Ásgeir Börkur: Erum betri en taflan segir til um Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2016 07:00 Ásgeir Börkur hefur fulla trú á því að Fylkir geti unnið KR. vísir/anton Fylkismenn eru í erfiðri stöðu fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild karla á morgun. Árbæingar sitja í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 19 stig, tveimur stigum frá 10. sætinu þar sem Víkingur Ó. situr. ÍBV er svo í 9. sætinu með 22 stig en miklu betri markatölu en bæði Ólsarar og Fylkismenn. Árbæingar mæta KR í lokaumferðinni á morgun og þurfa að vinna og treysta á að Víkingur Ó. vinni ekki Stjörnuna á sama tíma til að bjarga sér frá falli. Fylkismenn eru því ekki með örlögin í sínum höndum sem Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði liðsins, segir að sé óþægilegt.Þurfum að klára okkar verkefni „Það er ekkert þægilegt að þurfa að treysta á aðra. Við þurfum bara að gera okkar og vona að það verði nóg. Við ætlum að leggja allt í þennan leik,“ sagði Ásgeir Börkur í samtali við Vísi í gær. Þrátt fyrir erfiða stöðu og slakan árangur Fylkis gegn KR á undanförnum árum hefur fyrirliðinn trú á sigri á morgun. „Það eru hæðir og lægðir í þessum fótbolta. Þegar það kemur niðursveifla þarf maður að hafa enn meiri trú á sér og liðsfélögunum. Ég hef bullandi trú á þessu,“ sagði Ásgeir Börkur. Fylkismenn hafa farið illa að ráði sínu í mörgum leikjum í sumar, nú síðast gegn Þrótti í 21. umferð Pepsi-deildarinnar þar sem Árbæingum mistókst að vinna botnliðið.Græða ekkert á sjálfsvorkunn „Auðvitað var þetta svekkjandi en maður græðir ekkert á því að vorkenna sjálfum sér. Það var drullusvekkjandi að ná ekki að klára þennan leik en 2-3 tímum eftir hann ákváðum við að einbeita okkur að leiknum við KR,“ sagði Ásgeir Börkur. En finnst honum staða liðsins ekki gefa rétta mynd af getu þess? „Já, mér finnst það. Maður hugsaði ekki að við yrðum á þessum stað í lok tímabilsins. Við erum með betra lið en taflan segir til um. En við höfum verið sjálfum okkur verstir og það er spurning hvort við eigum meira skilið,“ sagði Ásgeir Börkur og bætti við að Fylkismenn gætu ekki kennt neinum öðrum um en sjálfum sér um hversu svört staða liðsins er orðin. Fylkir fagnar hálfrar aldar afmæli sínu á næsta ári en svo gæti farið að hvorki karla- né kvennalið félagsins verði í efstu deild árið 2017. „Maður getur ekkert leyft sér að hugsa þannig fyrr en að raunin er önnur. Eins og staðan er í dag og þangað til annað kemur í ljós erum við með tvö góð lið í efstu deild. Auðvitað yrði þetta hundleiðinlegt því Fylkir á að vera með bæði karla- og kvennalið í efstu deild. Ég fer ekkert ofan af því,“ sagði Ásgeir Börkur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ruth: Ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. 30. september 2016 06:30 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Fylkismenn eru í erfiðri stöðu fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild karla á morgun. Árbæingar sitja í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 19 stig, tveimur stigum frá 10. sætinu þar sem Víkingur Ó. situr. ÍBV er svo í 9. sætinu með 22 stig en miklu betri markatölu en bæði Ólsarar og Fylkismenn. Árbæingar mæta KR í lokaumferðinni á morgun og þurfa að vinna og treysta á að Víkingur Ó. vinni ekki Stjörnuna á sama tíma til að bjarga sér frá falli. Fylkismenn eru því ekki með örlögin í sínum höndum sem Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði liðsins, segir að sé óþægilegt.Þurfum að klára okkar verkefni „Það er ekkert þægilegt að þurfa að treysta á aðra. Við þurfum bara að gera okkar og vona að það verði nóg. Við ætlum að leggja allt í þennan leik,“ sagði Ásgeir Börkur í samtali við Vísi í gær. Þrátt fyrir erfiða stöðu og slakan árangur Fylkis gegn KR á undanförnum árum hefur fyrirliðinn trú á sigri á morgun. „Það eru hæðir og lægðir í þessum fótbolta. Þegar það kemur niðursveifla þarf maður að hafa enn meiri trú á sér og liðsfélögunum. Ég hef bullandi trú á þessu,“ sagði Ásgeir Börkur. Fylkismenn hafa farið illa að ráði sínu í mörgum leikjum í sumar, nú síðast gegn Þrótti í 21. umferð Pepsi-deildarinnar þar sem Árbæingum mistókst að vinna botnliðið.Græða ekkert á sjálfsvorkunn „Auðvitað var þetta svekkjandi en maður græðir ekkert á því að vorkenna sjálfum sér. Það var drullusvekkjandi að ná ekki að klára þennan leik en 2-3 tímum eftir hann ákváðum við að einbeita okkur að leiknum við KR,“ sagði Ásgeir Börkur. En finnst honum staða liðsins ekki gefa rétta mynd af getu þess? „Já, mér finnst það. Maður hugsaði ekki að við yrðum á þessum stað í lok tímabilsins. Við erum með betra lið en taflan segir til um. En við höfum verið sjálfum okkur verstir og það er spurning hvort við eigum meira skilið,“ sagði Ásgeir Börkur og bætti við að Fylkismenn gætu ekki kennt neinum öðrum um en sjálfum sér um hversu svört staða liðsins er orðin. Fylkir fagnar hálfrar aldar afmæli sínu á næsta ári en svo gæti farið að hvorki karla- né kvennalið félagsins verði í efstu deild árið 2017. „Maður getur ekkert leyft sér að hugsa þannig fyrr en að raunin er önnur. Eins og staðan er í dag og þangað til annað kemur í ljós erum við með tvö góð lið í efstu deild. Auðvitað yrði þetta hundleiðinlegt því Fylkir á að vera með bæði karla- og kvennalið í efstu deild. Ég fer ekkert ofan af því,“ sagði Ásgeir Börkur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ruth: Ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. 30. september 2016 06:30 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Ruth: Ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. 30. september 2016 06:30
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn