Eini íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum, þungavigtarkappinn Kolbeinn „Kolli“ Kristinsson, er enn ósigraður og farinn að klífa styrkleikalistana.
Kolli er búinn að berjast sjö sinnum og rotaði sinn síðasta andstæðing í fjórðu lotu.
Á miðlinum knock-out.dk var Kolbeinn settur í fjórða sætið yfir bestu þungavigtarboxara Norðurlanda. Efstur á listanum er Evrópumeistarinn og æfingafélagi Kolbeins, Robert Helenius frá Finnlandi.
Kolli er á leið til Álandseyja í næstu viku í æfingabúðir með Helenius. Von er á tilkynningu um hans næsta bardaga fljótlega.
Kolli sá fjórði besti á Norðurlöndunum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn




Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt
Íslenski boltinn



„Mæti honum með bros á vör“
Körfubolti


Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Íslenski boltinn