Þungavigtarmenn aðstoða ÍSÍ vegna afreksmála Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. september 2016 16:45 Ráðherrarnir taka hér Víkingaklappið eftir undirritunina í sumar. Vísir/ÓskarÓ Íþrótta- og Ólympíusamand Íslands, ÍSÍ, hefur skipað vinnuhóp sem mun hafa það verkefni að gera tillögur um breytingar á reglum Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir framkvæmdastjórnar sambandsins. Þetta kom fram í tilkynningu sem ÍSÍ sendi fjölmiðlum fyrr í dag. Ríkisyfirvöld samþykktu í sumar stóraukin fjárframlög til afreksíþrótta á Íslandi en mun það hækka í 400 milljónir króna á næstu þremur árum. Um fjórföldun er að ræða frá núverandi framlegi ríkisvaldsins. Sjá einnig: Afrekssjóður fjórfaldast á næstu þremur árum Stefán Konráðsson, formaður Íþróttanefndar ríkisins, er formaður vinnuhópsins en í honum eru einnig Þórdís Lilja Gíslasdóttir og Friðrik Einarsson. Vinnuhópurinn hefur nú þegar skipað viðhorfshóp en í honum eru margir af þekktustu þjálfurum landsins, þeirra á meðal Guðmundur Guðmundsson, Dagur Sigurðsson, Þórir Hergeirsson, Vésteinn Hafsteinsson, Gunnar Páll Jóakimsson, Eyleifur Jóhannesson, Elísabet Gunnarsdóttir og Vala Flosadóttir. Tilkynningu ÍSÍ í heild sinni má lesa hér fyrir neðan. „ÍSÍ skipar vinnuhóp og leitar til alþjóðlegra fagmanna vegna afreksmála Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur skipað þriggja manna vinnuhóp til að gera tillögur til framkvæmdastjórnar ÍSÍ um breytingar á reglum Afrekssjóðs ÍSÍ í kjölfar undirritunar samnings um stóraukin fjárframlög ríkisvaldsins til sjóðsins. Vinnuhópurinn skal gera tillögur um breytingar á reglum Afrekssjóðs ÍSÍ með það fyrir augum að hámarka nýtingu þess fjármagns til eflingar afreksstarfs og árangurs þess í framtíðinni. Stefnt er að því að vinnuhópurinn skili áfangaskýrslu til Formannafundar ÍSÍ 11. nóvember n.k. og endanlegum tillögum sínum til framkvæmdastjórnar ÍSÍ fyrir 1. mars n.k. Vinnuhópinn skipa Stefán Konráðsson formaður Íþróttanefndar ríkisins og fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ, dr. Þórdís Lilja Gísladóttir nýdoktor HÍ og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og Friðrik Einarsson fyrrverandi formaður Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og fyrrverandi formaður Skíðasambands Íslands. Vinnuhópurinn hefur hist á sínum fyrsta fundi og leggur áherslu á að sækja hugmyndir og þekkingu til þeirra aðila sem hafa getið sér gott orð fyrir fagmennsku í störfum sínum og hafa starfað í alþjóðlegu afreksumhverfi hjá þeim þjóðum sem við berum okkur oft saman við auk erlendra sérfræðinga til ráðgjafar og aðstoðar. Viðhorfshópinn skipa: Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Danmerkur í handknattleik, Vésteinn Hafsteinsson alþjóðlegur frjálsíþróttaþjálfari, Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik, Guðmundur Þ. Harðarson fyrrverandi sundþjálfari, Elísabet Gunnarsdóttir knattspyrnuþjálfari í Noregi, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu, Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik, Vala Flosadóttir frjálsíþróttaþjálfari í Svíþjóð, Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í golfi, Eyleifur Jóhannesson sundþjálfari í Danmörku, Kristinn Björnsson skíðaþjálfari í Noregi, Bjarni Friðriksson júdóþjálfari, Hrannar Hólm körfuknattleiksþjálfari, Gunnar Páll Jóakimsson frjálsíþróttaþjálfari og Erlingur Jóhannsson prófessor við Háskóla Íslands. Þá mun teymi sérfræðinga hjá Team Danmark og Olympiatoppen í Noregi verða vinnuhópnum til aðstoðar. Auk þess mun vinnuhópurinn leita til fjölmargra aðila innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi, s.s. framkvæmdastjórnar ÍSÍ, fulltrúa sérsambanda ÍSÍ, stjórnar Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ varðandi viðhorf og athugasemdir sem tengjast afreksíþróttastarfi og úthlutunum afreksstyrkja íþróttahreyfingarinnar. Starfsmaður hópsins er Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ. “ Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Afrekssjóður fjórfaldast á næstu þremur árum Ríkisstjórnin eykur gríðarlega fjármangið sem það lætur renna til afrekssjóðs ÍSÍ. 28. júlí 2016 10:35 Íslenskar íþróttir öðlast nýtt líf Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands undirrituðu í gær tímamótasamning um að fjórfalda fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi næstu þrjú árin. 29. júlí 2016 07:00 Íslenska íþróttafjölskyldan tók Víkingaklappið með ráðherrunum | Myndband Það var hálfgerð partýstemmning í Laugardalnum í morgun þegar sagt var frá tímamótasamningi á milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Íþrótta og Ólympíusambands Íslands um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. 28. júlí 2016 12:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamand Íslands, ÍSÍ, hefur skipað vinnuhóp sem mun hafa það verkefni að gera tillögur um breytingar á reglum Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir framkvæmdastjórnar sambandsins. Þetta kom fram í tilkynningu sem ÍSÍ sendi fjölmiðlum fyrr í dag. Ríkisyfirvöld samþykktu í sumar stóraukin fjárframlög til afreksíþrótta á Íslandi en mun það hækka í 400 milljónir króna á næstu þremur árum. Um fjórföldun er að ræða frá núverandi framlegi ríkisvaldsins. Sjá einnig: Afrekssjóður fjórfaldast á næstu þremur árum Stefán Konráðsson, formaður Íþróttanefndar ríkisins, er formaður vinnuhópsins en í honum eru einnig Þórdís Lilja Gíslasdóttir og Friðrik Einarsson. Vinnuhópurinn hefur nú þegar skipað viðhorfshóp en í honum eru margir af þekktustu þjálfurum landsins, þeirra á meðal Guðmundur Guðmundsson, Dagur Sigurðsson, Þórir Hergeirsson, Vésteinn Hafsteinsson, Gunnar Páll Jóakimsson, Eyleifur Jóhannesson, Elísabet Gunnarsdóttir og Vala Flosadóttir. Tilkynningu ÍSÍ í heild sinni má lesa hér fyrir neðan. „ÍSÍ skipar vinnuhóp og leitar til alþjóðlegra fagmanna vegna afreksmála Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur skipað þriggja manna vinnuhóp til að gera tillögur til framkvæmdastjórnar ÍSÍ um breytingar á reglum Afrekssjóðs ÍSÍ í kjölfar undirritunar samnings um stóraukin fjárframlög ríkisvaldsins til sjóðsins. Vinnuhópurinn skal gera tillögur um breytingar á reglum Afrekssjóðs ÍSÍ með það fyrir augum að hámarka nýtingu þess fjármagns til eflingar afreksstarfs og árangurs þess í framtíðinni. Stefnt er að því að vinnuhópurinn skili áfangaskýrslu til Formannafundar ÍSÍ 11. nóvember n.k. og endanlegum tillögum sínum til framkvæmdastjórnar ÍSÍ fyrir 1. mars n.k. Vinnuhópinn skipa Stefán Konráðsson formaður Íþróttanefndar ríkisins og fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ, dr. Þórdís Lilja Gísladóttir nýdoktor HÍ og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og Friðrik Einarsson fyrrverandi formaður Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og fyrrverandi formaður Skíðasambands Íslands. Vinnuhópurinn hefur hist á sínum fyrsta fundi og leggur áherslu á að sækja hugmyndir og þekkingu til þeirra aðila sem hafa getið sér gott orð fyrir fagmennsku í störfum sínum og hafa starfað í alþjóðlegu afreksumhverfi hjá þeim þjóðum sem við berum okkur oft saman við auk erlendra sérfræðinga til ráðgjafar og aðstoðar. Viðhorfshópinn skipa: Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Danmerkur í handknattleik, Vésteinn Hafsteinsson alþjóðlegur frjálsíþróttaþjálfari, Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik, Guðmundur Þ. Harðarson fyrrverandi sundþjálfari, Elísabet Gunnarsdóttir knattspyrnuþjálfari í Noregi, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu, Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik, Vala Flosadóttir frjálsíþróttaþjálfari í Svíþjóð, Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í golfi, Eyleifur Jóhannesson sundþjálfari í Danmörku, Kristinn Björnsson skíðaþjálfari í Noregi, Bjarni Friðriksson júdóþjálfari, Hrannar Hólm körfuknattleiksþjálfari, Gunnar Páll Jóakimsson frjálsíþróttaþjálfari og Erlingur Jóhannsson prófessor við Háskóla Íslands. Þá mun teymi sérfræðinga hjá Team Danmark og Olympiatoppen í Noregi verða vinnuhópnum til aðstoðar. Auk þess mun vinnuhópurinn leita til fjölmargra aðila innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi, s.s. framkvæmdastjórnar ÍSÍ, fulltrúa sérsambanda ÍSÍ, stjórnar Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ varðandi viðhorf og athugasemdir sem tengjast afreksíþróttastarfi og úthlutunum afreksstyrkja íþróttahreyfingarinnar. Starfsmaður hópsins er Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ. “
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Afrekssjóður fjórfaldast á næstu þremur árum Ríkisstjórnin eykur gríðarlega fjármangið sem það lætur renna til afrekssjóðs ÍSÍ. 28. júlí 2016 10:35 Íslenskar íþróttir öðlast nýtt líf Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands undirrituðu í gær tímamótasamning um að fjórfalda fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi næstu þrjú árin. 29. júlí 2016 07:00 Íslenska íþróttafjölskyldan tók Víkingaklappið með ráðherrunum | Myndband Það var hálfgerð partýstemmning í Laugardalnum í morgun þegar sagt var frá tímamótasamningi á milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Íþrótta og Ólympíusambands Íslands um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. 28. júlí 2016 12:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Sjá meira
Afrekssjóður fjórfaldast á næstu þremur árum Ríkisstjórnin eykur gríðarlega fjármangið sem það lætur renna til afrekssjóðs ÍSÍ. 28. júlí 2016 10:35
Íslenskar íþróttir öðlast nýtt líf Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands undirrituðu í gær tímamótasamning um að fjórfalda fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi næstu þrjú árin. 29. júlí 2016 07:00
Íslenska íþróttafjölskyldan tók Víkingaklappið með ráðherrunum | Myndband Það var hálfgerð partýstemmning í Laugardalnum í morgun þegar sagt var frá tímamótasamningi á milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Íþrótta og Ólympíusambands Íslands um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. 28. júlí 2016 12:15