Breska söngkonan Adele hélt tónleika í Madison Square Garden í New York og eins og flestir vita fjalla lögin hennar flest um sambandslit. Hún ákvað því að tileinka tónleikunum Brangelina og skilnaðnum.
„Ég er í raun og veru mjög sorgmædd yfir þessum fréttum. Ég þekki þau ekki neitt en ég fékk sjokk þegar ég vaknaði upp í morgun og sá fréttirnar,“ sagði Adele á tónleikunum.