Vísindamenn "misstu“ af nýlegum eldgosum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. september 2016 16:59 Tveir sigkatlar komu í ljós við Hamarinn í vestanverðum Vatnajökli sumarið 2011. Þeir eru nú taldir hafa myndast vegna eldgoss. Mynd/ Oddur Sigurðsson. Líkur eru taldar á að nokkur eldgos hafi orðið undir jökli og í sjó við Ísland á undanförnum árum og áratugum, án þess að vísindamenn hafi greint þau eða staðfest meðan á þeim stóð. Nánari rannsóknir á atburðum hafa síðar orðið til þess að menn hafa getað túlkað þá sem eldgos. Nýjustu dæmin eru aðeins tveggja ára gömul, úr norðanverðum Vatnajökli. Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 benda núna til að fjögur eldgos hafi orðið undir Vatnajökli í aðdraganda og við upphaf Holuhraunsgossins. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur skýrði frá þessu í viðtali á Stöð 2 fyrr á þessu ári. Annað dæmi er frá árinu 2011. Gríðarstór flóðbylgja, sem óvænt kom í Hágöngulón þá um sumarið, er nú rakin til lítils eldgoss sem talið er hafa orðið undir vestanverðum Vatnajökli. Þrjú miðlunarlón Landsvirkjunar, þar á meðal Þórisvatn, náðu hins vegar alfarið að dempa flóðbylgjuna en leiðigarðar sópuðust burt við Hágöngulón. Þá virðast eldgos geta orðið neðansjávar við Ísland án þess að jarðvísindamenn greini þau fyrr en löngu síðar. Þannig fundu vísindamenn við hafnsbotnsrannsóknir úti fyrr Norðurlandi árið 2005 óvænt nýlegan hraunmola milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. Hraunmolinn var talinn geta verið nokkurra mánaða gamall og í mesta lagi nokkurra ára gamall. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur nefndi í viðtali við Stöð 2 fyrir þremur árum að haustið 2002 hefði mælst mikill órói á þessu svæði, sem gæti hafa tengst litlu neðansjávargosi. Loks má nefna að kenningar eru um að þegar leið að lokum Heimaeyjargossins árið 1973 hafi orðið lítið eldgos á hafsbotni milli lands og eyja um vorið. Sigurðar Þórarinsson jarðfræðingur birti grein um málið, byggða á frásögn skipstjóra, sem sá merki um gos dýpst í álnum norðnorðaustur af Elliðaey þann 26. maí 1973. Þar sást ólgandi sjór og dauðir fiskar. Fjölgeislamæling, sem gerð var fyrir tæpum áratug, sýndi upphækkun á hafsbotninum á þessum stað, sem ekki kom fram við sjómælingar á árunum 1951 til 1961. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sönnun fundin um neðansjávargos? Ný botnmynd, fengin með fjölgeislamælingum, sýnir hugsanleg ummerki neðansjávareldgoss undan Landeyjum fyrir 35 árum. Myndin sýnir upphækkun á hafsbotninum sem kom ekki fram við sjómælingar á árunum 1951 til 1961. 1. nóvember 2008 19:02 Leynigos fyrir 35 árum Neðansjávargos við Landeyjar um fimm kílómetra undan suðurströndinni fyrir 35 árum er komið á opinberan lista yfir eldgos á Íslandi á tuttugustu öld. Jarðfræðingar efast þó um að nægar sannanir séu til fyrir þessu leynigosi. 28. október 2008 18:53 Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00 Lítið leynigos líklega í Vatnajökli árið 2011 Gríðarstór flóðbylgja, sem óvænt kom í Hágöngulón sumarið 2011, er nú rakin til lítils eldgoss við Hamarinn í vestanverðum Vatnajökli. 5. mars 2016 19:45 Eldgos gæti hafa brotist upp við Hamarinn Líkur eru taldar á að lítið eldgos hafi orsakað hlaupið undan vestanverðum Vatnajökli í gær, að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings. Tveir nýir sigkatlar, sem ekki var vitað um áður, komu í ljós í flugi almannavarna yfir svæðið í gærkvöldi. 14. júlí 2011 12:05 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Líkur eru taldar á að nokkur eldgos hafi orðið undir jökli og í sjó við Ísland á undanförnum árum og áratugum, án þess að vísindamenn hafi greint þau eða staðfest meðan á þeim stóð. Nánari rannsóknir á atburðum hafa síðar orðið til þess að menn hafa getað túlkað þá sem eldgos. Nýjustu dæmin eru aðeins tveggja ára gömul, úr norðanverðum Vatnajökli. Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 benda núna til að fjögur eldgos hafi orðið undir Vatnajökli í aðdraganda og við upphaf Holuhraunsgossins. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur skýrði frá þessu í viðtali á Stöð 2 fyrr á þessu ári. Annað dæmi er frá árinu 2011. Gríðarstór flóðbylgja, sem óvænt kom í Hágöngulón þá um sumarið, er nú rakin til lítils eldgoss sem talið er hafa orðið undir vestanverðum Vatnajökli. Þrjú miðlunarlón Landsvirkjunar, þar á meðal Þórisvatn, náðu hins vegar alfarið að dempa flóðbylgjuna en leiðigarðar sópuðust burt við Hágöngulón. Þá virðast eldgos geta orðið neðansjávar við Ísland án þess að jarðvísindamenn greini þau fyrr en löngu síðar. Þannig fundu vísindamenn við hafnsbotnsrannsóknir úti fyrr Norðurlandi árið 2005 óvænt nýlegan hraunmola milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. Hraunmolinn var talinn geta verið nokkurra mánaða gamall og í mesta lagi nokkurra ára gamall. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur nefndi í viðtali við Stöð 2 fyrir þremur árum að haustið 2002 hefði mælst mikill órói á þessu svæði, sem gæti hafa tengst litlu neðansjávargosi. Loks má nefna að kenningar eru um að þegar leið að lokum Heimaeyjargossins árið 1973 hafi orðið lítið eldgos á hafsbotni milli lands og eyja um vorið. Sigurðar Þórarinsson jarðfræðingur birti grein um málið, byggða á frásögn skipstjóra, sem sá merki um gos dýpst í álnum norðnorðaustur af Elliðaey þann 26. maí 1973. Þar sást ólgandi sjór og dauðir fiskar. Fjölgeislamæling, sem gerð var fyrir tæpum áratug, sýndi upphækkun á hafsbotninum á þessum stað, sem ekki kom fram við sjómælingar á árunum 1951 til 1961.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sönnun fundin um neðansjávargos? Ný botnmynd, fengin með fjölgeislamælingum, sýnir hugsanleg ummerki neðansjávareldgoss undan Landeyjum fyrir 35 árum. Myndin sýnir upphækkun á hafsbotninum sem kom ekki fram við sjómælingar á árunum 1951 til 1961. 1. nóvember 2008 19:02 Leynigos fyrir 35 árum Neðansjávargos við Landeyjar um fimm kílómetra undan suðurströndinni fyrir 35 árum er komið á opinberan lista yfir eldgos á Íslandi á tuttugustu öld. Jarðfræðingar efast þó um að nægar sannanir séu til fyrir þessu leynigosi. 28. október 2008 18:53 Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00 Lítið leynigos líklega í Vatnajökli árið 2011 Gríðarstór flóðbylgja, sem óvænt kom í Hágöngulón sumarið 2011, er nú rakin til lítils eldgoss við Hamarinn í vestanverðum Vatnajökli. 5. mars 2016 19:45 Eldgos gæti hafa brotist upp við Hamarinn Líkur eru taldar á að lítið eldgos hafi orsakað hlaupið undan vestanverðum Vatnajökli í gær, að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings. Tveir nýir sigkatlar, sem ekki var vitað um áður, komu í ljós í flugi almannavarna yfir svæðið í gærkvöldi. 14. júlí 2011 12:05 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Sönnun fundin um neðansjávargos? Ný botnmynd, fengin með fjölgeislamælingum, sýnir hugsanleg ummerki neðansjávareldgoss undan Landeyjum fyrir 35 árum. Myndin sýnir upphækkun á hafsbotninum sem kom ekki fram við sjómælingar á árunum 1951 til 1961. 1. nóvember 2008 19:02
Leynigos fyrir 35 árum Neðansjávargos við Landeyjar um fimm kílómetra undan suðurströndinni fyrir 35 árum er komið á opinberan lista yfir eldgos á Íslandi á tuttugustu öld. Jarðfræðingar efast þó um að nægar sannanir séu til fyrir þessu leynigosi. 28. október 2008 18:53
Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45
Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00
Lítið leynigos líklega í Vatnajökli árið 2011 Gríðarstór flóðbylgja, sem óvænt kom í Hágöngulón sumarið 2011, er nú rakin til lítils eldgoss við Hamarinn í vestanverðum Vatnajökli. 5. mars 2016 19:45
Eldgos gæti hafa brotist upp við Hamarinn Líkur eru taldar á að lítið eldgos hafi orsakað hlaupið undan vestanverðum Vatnajökli í gær, að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings. Tveir nýir sigkatlar, sem ekki var vitað um áður, komu í ljós í flugi almannavarna yfir svæðið í gærkvöldi. 14. júlí 2011 12:05