Gazza biðst afsökunar á því að hafa fíflað Colin Henry fyrir 20 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 21:15 Markið eftirminnilega hjá Paul Gascoigne. Vísir/Getty Nágrannarnir Englendingar og Skotar mætast í undankeppni HM 2018 á Wembley á föstudagskvöldið en liðin eru saman í F-riðlinum. Það er ekki á hverjum degi sem stærstu knattspyrnusambönd Breta mætast innbyrðis á fótboltavellinum og að sjálfsögðu hafa breskir fjölmiðlar verið að rifja upp gamlar rimmur liðanna. Ein af þeim er þegar England og Skotland mættust á EM í Englandi fyrir rétt rúmum tuttugu árum síðan. Leikurinn var í riðlakeppninni fór fram á Wembley-leikvanginum. Enska liðið vann leikinn 2-0. Alan Shearer skoraði fyrri markið á 53. mínútu en Paul Gascoigne skoraði það síðara og innsiglaði með því sigurinn á 79. mínútu. Englendingar og Hollendingar fóru upp úr riðlinum en Skotar sátu eftir með sárt ennið á færri mörkum skoruðum. Markið hjá Paul Gascoigne var eitt af mörkum keppninnar og er eitt eftirminnilegasta markið sem hann skoraði á ferlinum. Gascoigne var þarna nýkominn til skoska liðsins Rangers eftir ævintýri sitt með Lazio á Ítalíu en hann hafði unnið tvöfalt með Rangers fyrr um vorið. Leikurinn var því sérstakur fyrir þennan vandræðagemling sem kom sér í meiri vandræði með fagnaðarlátum sínum eftir markið þar sem hann apaði eftir drykkjulæti sín sem höfðu komist á síður blaðanna í aðdraganda leiksins. Markið sjálft var algjört augnakonfekt þar sem hann sýndi hversu frábær fótboltamaður hann var. Gascoigne lyfti boltanum á stórkostlegan hátt fyrir varnarmanninn Colin Hendry og afgreiddi boltann síðan viðstöðulaust í markið. Colin Hendry leit vægast illa út í þessu marki og nú tuttugu árum síðar ákvað Paul Gascoigne að biðja Hendry afsökunar á því að hafa farið svona illa með hann á Wembley-leikvanginum fyrir tuttugu árum síðan. Það má sjá Twitter-færslu Gazza hér fyrir neðan.Hi hope alls well I'm looking forward 2 the match sorry2the scots and to Colin Henry for me it was play ground stuff pic.twitter.com/t6d5naKUaz— Paul Gascoigne (@gazza8gascoigne) November 9, 2016 Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Sjá meira
Nágrannarnir Englendingar og Skotar mætast í undankeppni HM 2018 á Wembley á föstudagskvöldið en liðin eru saman í F-riðlinum. Það er ekki á hverjum degi sem stærstu knattspyrnusambönd Breta mætast innbyrðis á fótboltavellinum og að sjálfsögðu hafa breskir fjölmiðlar verið að rifja upp gamlar rimmur liðanna. Ein af þeim er þegar England og Skotland mættust á EM í Englandi fyrir rétt rúmum tuttugu árum síðan. Leikurinn var í riðlakeppninni fór fram á Wembley-leikvanginum. Enska liðið vann leikinn 2-0. Alan Shearer skoraði fyrri markið á 53. mínútu en Paul Gascoigne skoraði það síðara og innsiglaði með því sigurinn á 79. mínútu. Englendingar og Hollendingar fóru upp úr riðlinum en Skotar sátu eftir með sárt ennið á færri mörkum skoruðum. Markið hjá Paul Gascoigne var eitt af mörkum keppninnar og er eitt eftirminnilegasta markið sem hann skoraði á ferlinum. Gascoigne var þarna nýkominn til skoska liðsins Rangers eftir ævintýri sitt með Lazio á Ítalíu en hann hafði unnið tvöfalt með Rangers fyrr um vorið. Leikurinn var því sérstakur fyrir þennan vandræðagemling sem kom sér í meiri vandræði með fagnaðarlátum sínum eftir markið þar sem hann apaði eftir drykkjulæti sín sem höfðu komist á síður blaðanna í aðdraganda leiksins. Markið sjálft var algjört augnakonfekt þar sem hann sýndi hversu frábær fótboltamaður hann var. Gascoigne lyfti boltanum á stórkostlegan hátt fyrir varnarmanninn Colin Hendry og afgreiddi boltann síðan viðstöðulaust í markið. Colin Hendry leit vægast illa út í þessu marki og nú tuttugu árum síðar ákvað Paul Gascoigne að biðja Hendry afsökunar á því að hafa farið svona illa með hann á Wembley-leikvanginum fyrir tuttugu árum síðan. Það má sjá Twitter-færslu Gazza hér fyrir neðan.Hi hope alls well I'm looking forward 2 the match sorry2the scots and to Colin Henry for me it was play ground stuff pic.twitter.com/t6d5naKUaz— Paul Gascoigne (@gazza8gascoigne) November 9, 2016
Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Sjá meira