Geir: Engin ákvörðun um framtíð Róberts og Vignis Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. október 2016 14:30 Vignir, Geir og Róbert. Samsett mynd/Vísir Hvorki Róbert Gunnarsson né Vignir Svavarsson voru valdir í íslenska landsliðið í handbolta sem mætir Tékklandi og Úkraínu í fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2018. Leikirnir fara fram í byrjun næsta mánaðar en auk þeirra Róberts og Vignis eru hvorki Alexander Petersson og Snorri Steinn Guðjónsson sem hafa báðir ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. Allir fjórir hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu undanfarin ár og þó svo að það hafi verið ákvörðun Alexanders og Snorra að hætta nú er ekkert sem gefur til kynna að hálfu Geirs að þeir Vignir og Róbert eigi ekki afturkvæmt í landsliðið. „Þetta er engin yfirlýsing af minni hálfu,“ sagði Geir í samtali við Vísi í dag. „Þetta tengist bara því verkefni sem við erum að fara í núna.“ Geir ákvað að velja Arnar Frey Arnarsson, sem hefur spilað vel með Kristianstad í Svíþjóð, en hann er línumaður og sterkur varnarmaður þar að auki. „Það mætti segja að Arnar sé að koma inn fyrir Vigni og þá stóð valið á milli Róberts og Kára Kristjáns. Ef við miðum við leikina gegn Portúgal í sumar má segja að Kári hafði vinninginn í því vali.“Geir á blaðamannafundi með Róberti.Vísir/StefánEn Geir tekur fram að Róbert og Vignir komi enn til greina í landsliðið. „Alls ekki. Þetta snýst meira um að prófa eitthvað annað. Ég hef verið að fylgjast með þeim eins og öðrum og hef verið í góðu sambandi við báða leikmenn. Ég hringdi í þá til að greina þeim frá þessari ákvörðun og sagði þeim jafnframt að það væri engin ákvörðun um framtíðina sem lægi fyrir.“Reyndi ekki að telja Snorra hughvarf Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið í stóru hlutverki í landsliðinu síðasta einn og hálfa áratuginn og segir Geir að hann sjái ávallt á eftir góðum mönnum. „Snorri er frábær leikmaður sem er að spila vel í Frakklandi. Hann er hokinn af reynslu og kann þetta allt frá a til ö. Við höfum verið í góðu sambandi reglulega í sumar og annað slagið tekið almenna umræðu um þessi mál,“ segir Geir. „Það var síðast um helgina sem við ræddum þetta og það leiddi til þessarar niðurstöðu. Ég virði hans ákvörðun og reyndi ekki að telja honum hughvarf. Ef ég skynja að menn eru ákveðnir í sinni afstöðu þá leggst ég ekki þungt á þá um að skipta um skoðun.“Snorri Steinn Guðjónsson.Vísir/Anton„Það var svipað með Alexander í sumar. Ég skynjaði þetta og bar virðingu fyrir hans ákvörðun,“ segir Geir enn fremur. „Mikið af þessum drengjum sem hafa verið að bera upp íslenska landsliðið síðustu ár hafa verið að velta þessum málum fyrir sér. Ólympíuleikarnir í Ríó í sumar átti að vera ákveðinn lokapunktur fyrir marga þeirra en Ísland komst ekki þangað. Því er þetta ef til vill að koma frekar í ljós nú.“Lítill tími til undirbúnings Geir segir mikilvægt að leyfa nýjum landsliðskjarna að myndast á náttúrulegum forsendum og að gera ekki stórar breytingar á landsliðshópnum hverju sinni, enda eru margir af lykilmönnum síðustu ára enn í landsliðinu. „Nú eigum við fram undan mikilvæga leiki eins og allir leikir eru í undankeppninni. Það er áhyggjuefni hversu lítinn tíma við höfum til að undirbúa okkur saman en líklega verða það ekki meira en tveir dagar. Það er því mikilvægt að gera ekki of stórtækar breytingar á landsliðinu og vonandi tekst okkur að stilla okkur rétt inn á verkefnið.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Hvorki Róbert Gunnarsson né Vignir Svavarsson voru valdir í íslenska landsliðið í handbolta sem mætir Tékklandi og Úkraínu í fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2018. Leikirnir fara fram í byrjun næsta mánaðar en auk þeirra Róberts og Vignis eru hvorki Alexander Petersson og Snorri Steinn Guðjónsson sem hafa báðir ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. Allir fjórir hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu undanfarin ár og þó svo að það hafi verið ákvörðun Alexanders og Snorra að hætta nú er ekkert sem gefur til kynna að hálfu Geirs að þeir Vignir og Róbert eigi ekki afturkvæmt í landsliðið. „Þetta er engin yfirlýsing af minni hálfu,“ sagði Geir í samtali við Vísi í dag. „Þetta tengist bara því verkefni sem við erum að fara í núna.“ Geir ákvað að velja Arnar Frey Arnarsson, sem hefur spilað vel með Kristianstad í Svíþjóð, en hann er línumaður og sterkur varnarmaður þar að auki. „Það mætti segja að Arnar sé að koma inn fyrir Vigni og þá stóð valið á milli Róberts og Kára Kristjáns. Ef við miðum við leikina gegn Portúgal í sumar má segja að Kári hafði vinninginn í því vali.“Geir á blaðamannafundi með Róberti.Vísir/StefánEn Geir tekur fram að Róbert og Vignir komi enn til greina í landsliðið. „Alls ekki. Þetta snýst meira um að prófa eitthvað annað. Ég hef verið að fylgjast með þeim eins og öðrum og hef verið í góðu sambandi við báða leikmenn. Ég hringdi í þá til að greina þeim frá þessari ákvörðun og sagði þeim jafnframt að það væri engin ákvörðun um framtíðina sem lægi fyrir.“Reyndi ekki að telja Snorra hughvarf Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið í stóru hlutverki í landsliðinu síðasta einn og hálfa áratuginn og segir Geir að hann sjái ávallt á eftir góðum mönnum. „Snorri er frábær leikmaður sem er að spila vel í Frakklandi. Hann er hokinn af reynslu og kann þetta allt frá a til ö. Við höfum verið í góðu sambandi reglulega í sumar og annað slagið tekið almenna umræðu um þessi mál,“ segir Geir. „Það var síðast um helgina sem við ræddum þetta og það leiddi til þessarar niðurstöðu. Ég virði hans ákvörðun og reyndi ekki að telja honum hughvarf. Ef ég skynja að menn eru ákveðnir í sinni afstöðu þá leggst ég ekki þungt á þá um að skipta um skoðun.“Snorri Steinn Guðjónsson.Vísir/Anton„Það var svipað með Alexander í sumar. Ég skynjaði þetta og bar virðingu fyrir hans ákvörðun,“ segir Geir enn fremur. „Mikið af þessum drengjum sem hafa verið að bera upp íslenska landsliðið síðustu ár hafa verið að velta þessum málum fyrir sér. Ólympíuleikarnir í Ríó í sumar átti að vera ákveðinn lokapunktur fyrir marga þeirra en Ísland komst ekki þangað. Því er þetta ef til vill að koma frekar í ljós nú.“Lítill tími til undirbúnings Geir segir mikilvægt að leyfa nýjum landsliðskjarna að myndast á náttúrulegum forsendum og að gera ekki stórar breytingar á landsliðshópnum hverju sinni, enda eru margir af lykilmönnum síðustu ára enn í landsliðinu. „Nú eigum við fram undan mikilvæga leiki eins og allir leikir eru í undankeppninni. Það er áhyggjuefni hversu lítinn tíma við höfum til að undirbúa okkur saman en líklega verða það ekki meira en tveir dagar. Það er því mikilvægt að gera ekki of stórtækar breytingar á landsliðinu og vonandi tekst okkur að stilla okkur rétt inn á verkefnið.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn