegu samhengi. Örlög Werle- og Ekdal-fjölskyldnanna eru þrædd saman svo úr verður epísk frásögn um ábyrgð, ástir og afdrifaríkar ákvarðanir. Werle-bræðurna leika Mads Ousdal og Eindride Eidsvold sem báðir eru þjóðþekktir í Noregi. Sumir af reyndustu leikurum hússins taka einnig þátt þar á meðal Kai Remlov og Frøydis Armand, bæði hafa þau verið fastráðin við leikhúsið í áratugi en hlutverk Kai sem Ekdal gamli verður hans síðasta sem fastráðins leikari við húsið.Sena úr uppfærslu Þorleifs og Mikaels á Ibsen.Mynd/Øyvind EideSýningin hefur nú þegar vakið mikla lukku gagnrýnenda en bæði Dagbladet og VG gáfu sýningunni fimm stjörnur af sex mögulegum nú á föstudaginn. Áhorfendur risu á fætur í lok sýningar og Hanne Tømte, listrænn stjórnandi Ibsen-hátíðarinnar, fór fögrum orðum um hópinn í frumsýningarboði seinna um kvöldið. En Þorleifur Örn og Mikael eru ekki einu Íslendingarnir að sýna verk á hátíðinni. Þann 18. september verða sex ný leikrit frá Norðurlöndunum lesin í Dramatikkens hus. Íslenska framlagið, valið af sérstakri dómnefnd sem besta leikritið á tímabilinu janúar 2014 til desember 2015, að þessu sinni er Segulsvið eftir Sigurð Pálsson sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma. Leikararnir Hannes Óli Ágústsson og Margrét Vilhjálmsdóttir munu leiklesa verkið og koma fram ásamt öðrum norrænum leikurum. Einn af hápunktum hátíðarinnar er afhending alþjóðlegu Ibsen-verðlaunanna sem heiðrar sviðslistafólk sem skarað hefur fram úr á sínu sviði, en þau eru afhent á tveggja ára fresti. Að þessu sinni hlýtur breski sviðslistahópurinn Forced Entertainment verðlaunin og verðlaunafé upp á tæpar 35 milljónir íslenskra króna fylgir í kaupbæti. Þau munu einnig sýna nokkur af sínum bestu verkum á hátíðinni. Ósló iðar af leikhúslífi þessa dagana og mun gera langt fram í september. Íslendingar sem eiga leið um Ósló eða búa þar í bæ eru hvattir til að láta þessa hátíð til heiðurs Henrik Ibsen ekki fram hjá sér fara. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september. Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Um þessar mundir er haldin heljarinnar hátíð í höfuðborg Noregs undir nafninu Ibsen Festival en fyrsta hátíðin var haldin árið 1990. Á tuttugu- og sex árum hefur hún vaxið með ári hverju, í þetta skiptið spannar hún átján daga, frá 8. til 25. september, sem innihalda meira en 170 viðburði: Leiksýningar, skoðunarferðir, fyrirlestrar og fjölmargt annað er á boðstólum. Flestar leiksýningarnar koma frá Norðurlöndunum en einnig eru sýningar frá Grikklandi, Ungverjalandi og Zimbabwe svo eitthvað sé nefnt. Allar eiga þær sameiginlegt að tækla verk eftir höfuðleikskáld Noregs: Henrik Ibsen. Það er því mikill heiður fyrir Ísland og sviðslistamenningu landsins að opnunarsýningin í ár er unnin af Íslendingum og var frumsýnd á stóra sviði Þjóðleikhúss Noregs síðastliðinn fimmtudag við mikinn fögnuð áhorfenda. Þorleifur Örn Arnarsson og Mikael Torfason snúa bökum saman aftur en nú liggur sjálfur Henrik Ibsen undir. Þeirra síðasta samvinnuverkefni var Njála á liðnu íslenska leikári en sú sýning gengur enn í Borgarleikhúsinu og sópaði til sín Grímuverðlaunum nú í júní. Eins og þeirra er von og vísa ráðast þeir ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Þeim nægir ekki að taka fyrir eitt verk eftir Ibsen heldur tvö. Leikverkunum Villiöndinni og Fjandmanni fólksins eftir Henrik Ibsen, sem samin voru af höfundinum með stuttu millibili, er hressilega blandað saman af Þorleifi Erni og Mikael. Sýningin hefur fengið nafnið Vildanden + En folkefiende – Enemy of the Duck og inniheldur spuna, samtímalegar vísanir og dragsýningu undir tónum Páls Óskars. Með þeim í för eru sviðsmyndahönnuðurinn Vytautas Narbutas, búningahönnuðurinn Sunneva Ása Weisshappel og tónlistarmaðurinn Bjarni Frímann. Að sögn leikstjórans er sýningin hugsuð sem vettvangur til að skoða hugmyndina um sannleikann, bæði í persónulegu og samfélagslegu samhengi. Örlög Werle- og Ekdal-fjölskyldnanna eru þrædd saman svo úr verður epísk frásögn um ábyrgð, ástir og afdrifaríkar ákvarðanir. Werle-bræðurna leika Mads Ousdal og Eindride Eidsvold sem báðir eru þjóðþekktir í Noregi. Sumir af reyndustu leikurum hússins taka einnig þátt þar á meðal Kai Remlov og Frøydis Armand, bæði hafa þau verið fastráðin við leikhúsið í áratugi en hlutverk Kai sem Ekdal gamli verður hans síðasta sem fastráðins leikari við húsið.Sena úr uppfærslu Þorleifs og Mikaels á Ibsen.Mynd/Øyvind EideSýningin hefur nú þegar vakið mikla lukku gagnrýnenda en bæði Dagbladet og VG gáfu sýningunni fimm stjörnur af sex mögulegum nú á föstudaginn. Áhorfendur risu á fætur í lok sýningar og Hanne Tømte, listrænn stjórnandi Ibsen-hátíðarinnar, fór fögrum orðum um hópinn í frumsýningarboði seinna um kvöldið. En Þorleifur Örn og Mikael eru ekki einu Íslendingarnir að sýna verk á hátíðinni. Þann 18. september verða sex ný leikrit frá Norðurlöndunum lesin í Dramatikkens hus. Íslenska framlagið, valið af sérstakri dómnefnd sem besta leikritið á tímabilinu janúar 2014 til desember 2015, að þessu sinni er Segulsvið eftir Sigurð Pálsson sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma. Leikararnir Hannes Óli Ágústsson og Margrét Vilhjálmsdóttir munu leiklesa verkið og koma fram ásamt öðrum norrænum leikurum. Einn af hápunktum hátíðarinnar er afhending alþjóðlegu Ibsen-verðlaunanna sem heiðrar sviðslistafólk sem skarað hefur fram úr á sínu sviði, en þau eru afhent á tveggja ára fresti. Að þessu sinni hlýtur breski sviðslistahópurinn Forced Entertainment verðlaunin og verðlaunafé upp á tæpar 35 milljónir íslenskra króna fylgir í kaupbæti. Þau munu einnig sýna nokkur af sínum bestu verkum á hátíðinni. Ósló iðar af leikhúslífi þessa dagana og mun gera langt fram í september. Íslendingar sem eiga leið um Ósló eða búa þar í bæ eru hvattir til að láta þessa hátíð til heiðurs Henrik Ibsen ekki fram hjá sér fara. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september.
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira