Hvar eru Skútustaðagígar? Kári Jónasson skrifar 21. október 2016 07:00 Já, hvar eru Skútustaðagígar spurði japanski svokallaði „leiðsögumaðurinn“ í anddyrinu á Sel hóteli við Mývatn á dögunum þegar ég var þar. Hann var þá nýbúinn að lóðsa hóp samlanda sinna, um 30 manns, inn í veitingasalinn að hádegishlaðborðinu. Hann var nú svolítið flóttalegur verð ég að segja þegar hann var þarna að spyrja til vegar, en fyrir þá sem ekki vita, þá eru Skútustaðagígar handan vegarins við hótelið. Svo spurði hann um hitt og þetta í Mývatnssveit, og ég heyrði ekki betur en hann ætlaði að ganga yfir í Dimmuborgir og þaðan upp í Námaskarð og að Hverarönd.Algjörlega skipulagslaust Þetta er svolítið lýsandi dæmi um hvernig ferðamennskan gengur fyrir sig á okkar ástkæra ylhýra landi í dag. Hingað velta inn hundruð þúsunda ferðamanna í hópum og fara um landið algjörlega skipulagslaust. Það getur hver sem er komið hingað með hóp og þóst vera leiðsögumaður, og enginn segir eitt eða neitt. Það getur verið mjög fróðlegt að heyra frásagnir rútubílstjóra sem fara með erlenda ferðamenn um landið án íslenskra leiðsögumanna. Þá eru gjarnan svokallaðir leiðsögumenn með, sem hafa kannski farið á hraðnámskeið erlendis um það hvað sé að sjá á hringferð um landið.Oft vitni að misjöfnu Rútubílstjórarnir eru þá oft vitni að ýmsu misjöfnu hjá þessum svokölluðu leiðsögumönnum og segja frá því að þeir taki t.d. feil á Skeiðarárjökli og Breiðamerkurjökli, en svo fer nú að kárna gamanið þegar ferðalöngum er tjáð þegar komið er inn fyrir Tíðaskarð í Kjós að þar blasi við Snæfellsjökull, eða að Líffræðihús Háskóla Íslands sé sagt Norræna húsið. Ásmundur Friðriksson alþingismaður og nokkrir samþingsmenn hans hafa gert veikburða tilraun til að koma skikki á þessi mál, en enn sem komið er hefur ekkert raunhæft gerst. Vilja menn þetta ástand áfram. Ég segi Nei með stórum staf.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Kári Jónasson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Já, hvar eru Skútustaðagígar spurði japanski svokallaði „leiðsögumaðurinn“ í anddyrinu á Sel hóteli við Mývatn á dögunum þegar ég var þar. Hann var þá nýbúinn að lóðsa hóp samlanda sinna, um 30 manns, inn í veitingasalinn að hádegishlaðborðinu. Hann var nú svolítið flóttalegur verð ég að segja þegar hann var þarna að spyrja til vegar, en fyrir þá sem ekki vita, þá eru Skútustaðagígar handan vegarins við hótelið. Svo spurði hann um hitt og þetta í Mývatnssveit, og ég heyrði ekki betur en hann ætlaði að ganga yfir í Dimmuborgir og þaðan upp í Námaskarð og að Hverarönd.Algjörlega skipulagslaust Þetta er svolítið lýsandi dæmi um hvernig ferðamennskan gengur fyrir sig á okkar ástkæra ylhýra landi í dag. Hingað velta inn hundruð þúsunda ferðamanna í hópum og fara um landið algjörlega skipulagslaust. Það getur hver sem er komið hingað með hóp og þóst vera leiðsögumaður, og enginn segir eitt eða neitt. Það getur verið mjög fróðlegt að heyra frásagnir rútubílstjóra sem fara með erlenda ferðamenn um landið án íslenskra leiðsögumanna. Þá eru gjarnan svokallaðir leiðsögumenn með, sem hafa kannski farið á hraðnámskeið erlendis um það hvað sé að sjá á hringferð um landið.Oft vitni að misjöfnu Rútubílstjórarnir eru þá oft vitni að ýmsu misjöfnu hjá þessum svokölluðu leiðsögumönnum og segja frá því að þeir taki t.d. feil á Skeiðarárjökli og Breiðamerkurjökli, en svo fer nú að kárna gamanið þegar ferðalöngum er tjáð þegar komið er inn fyrir Tíðaskarð í Kjós að þar blasi við Snæfellsjökull, eða að Líffræðihús Háskóla Íslands sé sagt Norræna húsið. Ásmundur Friðriksson alþingismaður og nokkrir samþingsmenn hans hafa gert veikburða tilraun til að koma skikki á þessi mál, en enn sem komið er hefur ekkert raunhæft gerst. Vilja menn þetta ástand áfram. Ég segi Nei með stórum staf.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun