Eyjólfur: Ætlum að mæta til leiks eins og A-landsliðið á móti Tyrkjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2016 19:30 Eyjólfur Sverrisson nú á möguleika á því að skila 21 árs landsliðinu í fótbolta aftur inn í úrslitakeppni Evrópumótsins en til þess þurfa strákarnir hans að vinna Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar á morgun. Efsta sætið í riðlinum gefur sæti í úrslitakeppninni í Póllandi næsta sumar og það er öruggt að Makedónía og Frakkland verða bæði neðar en Ísland takist strákunum að vinna Úkraínu á Laugardalsvellinum í kvöld. Eyjólfur þjálfaði einnig 21 árs landsliðið sem komst í úrslitakeppni EM í Danmörku sumarið 2011 en lykilmenn þess liðs hafa síðar gert garðinn frægan með A-landsliðinu. „Við ætlum okkur á EM og þá þurfum við að vinna þennan leik. Það er einmitt það sem við ætlum að gera. Við sögðum það fyrir keppnina að við þyrftum að enda í efsta sæti til þess að komast á EM. Með sigri þá náum við því og við stefnum á það,“ sagði Eyjólfur Sverrisson í viðtali við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann 365, á æfingu íslenska liðsins í Laugardalnum í dag. Er þetta úkraínska lið sterkara en það skoska sem íslenska liðið vann í síðustu viku. „Þetta eru svipuð lið og ég reikna með jöfnum leik. Þetta verður baráttuleikur og við ætlum að mæta til leiks eins og A-landsliðið gerði í gær eða með miklum sigurvilja og ákveðni. Takist það þá eigum við alla möguleika á því að vinna þennan leik, “ sagði Eyjólfur „Við sáum vinnsluna í A-landsliðinu í gær og þar sýndu allir sem einn gríðarlega baráttu. Það er líka það sem hefur verið okkar aðalsmerki í þessari keppni. Við ætlum okkur að halda því áfram,“ sagði Eyjólfur „Það verða einhverjar breytingar og það eru einhver smá meiðsli. Við þurfum því að sjá til,“ sagði Eyjólfur um það hvort hann ætli að breyta liðinu sem vann Skota á miðvikudaginn var. Eyjólfur fór með 21 árs landsliðið á EM 2011 en getur hann borið þessi tvö lið saman. „Ég er búinn að vera með 21 árs liðið í þremur keppnum og þetta eru allt mjög mismundandi lið. Eitt var mjög teknískt sóknarlið, annað var stórt, sterkt og massíft lið. Þetta lið er svona blanda af hinum tveimur, “ sagði Eyjólfur „Við reynum að gera það besta með þá leikmenn sem við höfum. Við reynum að stilla þá saman þannig að þeir séu að spila sama fótboltann og að allir séu að róa í sömu átt,“ sagði Eyjólfur. Hann er mjög ánægður með liðið sitt hingað til í keppninni. „Við höfum sýnt frábæra leiki og þetta hefur verið frábært mót hjá liðinu. Við ætlum að halda því áfram og ljúka því annað kvöld,,“ sagði Eyjólfur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Eyjólf Sverrisson hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 16.45 á Laugardalsvellinum á morgun og verður líka sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson nú á möguleika á því að skila 21 árs landsliðinu í fótbolta aftur inn í úrslitakeppni Evrópumótsins en til þess þurfa strákarnir hans að vinna Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar á morgun. Efsta sætið í riðlinum gefur sæti í úrslitakeppninni í Póllandi næsta sumar og það er öruggt að Makedónía og Frakkland verða bæði neðar en Ísland takist strákunum að vinna Úkraínu á Laugardalsvellinum í kvöld. Eyjólfur þjálfaði einnig 21 árs landsliðið sem komst í úrslitakeppni EM í Danmörku sumarið 2011 en lykilmenn þess liðs hafa síðar gert garðinn frægan með A-landsliðinu. „Við ætlum okkur á EM og þá þurfum við að vinna þennan leik. Það er einmitt það sem við ætlum að gera. Við sögðum það fyrir keppnina að við þyrftum að enda í efsta sæti til þess að komast á EM. Með sigri þá náum við því og við stefnum á það,“ sagði Eyjólfur Sverrisson í viðtali við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann 365, á æfingu íslenska liðsins í Laugardalnum í dag. Er þetta úkraínska lið sterkara en það skoska sem íslenska liðið vann í síðustu viku. „Þetta eru svipuð lið og ég reikna með jöfnum leik. Þetta verður baráttuleikur og við ætlum að mæta til leiks eins og A-landsliðið gerði í gær eða með miklum sigurvilja og ákveðni. Takist það þá eigum við alla möguleika á því að vinna þennan leik, “ sagði Eyjólfur „Við sáum vinnsluna í A-landsliðinu í gær og þar sýndu allir sem einn gríðarlega baráttu. Það er líka það sem hefur verið okkar aðalsmerki í þessari keppni. Við ætlum okkur að halda því áfram,“ sagði Eyjólfur „Það verða einhverjar breytingar og það eru einhver smá meiðsli. Við þurfum því að sjá til,“ sagði Eyjólfur um það hvort hann ætli að breyta liðinu sem vann Skota á miðvikudaginn var. Eyjólfur fór með 21 árs landsliðið á EM 2011 en getur hann borið þessi tvö lið saman. „Ég er búinn að vera með 21 árs liðið í þremur keppnum og þetta eru allt mjög mismundandi lið. Eitt var mjög teknískt sóknarlið, annað var stórt, sterkt og massíft lið. Þetta lið er svona blanda af hinum tveimur, “ sagði Eyjólfur „Við reynum að gera það besta með þá leikmenn sem við höfum. Við reynum að stilla þá saman þannig að þeir séu að spila sama fótboltann og að allir séu að róa í sömu átt,“ sagði Eyjólfur. Hann er mjög ánægður með liðið sitt hingað til í keppninni. „Við höfum sýnt frábæra leiki og þetta hefur verið frábært mót hjá liðinu. Við ætlum að halda því áfram og ljúka því annað kvöld,,“ sagði Eyjólfur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Eyjólf Sverrisson hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 16.45 á Laugardalsvellinum á morgun og verður líka sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira