Sagan segist vel á þennan máta Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. október 2016 09:30 Búningarnir hafa fylgt sýningunni frá því hún var frumsýnd árið 1994. Þeir eru eftir danskan hönnuð og eru í endurreisnarstíl. „Ég hef það mjög gott. Það hefði verið gífurlega gaman að vera kominn heim á frumsýninguna í Bíói Paradís en þannig stendur á að dansflokkurinn minn er með frumsýningu í Los Angeles á sama tíma. Ég er að hendast þangað,“ segir ballettstjórinn Helgi Tómasson en rómaður ballett hans um Rómeó og Júlíu, í uppfærslu San Francisco ballettsins, verður sýndur í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum í Bíói Paradís í kvöld. „Sýningin er mín útgáfa af þessari klassísku sögu. Ég samdi öll spor og hreyfingar eftir því hvernig ég heyrði músíkina og sá hlutina fyrir mér. En ég fékk annan mann til að æfa dansarana í skylmingum,“ segir Helgi. Ballettinn hans, Rómeó og Júlía var frumsýndur árið 1994 og vakti strax mikla hrifningu. Um viðamikla sýningu er að ræða sem hefur verið sett upp víða í stórborgum erlendis, meðal annars í Washington og Los Angeles. Búningarnir hafa verið hinir sömu frá upphafi. Þeir eru í endurreisnarstíl.Helgi hefði viljað vera kominn heim fyrir frumsýninguna á Íslandi í kvöld.Mynd/Erik TomassonMargar ballettútgáfur eru til af Rómeó og Júlíu, Helgi kveðst hafa séð nokkrar þeirra þegar hann var yngri en aldrei haft tækifæri til að dansa í þeim, sem hafi verið til bóta þegar hann samdi sína útgáfu. Hann telur efnið algerlega tímalaust. „Þó að sagan sé frá miðöldum gæti hún gerst á öllum tímum, meðal annars í dag og tónlistin eftir Prokofiev er alveg stórkostleg svo þetta er einn af alvinsælustu ballettum sem sýndir eru í heiminum og alveg við hliðina á Svanavatninu.“ Kvikmyndin var frumsýnd í byrjun síðasta árs. Helgi er mjög ánægður með hvernig til tókst. „Sá sem var bak við tökuvélarnar heitir Tomas Grimm, er þýskur en býr í Kaupmannahöfn og er giftur fyrrum ballettdansara hjá konunglega ballettinum þar. Hann hefur næma tilfinningu fyrir dansi og hefur gert margar danskvikmyndir svo ég fékk hann í þetta verkefni. Svo fór ég til Berlínar til að vera með honum í eftirvinnslunni. Það voru svo margar myndavélar í salnum og því var hægt að velja saman sjónarhornin. Þetta tókst gífurlega vel og það er mikið um nærmyndir af fólkinu og túlkun þess á tilfinningum. Sagan segist vel á þennan máta og ég vona að þið heima njótið sýningarinnar,“ segir hann og bætir við. „Mér skilst að haustlægðirnar séu eitthvað að hrella ykkur þessa dagana. Þá er nú gott að fara í bíó.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. október 2016. Menning Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég hef það mjög gott. Það hefði verið gífurlega gaman að vera kominn heim á frumsýninguna í Bíói Paradís en þannig stendur á að dansflokkurinn minn er með frumsýningu í Los Angeles á sama tíma. Ég er að hendast þangað,“ segir ballettstjórinn Helgi Tómasson en rómaður ballett hans um Rómeó og Júlíu, í uppfærslu San Francisco ballettsins, verður sýndur í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum í Bíói Paradís í kvöld. „Sýningin er mín útgáfa af þessari klassísku sögu. Ég samdi öll spor og hreyfingar eftir því hvernig ég heyrði músíkina og sá hlutina fyrir mér. En ég fékk annan mann til að æfa dansarana í skylmingum,“ segir Helgi. Ballettinn hans, Rómeó og Júlía var frumsýndur árið 1994 og vakti strax mikla hrifningu. Um viðamikla sýningu er að ræða sem hefur verið sett upp víða í stórborgum erlendis, meðal annars í Washington og Los Angeles. Búningarnir hafa verið hinir sömu frá upphafi. Þeir eru í endurreisnarstíl.Helgi hefði viljað vera kominn heim fyrir frumsýninguna á Íslandi í kvöld.Mynd/Erik TomassonMargar ballettútgáfur eru til af Rómeó og Júlíu, Helgi kveðst hafa séð nokkrar þeirra þegar hann var yngri en aldrei haft tækifæri til að dansa í þeim, sem hafi verið til bóta þegar hann samdi sína útgáfu. Hann telur efnið algerlega tímalaust. „Þó að sagan sé frá miðöldum gæti hún gerst á öllum tímum, meðal annars í dag og tónlistin eftir Prokofiev er alveg stórkostleg svo þetta er einn af alvinsælustu ballettum sem sýndir eru í heiminum og alveg við hliðina á Svanavatninu.“ Kvikmyndin var frumsýnd í byrjun síðasta árs. Helgi er mjög ánægður með hvernig til tókst. „Sá sem var bak við tökuvélarnar heitir Tomas Grimm, er þýskur en býr í Kaupmannahöfn og er giftur fyrrum ballettdansara hjá konunglega ballettinum þar. Hann hefur næma tilfinningu fyrir dansi og hefur gert margar danskvikmyndir svo ég fékk hann í þetta verkefni. Svo fór ég til Berlínar til að vera með honum í eftirvinnslunni. Það voru svo margar myndavélar í salnum og því var hægt að velja saman sjónarhornin. Þetta tókst gífurlega vel og það er mikið um nærmyndir af fólkinu og túlkun þess á tilfinningum. Sagan segist vel á þennan máta og ég vona að þið heima njótið sýningarinnar,“ segir hann og bætir við. „Mér skilst að haustlægðirnar séu eitthvað að hrella ykkur þessa dagana. Þá er nú gott að fara í bíó.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. október 2016.
Menning Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira