Ruth: Ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2016 06:30 Fylkir er með örlögin í sínum höndum. vísir/ernir Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. Fjögur neðstu liðin mætast innbyrðis í dag. KR sækir ÍA heim og í Árbænum mætast Fylkir og Selfoss. Þrátt fyrir dapurt gengi í sumar og fjögur töp í röð eru Fylkiskonur enn með örlögin í sínum höndum. Vinni þær Selfyssinga eru þær hólpnar. „Það er miklu betra að þetta sé í okkar höndum. Við þurfum bara að treysta á okkur sjálfar. Við förum bara með eitt markmið í þennan leik og það er að vinna,“ sagði Ruth Þórðar Þórðardóttir, fyrirliði Fylkis, í samtali við Vísi í gær. Hún segir að slæmt gengi í sumar hafi eðlilega áhrif á sálarástand leikmanna liðsins.Skakkaföll í sumar „Það gerir það auðvitað. Við erum líka búnar að lenda í miklum áföllum, misst marga leikmenn og gengið í gegnum ýmislegt í sumar. En hópurinn sem er núna er þéttur og góður,“ sagði Ruth.Í síðustu viku skipti Fylkir um þjálfara. Eiður Benedikt Eiríksson var látinn fara og við tók Kristbjörg Ingadóttir. Þjálfaraskiptin báru ekki árangur strax en í fyrsta leik eftir þau tapaði Fylkir 6-0 fyrir Þór/KA. „Það er kannski ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma, þetta eru bara 10 dagar eða svo. En ég held að þetta hafi verið gert með hagsmuni liðsins á þessum tímapunkti í huga. Það verður bara í koma í ljós hvort þetta var rétt ákvörðun eða ekki,“ sagði Ruth. Fylkir hefur lent nokkrum vandræðum með leikmenn í sumar, sumir meiðst og aðrir farið, og fyrir vikið hafa ungir leikmenn fengið tækifæri. Það gæti reynst dýrmætt upp á framtíðina að gera segir Ruth. „Í byrjun tímabils vorum við með mjög góðan hóp en við höfum lent í miklum áföllum; mikið af meiðslum og útlendingarnir stóðu ekki undir væntingum og fóru svo. Ungar stelpur, úr 2. og 3. flokki, hafa fengið tækifæri og eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Það er vonandi jákvætt fyrir framtíðina,“ sagði Ruth.Reynir á reynsluna Þrátt fyrir að það hafi kvarnast úr leikmannahópi Fylkis í sumar er töluverð reynsla til staðar í hópnum. „Við erum nokkrar sem eru búnar að spila mjög lengi saman og lengi fyrir Fylki. Nú þurfum við, og ungu stelpurnar, að stíga upp,“ sagði Ruth að endingu. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. Fjögur neðstu liðin mætast innbyrðis í dag. KR sækir ÍA heim og í Árbænum mætast Fylkir og Selfoss. Þrátt fyrir dapurt gengi í sumar og fjögur töp í röð eru Fylkiskonur enn með örlögin í sínum höndum. Vinni þær Selfyssinga eru þær hólpnar. „Það er miklu betra að þetta sé í okkar höndum. Við þurfum bara að treysta á okkur sjálfar. Við förum bara með eitt markmið í þennan leik og það er að vinna,“ sagði Ruth Þórðar Þórðardóttir, fyrirliði Fylkis, í samtali við Vísi í gær. Hún segir að slæmt gengi í sumar hafi eðlilega áhrif á sálarástand leikmanna liðsins.Skakkaföll í sumar „Það gerir það auðvitað. Við erum líka búnar að lenda í miklum áföllum, misst marga leikmenn og gengið í gegnum ýmislegt í sumar. En hópurinn sem er núna er þéttur og góður,“ sagði Ruth.Í síðustu viku skipti Fylkir um þjálfara. Eiður Benedikt Eiríksson var látinn fara og við tók Kristbjörg Ingadóttir. Þjálfaraskiptin báru ekki árangur strax en í fyrsta leik eftir þau tapaði Fylkir 6-0 fyrir Þór/KA. „Það er kannski ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma, þetta eru bara 10 dagar eða svo. En ég held að þetta hafi verið gert með hagsmuni liðsins á þessum tímapunkti í huga. Það verður bara í koma í ljós hvort þetta var rétt ákvörðun eða ekki,“ sagði Ruth. Fylkir hefur lent nokkrum vandræðum með leikmenn í sumar, sumir meiðst og aðrir farið, og fyrir vikið hafa ungir leikmenn fengið tækifæri. Það gæti reynst dýrmætt upp á framtíðina að gera segir Ruth. „Í byrjun tímabils vorum við með mjög góðan hóp en við höfum lent í miklum áföllum; mikið af meiðslum og útlendingarnir stóðu ekki undir væntingum og fóru svo. Ungar stelpur, úr 2. og 3. flokki, hafa fengið tækifæri og eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Það er vonandi jákvætt fyrir framtíðina,“ sagði Ruth.Reynir á reynsluna Þrátt fyrir að það hafi kvarnast úr leikmannahópi Fylkis í sumar er töluverð reynsla til staðar í hópnum. „Við erum nokkrar sem eru búnar að spila mjög lengi saman og lengi fyrir Fylki. Nú þurfum við, og ungu stelpurnar, að stíga upp,“ sagði Ruth að endingu.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira