Segjast ekki hafa gert árásir á bílalestina Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2016 13:30 Vísir/AFP Yfirvöld í bæði Rússlandi og Sýrlandi segjast ekki hafa gert loftárásir á bílalest Sameinuðu þjóðanna og Rauða hálfmánans í Sýrlandi. Þess í stað segja Rússar að kveikt hafi verið í farmi bílanna. Um tuttugu starfsmenn Rauða hálfmánans létu lífið. Hin meinta árás var gerð í gær á bílalestina þar sem hún var stödd í bænum Urum al-Kubra. Í bílalestinni voru hjálpargögn fyrir um 78 þúsund manns og eyðilögðust 18 bílar af 31. Einnig skemmdist vöruskemma Hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hjálparstarfsmenn voru með leyfi frá bæði stjórnarhernum og uppreisnarmönnum og voru að koma matvælum og öðrum nauðsynjum til íbúa í og við borgina Aleppo. Sameinuðu þjóðirnar hafa stöðvað hjálparstarfsemi sína í Sýrlandi.Á vef Tass fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu, er haft eftir Igor Konashenkov, talsmanni Varnarmálaráðuneytis Rússlands, Rússar hafi fylgst með bílalestinni um skeið með drónum en hafi hætt því þegar hún fór yfir á yfirráðasvæði uppreisnarhópa. Því hafi uppreisnarhóparnir verið þeir einu sem vissu um bílalestina. Hann segir að myndbönd af bílalestinni hafi verið skoðuð gaumgæfilega og þar hafi engin ummerki loftárása fundist. Það er holur eftir sprengjubrot né skemmdir á bílum og húsum vegna höggbylgna frá sprengingum. „Myndböndin sýna beinar afleiðingar þess að kveikt hafi verið í farmi bílanna og atvikið gerðist, skringilega, á sama tíma og sókn uppreisnarmanna í Aleppo,“ segir Konashenkov. Hluta myndbandanna sem um ræðir má sjá hér að neðan. Russia saying it looked like the aid was just set on fire because no shrapnel holes .. took me 2 min to find some, plus destroyed building. pic.twitter.com/2D5S1sdR2Y— Gissur Simonarson (@GissiSim) September 20, 2016 PT: There is even shrapnel holes in the aid packages themselves... pic.twitter.com/wFjDBqbilm— Gissur Simonarson (@GissiSim) September 20, 2016 Outrage mounts over strike on aid convoy hours after Syria's military declared an end to a week-long truce pic.twitter.com/zNXG7qKEtb— AFP news agency (@AFP) September 20, 2016 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bílalestin var að flytja mat til tugþúsunda manna Bílalest Sameinuðu þjóðanna, sem var að flytja hjálpargögn til svæðis sem er á valdi uppreisnarmanna skammt frá Aleppó í Sýrlandi, varð fyrir loftárás í gær af hálfu sýrlenskra eða rússneskra herflugvéla. 19. september 2016 23:48 Gerðu loftárás á bílalest fulla af hjálpargögnum skammt frá Aleppó Sýrlenskar eða rússneskar herflugvélar gerðu í kvöld loftárás á bílalest skammt frá Aleppó í Sýrlandi en bílalestin var full af hjálpargögnum fyrir svæði skammt frá borginni þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. 19. september 2016 19:51 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Yfirvöld í bæði Rússlandi og Sýrlandi segjast ekki hafa gert loftárásir á bílalest Sameinuðu þjóðanna og Rauða hálfmánans í Sýrlandi. Þess í stað segja Rússar að kveikt hafi verið í farmi bílanna. Um tuttugu starfsmenn Rauða hálfmánans létu lífið. Hin meinta árás var gerð í gær á bílalestina þar sem hún var stödd í bænum Urum al-Kubra. Í bílalestinni voru hjálpargögn fyrir um 78 þúsund manns og eyðilögðust 18 bílar af 31. Einnig skemmdist vöruskemma Hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hjálparstarfsmenn voru með leyfi frá bæði stjórnarhernum og uppreisnarmönnum og voru að koma matvælum og öðrum nauðsynjum til íbúa í og við borgina Aleppo. Sameinuðu þjóðirnar hafa stöðvað hjálparstarfsemi sína í Sýrlandi.Á vef Tass fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu, er haft eftir Igor Konashenkov, talsmanni Varnarmálaráðuneytis Rússlands, Rússar hafi fylgst með bílalestinni um skeið með drónum en hafi hætt því þegar hún fór yfir á yfirráðasvæði uppreisnarhópa. Því hafi uppreisnarhóparnir verið þeir einu sem vissu um bílalestina. Hann segir að myndbönd af bílalestinni hafi verið skoðuð gaumgæfilega og þar hafi engin ummerki loftárása fundist. Það er holur eftir sprengjubrot né skemmdir á bílum og húsum vegna höggbylgna frá sprengingum. „Myndböndin sýna beinar afleiðingar þess að kveikt hafi verið í farmi bílanna og atvikið gerðist, skringilega, á sama tíma og sókn uppreisnarmanna í Aleppo,“ segir Konashenkov. Hluta myndbandanna sem um ræðir má sjá hér að neðan. Russia saying it looked like the aid was just set on fire because no shrapnel holes .. took me 2 min to find some, plus destroyed building. pic.twitter.com/2D5S1sdR2Y— Gissur Simonarson (@GissiSim) September 20, 2016 PT: There is even shrapnel holes in the aid packages themselves... pic.twitter.com/wFjDBqbilm— Gissur Simonarson (@GissiSim) September 20, 2016 Outrage mounts over strike on aid convoy hours after Syria's military declared an end to a week-long truce pic.twitter.com/zNXG7qKEtb— AFP news agency (@AFP) September 20, 2016
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bílalestin var að flytja mat til tugþúsunda manna Bílalest Sameinuðu þjóðanna, sem var að flytja hjálpargögn til svæðis sem er á valdi uppreisnarmanna skammt frá Aleppó í Sýrlandi, varð fyrir loftárás í gær af hálfu sýrlenskra eða rússneskra herflugvéla. 19. september 2016 23:48 Gerðu loftárás á bílalest fulla af hjálpargögnum skammt frá Aleppó Sýrlenskar eða rússneskar herflugvélar gerðu í kvöld loftárás á bílalest skammt frá Aleppó í Sýrlandi en bílalestin var full af hjálpargögnum fyrir svæði skammt frá borginni þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. 19. september 2016 19:51 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Bílalestin var að flytja mat til tugþúsunda manna Bílalest Sameinuðu þjóðanna, sem var að flytja hjálpargögn til svæðis sem er á valdi uppreisnarmanna skammt frá Aleppó í Sýrlandi, varð fyrir loftárás í gær af hálfu sýrlenskra eða rússneskra herflugvéla. 19. september 2016 23:48
Gerðu loftárás á bílalest fulla af hjálpargögnum skammt frá Aleppó Sýrlenskar eða rússneskar herflugvélar gerðu í kvöld loftárás á bílalest skammt frá Aleppó í Sýrlandi en bílalestin var full af hjálpargögnum fyrir svæði skammt frá borginni þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. 19. september 2016 19:51