Þreytir frumraun sína á sviði Borgarleikhússins Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 6. október 2016 09:45 Davíð Þór Katrínarson fer með hlutverk í sýningunni Ræman sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í vetur. vísir/Ernir „Ég ákvað að fara í prufu hjá Borgarleikhúsinu fyrir hlutverk í sýningunni Ræman, eftir Annie Baker. Það var svo í byrjun maí sem ég fékk símtal um að ég hefði fengið hlutverkið,“ segir Davíð Þór Katrínarson, nýútskrifaður leikari frá Stella Adler Academy of Acting & Theatre í Los Angeles, spurður út í það hvernig það kom til að hann fékk eitt aðalhlutverkið í stórri sýningu í Borgarleikhúsinu. Um er að ræða sýningu sem fjallar um þrjá starfsmenn í gömlu „költ“ bíói, sem vinna við það að sópa gólfin, selja miða og kveikja á kvikmyndavélinni fyrir sýningar. Launin eru lág, andrúmsloftið rafmagnað og samskiptin á milli þeirra endurspegla kaldranalegan veruleika. En hver og einn elur með sér draum um betra líf og oft getur raunveruleikinn skákað heimi kvikmyndanna all hressilega. „Ég leik Andrés, einn af þremur starfsmönnum sem vinnur í „költ“ bíói, hann hefur endalausan áhuga á kvikmyndum svo það er óhætt að segja að þetta sé draumastarf fyrir hann. Andrés er mikil tilfinningavera, en er þó feiminn og hlédrægur náungi,“ segir Davíð og bætir við að allir karakterarnir hafi sýna kosti og galla, þetta sé skemmtileg og fyndin saga en á sama tíma frekar dramatísk. Ræman er vel skrifað og hjartnæmt leikrit eftir ungt bandarískt leikskáld sem hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og í Evrópu. Höfundurinn, hin 34 ára Annie Baker, hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaun fyrir besta leikritið árið 2014. Dóra Jóhannsdóttir leikstýrir verkinu en þetta mun einnig vera hennar fyrsta leikstjóraverk, í atvinnuleikhúsi. „Það er mikil áskorun að koma inn í svona stórt hlutverk stuttu eftir útskrift. Undirbúningurinn hefur gengið vel, en frá því ég fékk handritið í hendurnar hef ég verið að undirbúa mig smám saman. Það þýðir ekkert annað, þegar maður leikur á móti eins miklum fagmönnum og koma að sýningunni. Hjörtur Jóhann Jónsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir fara með hlutverk hinna starfsmanna bíósins en þau eru bæði mjög reynd og hafa bæði unnið til verðlauna fyrir hlutverk sín á fjölum leikhússins. „Það er frábært að vinna með þeim, ég get lært heilan helling af þeim, og þau eru virkilega góð í því sem þau eru að gera. Það taka mér allir vel, og ég hef fundið fyrir því að starfsandinn í Borgarleikhúsinu er virkilega góður,“ segir Davíð spenntur fyrir vinnunni sem fram undan er. Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
„Ég ákvað að fara í prufu hjá Borgarleikhúsinu fyrir hlutverk í sýningunni Ræman, eftir Annie Baker. Það var svo í byrjun maí sem ég fékk símtal um að ég hefði fengið hlutverkið,“ segir Davíð Þór Katrínarson, nýútskrifaður leikari frá Stella Adler Academy of Acting & Theatre í Los Angeles, spurður út í það hvernig það kom til að hann fékk eitt aðalhlutverkið í stórri sýningu í Borgarleikhúsinu. Um er að ræða sýningu sem fjallar um þrjá starfsmenn í gömlu „költ“ bíói, sem vinna við það að sópa gólfin, selja miða og kveikja á kvikmyndavélinni fyrir sýningar. Launin eru lág, andrúmsloftið rafmagnað og samskiptin á milli þeirra endurspegla kaldranalegan veruleika. En hver og einn elur með sér draum um betra líf og oft getur raunveruleikinn skákað heimi kvikmyndanna all hressilega. „Ég leik Andrés, einn af þremur starfsmönnum sem vinnur í „költ“ bíói, hann hefur endalausan áhuga á kvikmyndum svo það er óhætt að segja að þetta sé draumastarf fyrir hann. Andrés er mikil tilfinningavera, en er þó feiminn og hlédrægur náungi,“ segir Davíð og bætir við að allir karakterarnir hafi sýna kosti og galla, þetta sé skemmtileg og fyndin saga en á sama tíma frekar dramatísk. Ræman er vel skrifað og hjartnæmt leikrit eftir ungt bandarískt leikskáld sem hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og í Evrópu. Höfundurinn, hin 34 ára Annie Baker, hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaun fyrir besta leikritið árið 2014. Dóra Jóhannsdóttir leikstýrir verkinu en þetta mun einnig vera hennar fyrsta leikstjóraverk, í atvinnuleikhúsi. „Það er mikil áskorun að koma inn í svona stórt hlutverk stuttu eftir útskrift. Undirbúningurinn hefur gengið vel, en frá því ég fékk handritið í hendurnar hef ég verið að undirbúa mig smám saman. Það þýðir ekkert annað, þegar maður leikur á móti eins miklum fagmönnum og koma að sýningunni. Hjörtur Jóhann Jónsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir fara með hlutverk hinna starfsmanna bíósins en þau eru bæði mjög reynd og hafa bæði unnið til verðlauna fyrir hlutverk sín á fjölum leikhússins. „Það er frábært að vinna með þeim, ég get lært heilan helling af þeim, og þau eru virkilega góð í því sem þau eru að gera. Það taka mér allir vel, og ég hef fundið fyrir því að starfsandinn í Borgarleikhúsinu er virkilega góður,“ segir Davíð spenntur fyrir vinnunni sem fram undan er.
Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira