Kleinuhringjaspáin sló öllum könnunum við Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2016 13:30 Fjölmargir vörðu nóttinni fyrir utan Dunkin Donuts þegar fyrsti staðurinn var opnaður á Laugavegi. Þeir fengu ársbirgðir fyrir biðina og því ólíklegt að þeir hafi verið gestir staðarins í vikunni. vísir/pjetur Nú þegar úrslitin í kosningum til Alþingis eru ljós er fróðlegt að bera niðurstöðuna saman við kannanir sem birtust í fjölmiðlum vikurnar fyrir stóra daginn, laugardaginn 29. október þegar landsmenn gengu til kosninga. Í ljós kemur að niðurstöður kosninganna voru því sem næst á pari við kaup á kleinuhringjum í litum flokkanna vikuna fyrir kosningar. Í þremur flokkum af sjö var „kleinuhringjaspáin“ betri en spá Gallup, fréttastofu 365, MMR og Félagsvísindastofnunar. „Spá“ Dunkin' Donuts sem byggði á sölu kleinuhringja með merkjum flokkanna. Langnæst í tilfelli XD Fréttastofa 365 birti könnun fimmtudaginn 27. október um fylgi flokka og hið sama gerði Gallup, MMR og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands föstudaginn 28. október. Kannanirnar voru heilt yfir á svipuðum nótum og munurinn á einstökum flokkum milli kannana á bilinu eitt til þrjú prósent. Kleinuhringjafyrirtækið Dunkin’ Donuts seldi kleinuhringi með merkjum allra flokka sem voru í framboði til Alþingis síðustu dagana fyrir kosningar. Fyrirtækið tók saman sölutölur fyrir hringina og birti föstudaginn 28. október. Tölurnar voru nokkuð nærri lagi þeim sem birtust í fyrrnefndum könnunum. Hins vegar, nú þegar niðurstaða er ljós, kemur á daginn að neytendum Dunkin’ Donuts tókst enn betur upp að spá fyrir um úrslitin en fyrrnefndum könnunum. Neytendur Dunkin’ voru í sérflokki þegar kom að því að spá fyrir um gengi Sjálfstæðisflokksins en þar munaði aðeins einu prósenti. Neytendur spáðu XD 28% fylgi en flokkurinn fékk 29%. Umræddir kleinuhringir. Á annað þúsund kleinuhringir Kaupendur kleinuhringja voru líka næst úrslitunum í tilfelli Bjartrar framtíðar með 7% spá en flokkurinn fékk 7,2%. Pírötum var spáð 18% en flokkurinn fékk 14,5%. Aðrar kannanir spáðu Pírötum enn meira fylgi nema Gallup sem spáði 17,9% fylgi. Dunkin’ Donuts fólkið var líka næst lagi í tilfelli Vinstri Grænna sem fengu 15,9% en kleinuhringjaspáin hljóðaði upp á 16%. Í tilfelli fjögurra flokka af sjö höfðu viðskiptavinir Dunkin' Donuts betur. Sigurður Karlsson hjá Dunkin’ Donuts segir í samtali við Vísi að „spá“ þeirra hafi verið til gamans gerð. Hún miði við sölu á vel á annað þúsund kleinuhring kleinuhringjum en Sigurður muni ekki nákvæma sölutölu í svipinn. Þó verði að taka með í reikninginn að kleinuhringir stóru flokkanna sjö, ef svo má að orði komast, fóru í sölu á mánudegi og minni flokkanna á þriðjudeginum. Sala fór fram í fimm útibúum. Að neðan má sjá samanburð á síðustu spám í könnunum, „spá“ Dunkin’ Donuts og svo niðurstöðunni um helgina. Kosningar 2016 Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Nú þegar úrslitin í kosningum til Alþingis eru ljós er fróðlegt að bera niðurstöðuna saman við kannanir sem birtust í fjölmiðlum vikurnar fyrir stóra daginn, laugardaginn 29. október þegar landsmenn gengu til kosninga. Í ljós kemur að niðurstöður kosninganna voru því sem næst á pari við kaup á kleinuhringjum í litum flokkanna vikuna fyrir kosningar. Í þremur flokkum af sjö var „kleinuhringjaspáin“ betri en spá Gallup, fréttastofu 365, MMR og Félagsvísindastofnunar. „Spá“ Dunkin' Donuts sem byggði á sölu kleinuhringja með merkjum flokkanna. Langnæst í tilfelli XD Fréttastofa 365 birti könnun fimmtudaginn 27. október um fylgi flokka og hið sama gerði Gallup, MMR og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands föstudaginn 28. október. Kannanirnar voru heilt yfir á svipuðum nótum og munurinn á einstökum flokkum milli kannana á bilinu eitt til þrjú prósent. Kleinuhringjafyrirtækið Dunkin’ Donuts seldi kleinuhringi með merkjum allra flokka sem voru í framboði til Alþingis síðustu dagana fyrir kosningar. Fyrirtækið tók saman sölutölur fyrir hringina og birti föstudaginn 28. október. Tölurnar voru nokkuð nærri lagi þeim sem birtust í fyrrnefndum könnunum. Hins vegar, nú þegar niðurstaða er ljós, kemur á daginn að neytendum Dunkin’ Donuts tókst enn betur upp að spá fyrir um úrslitin en fyrrnefndum könnunum. Neytendur Dunkin’ voru í sérflokki þegar kom að því að spá fyrir um gengi Sjálfstæðisflokksins en þar munaði aðeins einu prósenti. Neytendur spáðu XD 28% fylgi en flokkurinn fékk 29%. Umræddir kleinuhringir. Á annað þúsund kleinuhringir Kaupendur kleinuhringja voru líka næst úrslitunum í tilfelli Bjartrar framtíðar með 7% spá en flokkurinn fékk 7,2%. Pírötum var spáð 18% en flokkurinn fékk 14,5%. Aðrar kannanir spáðu Pírötum enn meira fylgi nema Gallup sem spáði 17,9% fylgi. Dunkin’ Donuts fólkið var líka næst lagi í tilfelli Vinstri Grænna sem fengu 15,9% en kleinuhringjaspáin hljóðaði upp á 16%. Í tilfelli fjögurra flokka af sjö höfðu viðskiptavinir Dunkin' Donuts betur. Sigurður Karlsson hjá Dunkin’ Donuts segir í samtali við Vísi að „spá“ þeirra hafi verið til gamans gerð. Hún miði við sölu á vel á annað þúsund kleinuhring kleinuhringjum en Sigurður muni ekki nákvæma sölutölu í svipinn. Þó verði að taka með í reikninginn að kleinuhringir stóru flokkanna sjö, ef svo má að orði komast, fóru í sölu á mánudegi og minni flokkanna á þriðjudeginum. Sala fór fram í fimm útibúum. Að neðan má sjá samanburð á síðustu spám í könnunum, „spá“ Dunkin’ Donuts og svo niðurstöðunni um helgina.
Kosningar 2016 Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira