Fær innblástur úr breyskleika hljóðfæra sinna Stefán Þór Hjartarson skrifar 5. nóvember 2016 10:30 Halldór hefur mikið að gera þessa Airwaves hátíð en vélmennin hans létta töluvert undir með honum. Vísir/Eyþór Tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn frumsýnir á Airwaves í ár her af sjálfvirkum hljóðfærum sem hann hefur forritað til að spila fyrir sig. Ertu búinn að vera að vinna lengi að þessu sóló-verkefni þínu? „Ég er búinn að vera að fikta í þessu síðan í júlí, það var nú aðallega þessi harpa sem ég smíðaði sem tók mestan tíma,“ segir Halldór Eldjárn eða H.dór eins og hann kallar sig á tyllidögum. Halldór er kannski þekktastur sem einn af meðlimum hljómsveitarinnar SYKUR sem er búin að gera það gott hérlendis og erlendis í nokkurn tíma og einnig fyrir að tromma og pródúsera hér og þar í íslenska tónlistarlandslaginu. Halldór verður að spila slatta á Airwaves þetta árið, bæði með SYKUR og síðan sér hann um undirspil fyrir ljóðalestur föður síns, en hann er sonur skáldsins Þórarins Eldjárns – fyrir utan að hann mun spila í kvöld, laugardagskvöld með sólóverkefnið sitt. Þetta verkefni hans er nokkuð sérstakt en hann kemur fram með sjálfvirk hljóðfæri, tónlistar-vélmenni, sem hann smíðaði sjálfur. „Ég nota Arduino smátölvu sem er tengd við fyrirbæri sem heitir solenoid – það er fyrirbæri sem virkar svipað og mótor nema það framkvæmir bara fram og aftur hreyfingu. Ég nota þá gaura til að spila á strengi og slá í trommu.“Ert þú þarna eins og strengjabrúðumeistari að stjórna hljóðfærunum eða sjá þau um sig sjálf? „Tækin eru í raun og veru frekar sjálfbær – þau eru fyrirfram prógrammeruð og svo er ég bara að tjilla og spila á trommur.“Eru þessir róbótar sérstaklega smíðaðir til að spila á Airwaves eða nær þetta samband lengra hjá ykkur? „Þetta er ongoing verkefni hjá mér og þetta er samblanda af mínum helstu áhugasviðum: tölvunarfræði, rafmagnsverkfræði og tónlist. Þetta eru allt ný lög. Þau verða dálítið mikið til út frá róbótunum. Maður byrjar að vesenast í þeim og af því að þeir eru dálítið ófulkomnir, bæði af því að þeir eru ekkert sérstaklega vel smíðaðir og líka bara af því að þetta er rosa frumstætt í rauninni, þá gera þeir mistök og eru svolítið mannlegir þannig - það veldur því að manni dettur oft eitthvað sniðugt í hug útfrá því.“Og ert þú og vélmennin þín að vinna í einhverskonar útgáfu? „Ég er að stefna á að þetta verði komið á plötu fyrri part 2017,“ segir Halldór að lokum en hann kemur fram í Gamla bíói í kvöld, laugardagskvöld, þar sem hann og vélmennin byrja kvöldið og síðan lokar hann kvöldinu með SYKUR. Airwaves Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Fleiri fréttir VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn frumsýnir á Airwaves í ár her af sjálfvirkum hljóðfærum sem hann hefur forritað til að spila fyrir sig. Ertu búinn að vera að vinna lengi að þessu sóló-verkefni þínu? „Ég er búinn að vera að fikta í þessu síðan í júlí, það var nú aðallega þessi harpa sem ég smíðaði sem tók mestan tíma,“ segir Halldór Eldjárn eða H.dór eins og hann kallar sig á tyllidögum. Halldór er kannski þekktastur sem einn af meðlimum hljómsveitarinnar SYKUR sem er búin að gera það gott hérlendis og erlendis í nokkurn tíma og einnig fyrir að tromma og pródúsera hér og þar í íslenska tónlistarlandslaginu. Halldór verður að spila slatta á Airwaves þetta árið, bæði með SYKUR og síðan sér hann um undirspil fyrir ljóðalestur föður síns, en hann er sonur skáldsins Þórarins Eldjárns – fyrir utan að hann mun spila í kvöld, laugardagskvöld með sólóverkefnið sitt. Þetta verkefni hans er nokkuð sérstakt en hann kemur fram með sjálfvirk hljóðfæri, tónlistar-vélmenni, sem hann smíðaði sjálfur. „Ég nota Arduino smátölvu sem er tengd við fyrirbæri sem heitir solenoid – það er fyrirbæri sem virkar svipað og mótor nema það framkvæmir bara fram og aftur hreyfingu. Ég nota þá gaura til að spila á strengi og slá í trommu.“Ert þú þarna eins og strengjabrúðumeistari að stjórna hljóðfærunum eða sjá þau um sig sjálf? „Tækin eru í raun og veru frekar sjálfbær – þau eru fyrirfram prógrammeruð og svo er ég bara að tjilla og spila á trommur.“Eru þessir róbótar sérstaklega smíðaðir til að spila á Airwaves eða nær þetta samband lengra hjá ykkur? „Þetta er ongoing verkefni hjá mér og þetta er samblanda af mínum helstu áhugasviðum: tölvunarfræði, rafmagnsverkfræði og tónlist. Þetta eru allt ný lög. Þau verða dálítið mikið til út frá róbótunum. Maður byrjar að vesenast í þeim og af því að þeir eru dálítið ófulkomnir, bæði af því að þeir eru ekkert sérstaklega vel smíðaðir og líka bara af því að þetta er rosa frumstætt í rauninni, þá gera þeir mistök og eru svolítið mannlegir þannig - það veldur því að manni dettur oft eitthvað sniðugt í hug útfrá því.“Og ert þú og vélmennin þín að vinna í einhverskonar útgáfu? „Ég er að stefna á að þetta verði komið á plötu fyrri part 2017,“ segir Halldór að lokum en hann kemur fram í Gamla bíói í kvöld, laugardagskvöld, þar sem hann og vélmennin byrja kvöldið og síðan lokar hann kvöldinu með SYKUR.
Airwaves Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Fleiri fréttir VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Sjá meira